Vikan


Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 28.05.1959, Blaðsíða 2
Þær vélar, sem endurbyggðar eru hjá okkur, eru með „merki- plötu" sem tilgreinir öll mál á þeim slitflötum sem endurnýjaðir hafa verið, og hvenær verkið var unnið. AT H .: Endurbygging vélarinnar kostar aðeins brot af verði nýrrar. BRAUTARHOLTI 6 - SÍMAR 19215 - 15362 POSTURINN Mánudagsblöð. Kæra Vika. Mikið finnst mér það asnalegt, að engin blöð skuli koma út á mánudögum og alveg fyrir neð- an allar hellur, þegar ekki sést blaðsnepill í marga daga yfir stórhátíðar. Blöðin hafa skánað heldur upp á síðkastið, þau birta meira efni, sem fólk hefur alniennt gaman af að lesa, en minná af þessum hræðilega leiðinlegu pólitísku lang- hundum. Líklegt þykir mér þó, að pólitískur skjálfti fari nú að grípa um sig meðal ritstjór- anna, og blöðin verði aftur ólæsileg um stundar- sakir og þá er auðvitað ekki að harma það, þótt þau komi ekki út á mánudögum. En annars í alvöru, hvernig stendur virkilega á þessu? Páll. SVAR: Já, vist er hörmung til þess að vita, að dagblöðin skuli ekki koma út alla daga vik- unnar, en það má skrifa á reikning prentara, þeir vilja ekki vinna á sunnudögum. o---o Barnapíuskortur. Kæri Póstur. Ég er alveg í hreinustu vandræðum með börn- in mín. Við eigum tvö börn, hjónin, og þegar við ætlum að fara út að skemmta okkur, er varla hægt að fá nokkurn til þess að passa börn- in. Annaðhvort þarf maður að nauða á einhverj- um frænkum eða skyldmennum eða fá hálfókunn- ugar stelpur til þess að passa þau. Nú, svo er maður alltaf á nálum, að eitthvað komi fyrir heima, og fyrir bragðið skemmtir maður sér ekki neitt. Ég hef heyrt, að í Ameríku, til dæmis, taki skólabörn sig saman og sitji yfir börnum. Væri ekki hægt að koma svoleiðis á hérna. Þá gæti maður bara hringt í einhver númer og fengið einhvern til þess að fylgjast .með börmmum. Nú, svo mundu skólakrakkarnir slá tvær flugur í einu höggi, bæði fá peninga og líka geta lesið. Ung móðir. o---o Naktar gyðjur. Vikan. Vildir þú segja okkur af hverri styttan er í garðinum fyrir framan Kennaraskólann. Með fyrirfram þökkum, Tveir forvitnir. SVAR: Styttan er af rómverskri gyðju, sem nefnd er Pómóna. Hún var gyðja garðyrkju hjá Rómverjum. Auk þess má geta þess, að um- rœddur garður er kendur við Einar Helgason, garðyrkjumann. o----o Sterkur bjór. Pósturinn. Það er ljóti fjandinn, hvernig brennivínsmálin hjá okkur eru í megnasta ólestri. Ég las helv . . . hressilegt bréf í Póstinum frá „Aðfluttri", þar sem hún ræðst á sprúttsalana og vill láta ganga milli bols og höfuðs á þeim. Rétt mun það vera og deginum ljósara, að þeir eru hin mesta plága heiðarlegu fólki og væru betur neðan- en ofan- jarðar. En ef maður lítur á málið með ofurlítilli skynsemi, hlýtur hver maður að sjá, að feillinn er fyrst og fremst þjóðfélagsins og þessara leið- inlegu og sígalandi templara. Það er mikil skelf- ing til þess að vita, að á miðri tuttugustu öld, skuli viti bornir menn, jafnvel þó svo að þeir séu nú templarar, halda fram áfengisbanni. Nei, það sem á að gera, er að kenna Islendingum „vín- kúltúr" eins og annan „kúltúr" og það er þeirra, sem eru uppalendur. Vitaskuld fylgir hætta vín- inu, enda má segja að allri menningu fylgi nokk- ur hætta, þess vegna ber að stefna að því, að Islendingar verði menn til þess að fara með vín og njóta þess. Til þess að losna við leynivín- salana ætti að hafa „Ríkið“ opið til 10 eða 11 á kvöldin og auk þess ætti að brugga og selja áfengan bjór. Burt með leiðindar kerlingarþvaður og fanatík! Heimamaður. / SVAE: Vikan birtir með mestu ánœgju þetta bréf og gaman vœri að fá skoðanir fleiri á þessu máli. o----o Hrói Höttur'. Til vikunnar. Þar sem mér dettur Vikan alltaf í hug, þegar rætt er um fanga, skrifa ég þetta bréf til ykkar. Þið virðist hafa komið af stað hinni svonefndu fangarómantík og nú er svo komið, að viss stroku- fangi er orðinn mesti „sjarmör" ungstúlkna, og smástrákar rífast um það, hver þeirra eigi að vera „Hann“ í bófaleikjum sínum. Til skamms tíma deildu þeir með sér hylli ungmenna, starfs- VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.