Vikan - 28.05.1959, Side 10
SMASAGA
ÞOR
Úti ríkti nóttin, svört og köld.
Vindurinn næddi nm húshornin, svifti
fölnuðu luafinu af trjánum. Þeytti
þyrlaði eftir götunum og í andlit
því undan sér, sneri því í hringi og
manna, sem gengu bognir móti storm-
inum heim á leið. Svört ský fóru
hraðbyri. Það var að koma rigning.
1 húsunmn húkti fólkið við eld-
stæðin og starði þögult í eldinn sem
logaði glatt. 1 stóra húsinu gamla,
við Þorpsgötu, bjó frú Emma. Hún
var ekkja og lifði þarna ein, utíin
hún leigði ungum manni herbergi
uppi á loftinu. Frú Emma hafði einv-
ig kveikt upp eld í arni og sat nú
fyrir framan eldstæðið og hlustaði á
snarkið í eldinum sem rann saman
við vindgnauðið fyrir utan, svo varð
draugaleg hrynjandi tóna. Á litlu
borðí við stólinn var tebolli og öðru
hverju rétti hún hendína eftir boll-
anum og sötraði di'ykkinn. — Henni
leiddist. Á svona kvöldum draga
menn sig saman og er huggun í því
að hafa einhvern hjá sér, að minnsta
kosti til að þegja með. Draugaleg
og stormasöm haustkvöldin gefa
mönnum ekki andriki, oft vill verða
svo að sagðar eru margþeUCctar
draugasögur, því þesskonar sagnir
hæfa vel draugalegu vondgnauði,
glamri i gluggahlerum og ískri í
reykháfnum þegar vindurinn dansar
trölladans uppi við opið. Leigjand-
inn var ekki heíma. — Það var leið-
inlegt. Það hefði verið svo skemmti-
legt að hafa einhvern,, já, aðeins vita
af honum þarna uppi á loftinu, þar
sem nú var myrkur, — og mikið
myrkur.
Frú Emma stóð snöggt upp og
reyndi að hrista af sér þetta slén.
Hnn gekk að glugganum og svipti
þungum gluggatjöldunum. frá og
starði út í myrkrið fyrir utan. Hún
gat ekkert séð. Hún þrýsti andlit-
inu fast að rúðunni, og reyndi að
sjá. Kannski gæti hún séð einhverja á
ferli.
Dropar fóru að myndast á rúðun-
um. Það var að koma rigning. Svo
var eins og himnarnir opnuðust og
regnið helltist niður, droparnir skullu
á {jíituna og rúðuna fyrir utan and-
lit frú Emmu, mörkuðu far í rykið
sem myndaðist í þurrkunum um dag-
inn, hrukku frá aftur, snöggt, eins
og eitthvað væri að hræðast þarna
fyrir innan gluggann. Ef dró augna-
bhk úr vindgnauðinu, hreyfðist fast
og reglubundið, nær því syfjulegt
hljóð, þegar vatnið skall á götuna.
Frú Emma starði á tómið fyrir
utan. En sá húh ekkert. Hún horfði
hærra. Hún vissi að hún horfði á
kirkjugarðinn, þótt hún sæi ekkert
fyrir myrkrinu. Svona horfði hún
oft að sumarlagi, þegar bjart var
og óttalaust.
Kirkjugarðurinn var þama sem
staðreynd þess að menn deyja. —
Allt í einu fannst henni sem kirkju-
garður væri eitthvað sem allir áttu
að hræðast og forðast. Kirkjugsu-ður
minnti hana á líkkistur og líkkistur
á lík og lík á hin nalmyrka dauða,
sem einhverntíma koma, og þá helst
þegar enginn átti von á. 1 huganum
sá hún mann á ferð um götur þorp's-
ins, nú á þessari stundu. Maðurinn
var klæddur svörtu, með hettu á
höfði og inn í hettunni var myrk-
ur. Þar var ekkert andlit. Aðeins
tóm, sem aldrei varð fyllt. Það fór
hrollur um hana sem læsti sig um
hverja taug. Hversvegna var hún hér
ein ? Hversvegna haf ði maðurinn
hennar horfið á brott með dauðanum?
Hvar er legijandinn? Hversvegna
kemur hann ekki heim? Hvað var
hann að gera úti svona nótt, umvaf-
inn stormi og myrkri og kulda,
hann sem hafði svo hlýlegt herbergi
sem kostaði hann svo lítið.
Frú Emma átti mikla peninga.
Hún geymdi þá i lokaða skattholinu
þarna vinstra megin við gluggann.
Hún gat því leigt unga manninum
ódýrt. Hann var þarna aðeins til
þess að hún væri ekki ein í þessu
stóra húsi. Hversvegna kom hann
ekki? Henni gramdist við leigjand-
ann og augnablik datt henni í hug
að hækka leiguna.
Svo fór hún að hugsa skýrar. Hún
ætti bara að fara í rúmið. Deigjand-
inn mundi koma brátt. Hver var
hann annars? Hún hafði aldrei hugs-
að það. Líklegast af góðu fólki.
Hegðun hans var slík. Hann var svo
kurteis. Vel til fara, og stóri skraut-
legi hringurinn sem hann bar á vísi-
flngri hægri handar. Sá hringur hlaut
að hafa kostað mikla peninga. Og
svo glóði á rauða steininn í hringn-
um, hann var stundum rauður eins
og blóð. — Blóð. Nú urðu hugsanir
hennar aftur myrkar. Blóð. Hvers-
vegna fannst henni hugsunin um
blóð svona óttaleg ? Hún tók að rýna
aftur út um gluggann. — Blóð.
Var þetta blóð á glugganum? eða
kom þetta blóð frá garði hinna dauðu
þarna fyrir handan? 1 huganum sá
hún kirkjugarðinn, hún sá opnar
grafir og upp úr þeim vall þykkt,
moldi blandið bléð — Vindurinn
hamaðist og úti var blóð. Hvaðan kom
það ? Af hverju var vindur ? Af
hverju var hún ein? Hvar var leigj-
andinn ?
Skyndilega heyrði hún þrusk og
gluggatjöldin komust á hreyfingu.
Svo varð allt kyrrt. Hún hlustaði, en
heyrði ekkert. Hver kom?
Hún var viss um að einhver hafði
opnað útidyrnar og var kominn inn
í húsið. Leigjandinn? Ungi maður-
inn var þá kominn. Auðvitað var
það hann. Hann var að klæða sig úr
blautum frakkanum, hrista hattinn
og hengja á snaga. Uti brá fyi-ir
bjarma. Elding. Þruma. Bjarmi aft-
ur. — Það var gott að hann var
kominn. Þá var hún ekki ein lengur.
Góði ungi maðurinn var kominn til
hennar. Nei, hún var ekki einmana.
Hún horfði þangað sem hún vissi
að kirkjugarðurinn var. Nú óttaðist
hún ekki lengur dauðann. Kirkjugarð-
urinn var fallegur garður, þar sem
fólk gekk skrautbúið á sumrin og
las nöfn á leiðum. Nei, hún hefði
þorað að fara þangað nú, í þessu
veðri, í þessu myrkri. Hún hefði
þorað það. Að standa ein í miðjum
garðinum og hlægja hátt af hræðslu
sinni áðan. Hún rétti úr sér og opn-
aði munninn til þess að reka upp
hlátur, en hún hló aldrei.
GUÐ, hjálp, ég kafna — hver, hver
er að þessu ? Hvað hefi ég gert ?
Peningarnir minir í skattholinu.
Hjálp guð minn hjálp . . .
Úti fyrir öskraði þruma, elding
lýsti upp herbergið og það varð bjart,
og í glerinu sá frú Emma sjálfa sig,
með starandi augu. Tíu fingur höfðu
læst sig um háls henni aftan frá.
Og á einum fingri var stór hringur
með rauðum steini, sem var eins og
blóð.
Þrumurnar öskruðu, elding lýsti
upp skattholið. Það rigndi blóði.
iiMUiiiiitniiiiiiiiiiiiiiiimimtiiininiiiiitmiimiiiimmimiiiiiniiiuiiiiiiiiiiirtiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiimimiiim*
• •
Orstutt smásctga um einmana
konu, og örlög hennar eina
óveðursmHl.
iimiimtmmmmiimiiiiiimimnmiiimiiimiiiimiiimiimiiimimmi
10
VTKAN