Vikan - 12.02.1959, Blaðsíða 15
óttan, taldi mér trú um aS vel hefði
gengið meðan á prófinu stóð. Þegar
ég frétti um úrslitin leitaði ég aftur
á náðir amphetaminsins og þá kom
mér prófið ekki lengur við.
Er G hafði uppgötvað amphetaminið.
Ég fékk strax ríka löngun til
að neyta þess og hef haft úti
allar klær síðan til að afla þess. Og
ég hef kynnst fleiri lyfjum.
— Voru fleiri með þér við eitur-
lyfjaneyzluna í fyrstu?
— Ég var einn á báti fyrsta miss-
erið. Svo komst ég fljótt í kynni við
ungt fólk sem neytti eiturlyfja að
staðaldri. Við sóttum sérstaklega
eina sjoppu í miðbænum og þar var
oKkar bækistöð. Flest okkar stund-
ipu enga vinnu, en drógum fram líf-
io Jt ýmsan hátt.
y - Hvaða ráð voru helzt til að afla
,yf janna ?
— Það voru hafðir ýmsir klækir í
frammi. Nær eingöngu var farið til
lækna og logið upp ýmsum sögum.
Sumir læknana voru þó ósparir á
lyfseðla, þó engu væri logið. Víkjum
að því síðar. En við urðum fljótt
leiknir í lygi og kynntum okkur vel
málin og fengum fljótt að vita hvað
væri áhrifamest. Ég get sagt þér frá
því þegar ég fór í fyrsta sinn til
læknis. Ég fór illa til hafður, van-
svefna og sagði mínar farir ekki
sléttar. Ég hefði verið að aka bíl með
kunningja mínum alla nóttina aust-
ur í sveitii' og þyrftum að fara í
vinnu strax um morguninn. Ég hefði
heyrt getið um vökulyf, en þóttist
þó ekki vita beinlínis hvað það héti.
Það hreif í þetta sinn, læknirinn trúði
okkur. Þetta klækjabragð var notað
aftur' og aftur þangað til læknarnir
voru farnir að sjá í gegnum fingur
við okkur. Þá voru gerðar nýjar ráð-
stafanir.
— Höfðuö þið samtök ykkar á
milli til að útvega eiturlyf?
— Að vissu marki. Eiturlyfjaneyt-
endur hópuðu sig saman og lögðust
á ráð. Tækist einum að komast yfir
eitthvað reyndi hann að deila því
jafnt með félögum sínum. Sumir
reyndu þó að stinga undan og það er
eitt einkenni eiturlyfjaneytenda að
segja rangt til um hvað mikið hann
ætti. Annars eru ekki mikil brögð
að því að menn blekki hvor aðra
þannig, þeir vita sem er að það get-
ur hefnt sín, þeii' verða sniðgengnir
næst þegar einhverjum tekst að út-
vega magn og það vilja þeir ekki
eiga á hættu.
Það er oft hörð og örvæntingarfull
barátta að þramma tímunum sam-
an milli lækna og verða sér úti um
eitthvað. Oftast skipta menn sér nið-
ur á læknana eins og gangnamenn
í leitum. Meðan á þessari hungur-
göngu stendur eru menn fullir af
vonleysi og svartsýni út í tilveruna.
Þeir hafa misst trúna á eigin getu
og oft hefur það flögrað að mér í
þessu ástandi að stytta mér aldur.
En mig hefur alltaf skort hugrekki
til þess og leita mér þá aftur fró-
unar í lyfjum, þegar þau fást. Það
hefur jafnvel gengið svo langt að ég
hef reikað fram á bryggjusporð. En
ég hef alltaf gugnað.
Það er alltaf eitthvað hálmstrá
sem maður heldur í. Þó að tilveran
sé skuggaleg í augnablikinu eiga
menn minningar um lyfjasælu og
vona að þær stundir eigi eftir að
verða fleiri.
— Þú segir að sjálfsmorð hafi oft
hvarflað að þér. Oft er deilt um það
í saumaklúbbum hvort sjálfsmorð
beri vott um hugrekki eða rag-
mennsku. Hvað álítur þú?
— Sjálfsmorðið er hin algera upp-
gjöf eiturlyfjaneytandans. En samt
þarf hugi'ekki til að framkvæma það.
Sumt fólk álítur að við gerum
okkur enga grein fyrir þvi hvernig
fyrir okkur er komið. En reyndin er
hinsvegar sú að við ræðum oft
vandamálin okkar á milli. Flestir
hafa löngun til að losna úr viðjun-
um en skortir kraft. Og yfirleitt
verða menn viljalausii' á eiturlyfja-
notkun. Ég stundaði margvísleg störf
á þessu tímabili en náði ekki að
stöðva mig við neitt, ég varð fljótt
laus í rásinni og sömu sögu er að
segja um félaga mína. Og menn una
illa á sama stað til lengdar, fyllast
eirðarleysi og óróra.
MAÐUR telur allt í lagi framan
af þangað til maður verður að
bíta í það súra epli að maður
hefur ekki lengur kraft til að standa
á móti fýsninni. <
— Getur þú lýst fyrir mér í fáum
dráttum hvernig neyzlan fer fram?
— Oftast fer hún fram á sjopp-
unni sem ég gat um áðan, svarar
ungi pilturinn, það er setið og spjall-
að fram og aftur og þegar einhverj-
um hefur tekizt að útvega eiturlyf
er farið að skammta við borðið. Oft-
ast koma lyfin frá læknum eins og
ég gat um áðan en nokkru er smygl-
að með amerískum birgðaskipum og
einnig af Keflavíkurflugvelli. Töfl-
urnar eru oftast í pappaumbúðum
og þeim er laumað milli manna,
skolað niður með kaffi. Það er snögg
breyting á mönnum, sem setið hafa
illa haldnir af eiturskorti, þegar þeir
sjá manninn birtast, sem sendur var
út eftir lyfjum. Mönnum fer strax
að líða vel af því einu að vita að
lyfin eru fyrir hendi. Tuttugu min-
útum eftir að töflurnar eru teknar
fara áhrifin að koma í ljós, maður
fyllist rikri öryggiskennd og er á-
nægður með tilveruna, lítur björtum
augum á framtíðina og telur nú allt
framkvæmanlegt sem áður var von-
laust. Sumir heitstrengja að gerast
nýtir menn i þjóðfélaginu og finnst
þeir ekki geta átt í neinum örðug-
leikum með það, aðrir kæra sig koll-
ótta um allt og finnst eiturvíman vera
fylling lífsins.
Oft hefjast heimspekilegar sam-
ræður þegar svífur á mann af lyfj-
unum. Mönnum finnst þeir vera bráð-
snjallir og geta leyst úr öllum vanda-
málum tilverunnar. Allir leyndai'-
dómar liggja ljósir fyrir.
Eitt einkennið af áhrifum ampheta-
mins er hneigð manna til að rifja
upp bernskuminningar sínar, þeir
verða opinskáir og segja frá einka-
málum sínum sem þeir annars mundu
ekki segja frá. Eitt sinn man ég eft-
ir að við fórum nokkrir strákar á
ball til að ná okkur í stelpur og
dansa, við neyttum eiturlyfja og fór-
um að tala saman. Við gleymdum
okkur alveg, fórum að segja hvor
öðrum frá bernskuleikjum okkar
og rönkuðum ekki við okkur fyrr
en kallað var siðasti dans.
Menn fá yfirleitt löngun til að tala
mikið en gefa sér einnig tóm til að
hlusta á félaga sína, gagnstætt því
sem tiðast er um drykkjumenn.
HELZTU ytri einkenni eru þau
að hendurnar blána, sjáöldrin
víkka og varaþurrkur gerir
vart við sig. Menn eru sífellt að
sleikja út um.
Annars verða taenn rólegir og
una sér vel, eru glaðir, kátir, góð-
hjartaðir, léttir í tali og örlátir.
Blaðsölubörnin lærðu fljótt að þekkja
olikur, því við vorum vanir að gefa
þeim okkar síðasta eyri ef þannig
lá á okkur. Maður verður fús til að
hjálpa náunganum, aðstoða gamalt
fólk og smælingja og yfirleitt breyt-
ist allt viðhorf manns. T. d. er mér
undir venjulegum kringumstæðum
meinilla við ketti. En þegar ég er í
eiturvímu, á ég það til að stanza á
götu minni ef ég sé kött, jafnvel ljót-
an rófulausan kött, strjúka hann all-
an og gæla við hann langa stund og
tala við hann eins og minn bezta vin.
Ég er líka oft vanur að gefa öndun-
um á tjörninni brauð þegar ég er
,,í rús“ eins og það er kallað og held
þá stundum hrókaræður yfir þeim.
Og oft fær maður undarlegustu
hugdettur þegar viman stendur sem
hæst og það er ekki lengi verið að
framkvæma þær ef unnt er. Eitt
sinn var ég staddur á dansleik ásamt
félaga mínum sem er áhugaflugmað-
ur. Við höfðum báðir neytt ampheta-
mins. Okkur flaug í hug að fara til
Suður-Ameríku á Piper Cub-flugvél,
sem félagi minn hafði umráðarétt
yfir. Við höfðum ákveðið að fara í
áföngum því flugþol slíkra véla er
mjög takmarkað. Fyrsti áfanginn
átti að vera Grænland. Við fórum
strax á stúfana og reyndum að út-
vega okkur benzín þá um nóttina.
En áhuginn dofnaði þegar víman
dvínaði og fyrirtækið fór út um þúf-
ur til allrar hamingju, enda hefði
vélin aldrei komist hálfa leið til
Grænlands.
1 annað skipti vorum við nokkrir
strákar staddir í sveit á Norðurlandi.
Okkur datt í hug að kaupa kálf og
selja hann til slátrunar í næsta kaup-
stað. Við fórum á næsta bóndabæ
og keyptum ljómandi snotran kálf,
lögðum hann í skottið á fólksbílnum,
sem við vorum í og höfðum aðeins
opið svo kálfurinn fengi loft. Við
ókum í kaupstaðinn en gleymdum
kálfinum, héldum áfram ferðinni til
Reykjavíkur og fórum þá fyrst að
huga að kálfinum. Hann lá brotinn
og lemstraður í skottinu og var enn
á lífi. Ráðin voru fljótlega tekin af
okkur og kálfui'inn skotinn.
Oft lögðum við á ráðin um stjórn-
byltingu, vorum þá búnir að skipu-
leggja í yztu æsar hvernig hún skyldi
fara fram og búnir að útnefna menn
í ráðherrastöður og önnur helztu
embætti.
Ferðalöngun manna eykst til
muna við áhrif frá amphetamini, við
fórum oft í flakk um allar sveitir og
villtum þá alltaf á okkur heimildir.
Þóttumst vera i erindagerðum stjórn-
arinnar og lékum mikla höfðingja.
Yfirleitt þóttumst við skipa þær
stöður sem okkur hafði langað til
að skipa í raun og veru.
EN þegar fer að ganga á birgð-
irnar verða menn órólegir og
svartsýnin grípur um sig á ný.
Það er skipulögð herferð til að verða
sér úti um meira. Menn hætta ekki
fyrr en eitthvað rætist úr. Sálar-
ástandið verður bágborið, vonleysi,
andleg og líkamleg vanlíðan.
Allra bragða er neytt. Ég þekki
stúlku sem fíkin er í ýmiskonar
eiturlyf. Hún komst fljótt upp á lag
með að leita til læknis eins hér í
bænum og bjóða honum blíðu sína,
með þvi skilyrði að hún fengi lyfseðil
upp á eiturlyf i staðinn. Hann var
ekki lengi að samþykkja það. Þetta
bragð lék hún oft og ég naut góðs af.
Sumir okkar reyna að eyða
stimplum af notuðum lyfseðlum og
framvísa þeim aftur. Þetta bragð
tókst stundum. Og þegar allt annað
brást, reyndum við stundum að falsa
lyfseðla. Eitt sinn fór ég ásamt fé-
laga mínum til læknis eins hér í
bænum sem oft hafði reynst okkur
hjálplegur þegar okkur vantaði
,,dób“ eins og það er kallað. Hann
var þá ekki viðstaddur og ekki að
vita hvenær hann kæmi. Ég bað þá
aðstoðarstúlkuna að lofa mér að
hringja og hún hleypti mér inn á
læknastofuna. Félagi minn reyndi
að halda stúlkunni uppi ,,á snakki"
frammi á meðan. Ég fór ofan í allar
skúffur unz ég fann loksins lyf-
seðilshefti. Ég var fljótur að stinga
því á mig, hringdi eitthvað út í bæ
og fór að því búnu fram. Við fórum
heim til eins félaga míns og þar út-
bjuggum við lyfseðilinn af ýtrustu
vandvirkni. Síðan lögðum við leið
okkar i þá lyfjabúð sem hafði næt-
urvörslú. Það gekk fljótt og vel að
fá útleystan lyfseðilinn en varla vor-
um við komnir út úr lyfjabúðinni
með amphetaminið í vasanum er
lögreglubíl bar þar að með miklum
hraða. Við tókum óðar til fótanna,
þóttumst vissir um að stuldurinn
hafi komizt upp enda áttum við koll-
gátuna. Við sluppum með naumind-
um í þetta sinn. En ýmsir félagar
okkar hafa farið illa á þessu sama
bragði.
Það er líka eitt af brögðum okkar
að bæta við krossum á lyfseðlunum,
þar merkir hver kross 10 töflur en
það er ekki ónýtt að fá 10—20 í við-
bót bara með því að bæta við nokkr-
um krossum.
VIKAN