Vikan - 28.05.1959, Qupperneq 22
Hverjar eru orsakir ofþreytu?
Þreytíst þér fljótt? Finnst yður
þér stundum vera uppgefinn án veru-
legrar ástæðu? Bruð þér oft þreytt-
ari á morgnana, þegar þér vaknið,
beldur en þér voruð, er þér lögðuzt
til svefns kvöldið áður ?
Ef þér svarið þessum spumingum
játandi, getið þér huggað yður við,
að fleiri en þér eiga við hið sama að
stríða. Flest fólk þjáist við og við af
éskiljanlegri þreytu.
,Hver er orsökin til þessarar þreytu-
tilfinningar ? Flestir lifeðlisfræðing-
ar halda því fram, að þreytutilfinn-
ingin sé eins konar verndarráðstöf-
un, sem hindra skuli ofreynslu —
sem sagt aðvörun um, að álagið á
Bkama, heila eða tilfinningalíf sé of
mikið.
Náttúran gefur sams konar merki,
hvort heldur þreytan er sökum
fikamlegrar ofþreytu, andlegrar
vinnu eða trega og áhyggna. Þreyta
á heilanum getur til dæmis vakið
nákvæmlega sömu viðbrögð hjá lík-
amanum og mikil erfiðisvinna, þ. e.
svita, hjartslátt og erfiðan andar-
drátt. Truflanir á tilfinningalífinu
koma oft fram sem líkamleg þreyta.
Og þegar líkamleg þreyta grefur um
sig, minnkar starfsemi heilans ört.
Hvers vegna þreytist fólk af lík-
amlegri vinnu? Áður fyrr héldu líf-
eðfisfræðingar, að starfandi vöðvar
framleiddu eiturefni — nokkurs kon-
ar „þreytuvald." En rannsóknir á
eínaskiftum í vöðvum hafa leitt ann-
sð S ljós. Það reyndist svo, að vara-
ajóður liffæranna af súrefni og blóð-
sykri er minni en ætlað var. Þegar
varasjóðurinn er að verða búinn,
avelta vöðvamir og hætta að starfa
rétt eins og vél bifreiðarinnar gerir,
er benzínið er þynnt eða lokað er
fyrir Ioftið.
Þegar líkaminn hvílist, notar hann
aJeins h.u. b. einn bolla af súrefni á
mirútu, en jafnskjótt scm vöðvarnir
Öyrja að starfa, vcx súrefnisnotkun-
in gjeysilcga. Getur hún farið upp I
aJtt að 26 lítra á minútu, cn lungun
geta. aðeins aukið súrefnisvinnsluna
um tæplega 4 lítra á mínútu. Verða
þá vöðvamir „að fá til láns“ af því
aúrefni; sem geymt er I rauðu blóð-
kornunum, en sá forði er aðeins um
20 Htrar.
Súrefnisforðinn gerir okkur kleift
að inna af hendi mjög erfiða vinnu
— dálítinn tíma. Þegar við hlaupum
á eftir strætisvagni eða leikum
tennis nokkra stund, notum við ef
til vill einn þriðja af varasjóðnum,
en samt er það svo, að ómögulegt
er að verða algjörlega örmagna,
hversu mikið sem maður reynir &
sig. AUs konar óþægindi koma í veg
fyrir það í tíma. Maður fær verk i
vöðvana, sting í síðuna og lungim
erfiða geysilega til að hafa við.
Við venjulega vinnu er meiri jöfn-
uður milli súrefnisvinnslu og notkun-
ar. En hér er annar þrándur í götu,
sem takmarkar afköstin: Forði blóðs-
ins af sykri er mjög Htill. Á hægri
gönguför tvöfaldast sykurnotkunin
og við erfiða vinnu eyðist sykurinn
fimm til fimmtán sinnum meir en í
aðgerðarleysi.
Taugakerfið og heilinn eru einkax
næm fyrir sykurskorti. Löngu áður
en eyðslan á varaforða blóðsins
verður hættuleg, verndar taugakerf-
ið líkamann með því að minnka
hraðann, og lægja þær hvatir, sem
stjórna vöðvunum. Þreyta gerir vart
við sig og hindrar líffærin í því að
eyðileggja sig.
Hvers vegna orsakar andleg vinna
likamlega þreytu? Heilinn innir ekki
neitt vöðvastarf af hendi og hann er
aðeins einn fimmtugasti hluti alls
likamsþungans, en hins vegar krefst
hann 14 prósent af blóðmagninu og
23 prósent af súrefni því, er lungun
vinna. Einnig er sykurnotkun hans
mikil.
Ekki er vitað með vissu, hvers
vegna heilinn brennir svo miklu. En
vitað er, að hann breytir orku súr-
efnisins og sykursins í rafmagns-
bylgjur og taugaboð. Þar sem heil-
inn hefur engan súrefnis- eða sykur-
foroa sjálfur, verða þessi efni að
streyma stanzlaust til hans úr blóð-
inu. Verði töf á því í nokkrar mín-
útur, orsakar það meðvitundarleysi.
Á minna en átta mínútum verður
óbætanlegt tjón og heilafrumurnar
deyja.
Þar sem takmörkin milli lífs og
dauða eru svo hárfín, verður heil-
inn að verjast, ef súrefnis- eða syk-
urstraumurinn minnkar örUtið. Það
gerir hann með því að gefa til kynna
Ukamlega þreytu og hægir þar með
starfsemi annarra liffæra, til þess
að meira blóð berist til hans. Þess
vegna gefur Ukamleg þreytutilfinn-
ing oftlega til kynna andlega of-
þreytu.
Hvernig getur tilfinningalífið or-
sakað þreytutilfinningu ? Fommenn
þurftu oft á öllum kröftum sínum að
halda í bardaga eða á flótta. Þegar
hugboð um reiði eða hræðslu skip-
uðu líkamanum að vera viðbúnum,
gáfu nýrun frá sér hormónaefni —
adrenalín — til blóðsins. Adrenalínið
orsakaði dýpri andardrátt og hjart-
að fór að slá hraðar. Blóðstraumur-
inn til heilans, vöðvanna og hjart-
ans 6x, og þar með fengu líffæri
þessi meira súrefni. Lifrin lét sykur-
forða sinn í té. Er bardaganum var
lokið og framleiðslan á adrenalíni
hætti, varð hin frumstæða mannvera
alveg dauðuppgefin.
Nútímamaðurinn hefur erft þann
hæfileika frá forfeðrum sinum.
Adrenalinið hjálpar oss á erfiðum
augnabUkum, þegar nauðsynlegt er
að vinna hratt og ofsalega. En hins
vegar á nútímamaðurinn við ýms
vandamál að stríða, sem ekki út-
heimta vinnu. Sum þeirra þekkti
fommaðurinn ekki. Maður getur ver-
ið hundleiður á sínu starfi, en ótt-
inn við atvinnuleysi meinar honum
að segja upp. Annar er þjakaður af
þrætugjörnum maka eða hávaðasöm-
um nágranna, en fæstir geta svalað
reiði sinni likamlega. Þannig getur
sífelld innri barátta og aðrar trufl-
anir á tilfinningalifinu valdið stöð-
ugri þreytutilfinningu.
Er langvinn þreyta oft merki um
líkamlegan sjúkdóm ? Þegar f ólk
veikist gripur heilinn fram i og
hindrar aUa verulega áreynslu, svo
að líkaminn geti beitt allri sinni
orku til að sigrast á sjúkdómunum.
Þess vegna er þreyta vanalegt
merki um flesta sjúkdóma.
En þegar langvinn þreyta er ein-
asta einkennið er oft erfitt fyrir
lækna að skera úr um, hvort um
varasaman, líkamlegan sjúkdóm er
að ræða eða þreytan sé orsök tauga-
veiklunar. Nýjustu rannsóknir hafa
þó leitt i ljós, að varkárni skyldi
gæta í því að telja sér trú um, að
langvinn þreyta sé einkenni tauga-
veiklunar.
Geta tíðar máltíðir komið í veg
fyrir þreytu? Já. Við háskóla nokk-
urn voru gerðar fjölmargar tilraun-
ir á verkamönnum, sem fengu þrjár
máltíðir á dag. Samþjöppun blóðsyk-
ursins og vinnuafköstin náðu hámarki
einni klukkustund eftir hverja mál-
tíð, en fóru síðan i rénun. Þá voru
verkamennirnir einnig látnir borða
fjórar til fimm minni máltíðir á dag.
Niðurstaðan var sú, að bæði blóð-
sykurframleiðslan og afköstin urðu
jafnari og meiri, en þreytutilfinning-
in hvarf.
Getur megrunarkúr orsakað stöð-
uga þreytu? Vissulega. Fólk, sem
ætlar að megra sig, vill gjarna ná
árangri á skömmum tíma. Það neyt-
ir alveg sykurlausrar fæðu og dreg-
ur við sig aðrar kolvetnaríkar fæðu-
tegundir. Oft lætur það sér nægja
800 til 1000 hitaeiningar á dag i stað
2400 til 3000, sem er eðlileg neyzla.
Árangurinn verður sá, að sérhver
likamleg áreynsla veldur mikiUi
þreytu og hæfileikinn til að vinna
andlega vinnu glatast að nokkru.
Hægt er að komast hjá öllu þessu
með því einu, að láta sér nægja auð-
veldari matarkúr með leiðsögn lækn-
is.
Getur skortur á hreyfingu orsakað
þreytu? Þegar þreyta kemur í ljós
eftir erfiða vinnu eða iþróttaiðkun,
hlýtur maður að kenna áreynslunni
um. En margt bendir til, að hin raim-
verulega orsök þreytunnar geti aUt
eins verið skortur á reglulegri hreyf-
. ingu.
Hvers vegna vöknum við stundum
þreytt á morgnana? Liffæri þau, sem
nota orku, minnka vinnuhraða sinn
í svefni, og fær þá líkaminn tæki-
færi á að safna nýjum forða. Undir
eðlUegum kringumstæðum er Hkam-
inn 7—8 klukkustundir að endurnýja
orkuforðann og við vöknum með nýj-
um kröftum.
En detti sængin á gólfið eina kalda
nótt, verður líkaminn að framleiða
meiri hita og tU þess þarf orku. I
of heitu svefnherbergi verða lungu og
hjarta að erfiða meira en eUa til
þess að losa likamann við hitasvækj-
una, og til þess þarf einnig orku.
Ef orsök þreytunnar er alvarleg
truflun á tilfinningalifinu, færir
svefninn ekki alltaf fróun og hvíld.
Sorgir þær, sem þjáðu oss um hátta-
tíma, eru gjarna eins blýþungar, er
dagur rís.
Er ksiffi raimverulega meðal gegn
þreytu? Koffeínið í kaffinu hefir
örvandi áhrif á heilann og auðveld-
ar samdrátt vöðvanna. Þess vegna
getur kaffi og te haldið oss vakandi
og starfshæfum í nokkurn tíma, áð-
iu' en þreyta gerir vart við sig. En
þar er aðeins um gálgafrest að ræða.
Fyrr eða síðar bugar þreytan oss og
þá þurfum við meiri hvild en ella
til þess að bæta upp orkutapið.
Eru örvandi töflur áhrifamiklar ?
Margt fólk neytir amfetamins og
svipaðra meðala til þess að hafa úr
sér þreytu. Hressingarlyf þessi hafa
enn þá meiri örvEindi áhrif á heilann
en koffeín og koma þess vegna leng-
ur í veg fyrir þreytu (um stuttan
tíma). En þau hafa líka fleiri ó-
þægilega galla. Að visu getur komið,
að ekki verði án þeirra verið. Þau
draga einnig úr matarlystinni og of
stórir skammtar geta haft í för með
sér svima, höfuðverk og svefnleysi.
1 alvarlegum tilfellum geta þau dreg-
lð fólk til dauða. örvandi töflur eru
dýrmætt lyf í höndum góðra lækna,
en þeirra œtti aðeins að neyta l
samráði við þá.
Er hægt að bægja frá sér þreytu
með áfengisneyzlu ? Áfengi verkar
fyrr deyfandi á líkamann en deyfi-
lyf. I smáum skömmtum getur á-
fengi þess vegna haft róandi og
deyfandi áhrif og sljóvgað þreytutil-
finninguna.
En fólk, sem neytir áfengis í óhófi,
þreytist langtum fyrr en aðrir. Það
fær svo margar hitaeiningar úr á-
fenginu, að það hefir ekki lyst á
frekari næringu. Samþjöppun blóð-
sykursins hjá því fólki verður og
lítill, það fær verki i taugar og vöðva
af fjörefnaskorti og er gjarna dap-
urt og þunglynt. Það er hálfþreytt
áður en það byrjar að starfa.
Framhald á bls. 2Jf.
22
VIKAN