Vikan


Vikan - 28.05.1959, Side 24

Vikan - 28.05.1959, Side 24
Húfa og hosur S,y ., wm 1 '' ' jé .// Efni: var gefið upp í einu í peys- una, húfuna og hosurnar, í síðasta tbl. „Vikunnar“, en bezt er að nota þrinnað ,,baby“garn. Munstrið þarf að vera deilanlegt nieð 3+1. Prjónar nr. 3. 1. umf. 1 lykkja slétt, bandinu brugðið um prjóninn, 1 lykkja tekin óprjónuð, 2 sléttar, óprjónaða lykkj- an síðan tekin yfir á 2 sl. lykkjurnar. 2. umf. — öll prjónuð brugðin. 3. umf. — 1 lykkja tekin óprjón- uð, 2 lykkjur sléttar, órpjónaða lykkj- an tekin yfir þær sléttu, bandinu brugðið um prjóninn, endurtakið. Endið prjónin nmeð 1 umf. sl. Húfa: Fitjið upp 80 1. og prjónið 4 umf. garðaprjón, siðan munstur. Aukið út með jöfnu millibili í einni 'umf. þar til lykkjurnar verða 100 á prjón- inum. Eftir 3% cm. er prjónað garða- prjón og tekið úr með jöfnu milli- bili í einni umf. þar til lykkjurnar verða 80. Prjónið 8 umf. garðaprjón. Síðan slétt prjón og þá eru auknar út 12 1. með jöfnu millibili í einni umf. Þegar prjónaðir hafa verið 2 cm. slétt prjón, er prjónuð 1 röng umf. frá réttunni og prjónið síðan slétt prjón þar sem áður var brugðið (til þess að uppbrotið verði rétt þeg- ar það er brotið upp). Þegar 14 cm. mælast frá uppfitjun, eru felldar af 6 1. hvorum megin í annarri hverri umf. 5 sinnum. Prjónið síðan 32 lykkjur í miðju með sléttu prjóni og takið úr 1 1. hvorum megin með þriggja cm. millibili. Prjónið siðan stykkið þar til það er jafn langt af- fellda jaðrinum og er þá fellt af. Saumið hliðarnar saman frá röng- unni, brjótið uppbrotið upp eftir 8 garðaprjónuðu umferðirnar. Takið upp 75 1. neðan á húfimni, og prj. 1 umf. sl. þá 2 * 2 1. sl., prjónaðar saman, bandinu brugðið um prjóninn, endurtakið frá * umferðina út. Endið með einni umf. réttri. Fellið af. Hosur: Fitjið upp 43 1. Prj. 4 umf. garða- prjón, eftir það munstur, eftir 4 cm. eru prj. * 2 1. sl., 2 1. prjónaðar sam- an, bandinu brugðið um prjóninn, endurtakið umf. út frá *. Næsta um- ferð prjónuð brugðin. Setjið síðan 15 1. í hvorri hlið á öryggisnál, en lykkj- urnar, sem eftir verða, eru prjónað- ar með munstrinu í 4(4 sm. Prjónið nú lykkjurnar af annarri öryggis- nálinni, takið upp 13 1. á hliðarstykk- inu, prjónið 1. á tánni, takið upp 13 1. og síðan lykkjurnar á hinni ör- yggisn. Prjónið 4 umf. garðaprjón, 6 umf. slétt prjón og 4 umf. garðaprjón. Eftir það eru felldar af 28 1. hvorum megin, en lykkpurnar í miðjunni prjónast áfram með garðaprjóni í 7 cm. Fellið síðan af 1 1. hvorum megin í hverri umf. þangað til 5 1. eru eftir, þá er fellt af. Pressið stykkin lauslega frá röng- unni með röku stykki. Saumið sam- an, og dragið bönd í húfuna og hos- urnar. Hverjar eru orsakir ofþreytu? Framhald af hls. 22. Geta tóbaksreykingar verkað gegn þreytu? Nikótinið í tóbaksreyknum örfar hjartsláttinn og kemur því blóð- inu á meiri hreyfingu. Fyrst í stað leiðir það til þess, að heilinn fær meira blóð og þar með blóðsykur, og getur þetta sljóvgað þreytutilfinn- inguna um hrið. En reykurinn inni- heldur einnig önnur eiturefni, sem m. a. bola súrefninu burt úr rauða blóðkornunum. Mikill reykingamaður, sem sýgur reykinn ofan í lungun, fær brátt svo mikið af þessu eiturefni í blóðið, að það vegar upp á móti hin- um örfandi áhrifum nikótínsins. Meðui, kaffi og önnur örfandi efni eru dýrmæt, þegar þau eru notuð skynsamlega, þ. e. til hjálpar í neyð eða á þýðingarmiklum augnablikum. En þau veita aðeins augnabliksfró- un. Þá krefst móðir náttúra réttar síns og það verður aldrei hægt að setja neitt í stað svefns og hvíld- ar. BIFREIÐAEIGENDUR gfafið þið húðað hreyfilinn með LIQUI-IVIÖLY slitlagi fyrir sumarið? Hafið hugfast að ein dós af LIQUI-MOLY sem kostar kr. 37.00 myndar slitlag sem endist í 4800 km. akstur. Það er staðreynd að LIQUI-MOLY hefur varið þúsundir hreyfla gegn úrbræðslu, sem ekið hefur verið olíulausum allt að 60 km. vegalengd. LIQUI-MOLY sparar benzín um 20%. LIQUI-MOLY fœst á benzínafgreiöslum, smurstöövum, bílaverzlunum og víöar. LAUGAVEGI 23 — SlMI 199Jf3. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F, 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.