Vikan


Vikan - 28.05.1959, Page 3

Vikan - 28.05.1959, Page 3
VIKAI Utgefandi: VTKAN H.F. Blaðstjóm: Hilmar A. Kristjánsson (ábm.) Jónas Jónasson Bragi Kristjónsson Asbjörn Magmisson (auglýsingast jóri) Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10,00. Áskriftarverð kr. 216,00 fyrir hálft árið. Greiðist fyrir- fram. Ritstjóm og auglýsingar: Tjamargata 4. Simi 15004, pósthólf 149. Afgreiðsla, dreifing: Blaðadreifing h.f., Mlklubraut 15. Simi 15017. Prentað í Steindórsprent h.f. Kápuprentun I Prentsmiðj unni Eddu h.f. Myndamót gerð í Myndamótum h.f., Hverfisgötu 50. menn landhelgisgæzlunnar og strokufangar frá Litla Hrauni. Þá sögu heyrði ég, að ung stúlka, ,sem brá sér á ball, hafi fengið vel útilátið kjafts- högg, vegna þess að hún neitaði manni um dans. Jú, sko með kjaftshögginu lét hann fjúka: „Veiztekki manneskja, éri landhelgisgæzlunni“. En hvað um það, það gerir ekkert til, þótt krakk- arnir dái þá landhelgisgæzlumenn, en heldur kárn- ar nú gamanið, þegar fangar á Litla Hrauni verða fyrirmyndin. Nógu er það slæmt, að íslenzk „fangelsi" skuli ekki vera mannheld, svo að fangar geti brugðið sér á fyllerí um helgar og smogið inn á morgn- ana til þess að sofa úr sér. Nei, satt að segja eru fangamál okkar slíkt grín, að það mætti hlæja að þeim sleitulaust meðan viðkomandi entist ald- ur til, en svo að ég segi nú eins og sumir, þá mætti skrifa um það margar bækur. Að lokum það, sem meiningin var nú að segja: Það er illa gert, þegar blöðin gera afbrotamenn og stroku- fanga að fyrirmynd unga fólksins. Kona. SVAR: Eins og réttilega kemur fram í bréf- inu mœtti skrifa margar bœkur urn fangelsis- mál á íslandi, og ein peirra mætti gjarnan fjalla um sjónarmið fanganna sjálfra. Greinarnar, sem birtust í Vikunni undir heitinu „Dagbók fang- ans á Litla Hrauni“ áttu að draga upp mynd af daglegu lífi fanga þar, og bréfritari skyldi minnug þess að refsing er til þess að betrurnbœta. Annað mál er það, að mistök viðeigandi yfir- valds, óviðunnandi ástand í fangelsismálum og ■skrif dagblaðanna í „hassard“-stíl urn afbrota- ■stráka og strokufanga hafa gert þá að „sjarm- örum“ eins og bréfritari orðar það. o----o Agalega leiðinlegur. Kæra Vika. Mikið agalega finnst mér hann leiðinlegur þessi Ijósmyndari, sem er alltaf að flækjast inni á Röðli og taka myndir af fólki. Hann er svo frek- ur, og eins finnst mér bjánalegt þetta gaul og þessir fimm aura brandarar á milli laga hjá lionum Hauki Mortens. — Hvernig er skriftin? SlLllS: Það eru sjálfsagt skiptar slcoðanir bœði um Ijósmyndarann og brandarana hans Hauks, en mér finnst Haukur einhver smekklegasti ís- lenzki dœgurlagasöngvarinn, og ekki get ég sagt heldur að Ijósmyndarinn sé mér neitt til ama. Ef þú vandaðir þig ofurlítið betur hefðir þii ágœta hönd. o----o Ahyggjufull. Vika góð. Oft er gott að leita til þín og fá hjá þér ráð. Nú er ég í klípu og mig langar til þess að vita, hvort þú getir ekki hjálpað mér úr henni. Satt að segja hef ég ekki hugmynd um, hvað ég á að gera. 35g missti manninn minn fyrir 11 árum, hann drukknaði, og við áttum eina dóttur. Mér finnst, síðan ég missti manninn minn, eins og hún sé það eina, sem ég lifi fyrir. En núna upp á síðkastið hefur hún fjarlægst mig svo mikið, hún er farin að fara á böll og ég held, að hún sé líka byrjuð að vera með einhverjum sti’ák, sem er óttalegur iðjuleysingi. Eg er alveg í öngum mínum, því að það þýðir ekkert að tala við hana, hún lofar bót og betrun, en fer svo bara á bak við mig. Nú langar mig til þess að vita, hvort þú getir ekki ráðlagt mér eitthvað? Fyrir- gefðu skriftina, Áhyggjufull. SVAE: Bg skil þig mœtavel, þetta er við- kvcemt og erfitt mál. En þar sem ég sé á bréfi þínu, að þú hefur góðan þroska til að bera, þá veit ég, að þú munt geta leyst þessa flœkju. Nú skaltu tala við dóttur þína eins og unga stúlku, ekki smátelpu. Komdu á gagnkvæmri vináttu milli ykkar. Settu sjálfa þig í hennar spor og mitmstu þess, að einu sinni varst þií á hennar áldri. Sýndu henni þolinmœði og traust, þá getur þú verið viss um, að hún mun ekki fara á bak við þig. o----o Ljósið sem hvarf. Pósturinn. En hvað viðtalið við listmálarann var fífla- legt. Annaðhvort hlýtur hann að vera bilaður eða blaðamaðurinn, sem tók það, eða bara báðir. Lesandi. SVAE: Allir menn eru meira eða minna bilaðir. o-----------------------o Hvað er að mjólkinni? Ágæti póstur. Þakka vil ég lestrarefni margt ágætt, þótt ég verði að segja að ekki er margt efni þar beinlínis fyrir bændafólk. Eg er nefnilega bóndi, þótt hættur sé búrekstri. Eg er nú kominn hér á mölina, orðinn bæjarbarn. En það sem ég vildi skrifa þér er þetta: Getur þú ekki fengiö skýr- ingar á því hjá Mjólkursamsölunni, hvað veldur því að mjólkin súrnar í ísskápnum, hjá konunni minni. Ef við kaupum mjólk í dag og eigum hana enn á morgun, er hún orðin súr, annað kvöld. Ekki gallsúr, það skal hafa sem rétt er, en súr- keimur er af henni og börnin fást ekki til að drekka hana. Nú vil ég meina að eitthvað sé undarlegt ef mjólkin þolir ekki eins dags geymslu í ísskápnum, og vil ég taka fram að ekki er ísskápurinn úr lagi, því blessaðúr bjórinn, þótt þunnur sé, er vel kaldur og hressandi geymdur þar. Ösjálfrátt spyr maður sjálfan sig, hvort mjólkin sem við kaupum í búðunum, með dag- stimpil á tappanum sé gömul þegar hún kemur i sjálfa samsöluna. Góða Vika mín, fáðu þessa herra þarna í mjólkursamsölunni til þess að gefa einhverja skýringu. Með vinsemd og virðingu, Bóndi. o---o Enn um þjónustu. Vikan, Reykjavík. Í5g hefi hér smá tillögu fram að færa, í sam- bandi við skrif þín og annara um þjónustu. Gætu blöðin, dag- og vikublöð hér í Reykjavík, — já og á öðrum stöðum, — tekið höndum saman og sagt þjónustuskortinum stríð á hendur? Dagblöð- in eru raddir fólksins, eða ætti ég að segja, kjós- enda? Þau eru voldugt afl í landinu ef rétt er á haldið. Þau eru það eina afl sem ég trúi að þeir aðilar sem annast þjónustu, svo sem verzl- unarfólk og veitingahúsaeigendur, óttast. Geta blöðin ekki birt, öll sem eitt, myndir af veit- ingahúsum eða verzlunum, eigendum þeirra og starfsfólki, ef viðkomandi hafa sýnt dónaskap í þjónustu sinni. Það ætti að vera góður refsivönd- ur á ýmsa aðila sem telja að þeir séu að gera fólki greiða með því að selja því eitthvað. Þeir sern verða fyrir dónaskap ættu þá að geta náð rétti sínum með því að tilkynna blöðunum um hverskonar slæma þjónustu sem þeir hafa fengið. Einnig mætti þá um leið hrósa þeim aðilum sem skara fram úr í þjónustu. Þjóðólfur. o---o Hvað skal gera? Kæra Vika. Hörmung mikil hefur yfir mig dunið, eða er að dynja yfir. Eitt af þvi sem mér þykir vænst um í þessu lífi, er að yfirgefa mig. Það er hár- ið mitt. Skyndilega tek ég eftir því að það er að hverfa á braut. Smátt og smátt fækkar þeim, og við sem höfum verið saman svo lengi, og verið svo sátt. 35g, sem er svo ungur maður og þótti sjarmerandi, er að verða að sköllóttu við- undri á unga aldri. Lífi mínu hefur nú horfið allur tilgangur, við mér blasir dimm eyðimörk sem ég þarf að ganga, eyðimörk hlátra og kúnstugra athugasemda kunningjanna um mitt bera höfuð, eyðimörk augna ungra stúlkna, sem segja: „eins og hann var sætur auminginn, hver, segir einhver, þéssi sköllótti sem gengur þarna, segir sú fyrri, og þá segja þær báðar, hí hí, og ho- ho.“ Guð minn, þá er betra að verða óléttur, eins og Þórbergur, eða deyja ungur, og láta skrifa um sig í eftirmælum: hann átti glæsilega framtíð, hann er genginn fyrir ætternisstapan árum og fljótt. Já kæri póstur, hvað færir lífið sköllótt- um ungum manni? Eiginkonu? Nei, lítil líkindi til þess, og það er til of mikils ættlast af mér að ég finni mér sköllóttan lífsförunaut, því ég er á móti sköllóttu kvenfólki, það er öllu verra en sköllóttir karlmenn. Hvað á ég að gera Vika min til þess að öðlast tiltrú á lifinu aftur? Veittu mér huggun í mína sköllóttu tilveru. Veittu gleði- geisla inn i minn myrka heim, segðu mér að það sé til töfralyf sem veiti mér mína gullnu lokka aftur! Segðu mér, ef svo er ekki, hvað á ég að gera. Heyrðu hróp mitt, og svaraði mér gáfulega. Skalli. SVAR: Kauptu þér hatt og sofðu með nátthúfu. —O—■ Islenzkur kavlar. Kæra Vika. Hvernig stendur á því, að það er næstum ó- mögulegt að fá hrogn i krukkum, sem sumir kalla íslenzkan kavíar ? SVAR: Þii munt eiga við „Perlur norðursins“, en þœr eru fluttar út meðal annars til Frakk- lands, og seljast þar vel, enda er þetta fyrirmynd- ar vara. Lárus G. Lúðvígsson, simi issse VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.