Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 2
Fæst önnur hliöstæö bifreiö undir 100.000 kr. meö núverandi álögum?
Þessi 4-manna bifreiö býöur upp á ýmsar nýjungar miöað viö fyrri gerð:
fjöðrun endurbætt, krómhúðun fullkomin, kúpling styrkt, útlitsbreytingar
aö utan og innan í samræmi við nýjustu kröfur um þægindi og fegurð.
Póstsendum myndir og upplýsingar. Kynnizt þessum lipra, orkumikla og
sparneytna [IVi l/100) bíl.
ATH.: Varahlutaþjónusta vor er örugg.
Tékkneska bifreiðaumboðið h.f.
Laugavegi 176, sími 1-7181
iiimimiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
immmmmm 1111 mmmmmmmmmi mmmim!
ÍTALSKA PEYSU-SKYRTAN j
fæst aðeins hjá
SÍMI 1-2-3-4-5 AUSTURSTRÆTI 14
immmmimmmmmimmmmmmmmimmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimmm
þegar þaö er að rukka afnotagjöld. Fyrst dynur
þetta í eyru manns mörgum sinnum á dag í
langan tíma, síðan taka við hótanir fyrst um 10%
dráttarvexti og svo lögtak, borgi menn ekki á
stundinni. Mér finnst þetta misnotkun, dónaskap-
ur gagnvart hlustendum og alls ekki veita af að
eyða meiri tíma í umbætur á dagskránni sjálfri,
þótt hún hafi eitthvað ofurlítið lagast í seinni
tíð.,
Hlustandi
SVAR: Við erum alveg sammála.
o----o
Kœra Lis.
Viö þöklcum kærlega fyrir bréfið frá þér og
þar var leiðinlegt að fá ekki að birta það. Við
þökkum sömuleiðis fyrir teikningamar, sem
fylgdu því og tökum okkur Bessaleyfi til að
birta eina þeirra. Þú biður um gagnrýni i
fullri hreinskilni. Við getum glatt þig með því,
að við erum alveg undrandi yfir því
að þú skulir ekki vera nema 11/ ára, miðað við
þá leikni, sem þú hefur náð. Teikningin er yfir-
leitt góð, sérstaklega er athyglisverð sú leikni,
sem þú hefur náð í pensilteikningu. Það er litl-
um vafa bundið, að þú œttir að geta náð langt
á þessu sviði og við mælurn eindregið með því,
að þú setjir þér ákveðið takmark sem teiknari,
og vinnir að því að ná því. Því miður (fyrir
okkur) er heldur erfitt að fá teiknað hér og það
sýnast vera allmiklir atvinnumöguleikar fyrir
ungan og efnilegan teíknara.
Þú spyrð um slcóla og við viljum benda þér
á Handíða- og myndlistarskólann. Þar gætir þú
hafið nám strax i haust, hvort sem þú vilt i dag-
deildum eða á kvöldnámskeiðum. Viðvlkjandi því
getur þú snúið þér til Gunnars R. Hansens i
síma 181/57. Hér á landi er enginn skóli l leik-
list fyrir unglinga á þlnum aldri. Við getum
ekki endursent þér teikningarnar fyrr en við fá-
um heimilisfang þitt.
)----(
Kæra Vika!
Ég hef nú um hríð verið mikið með giftum
manni, sem er 15 árum eldri en ég. Við höldum
bæði að konan hans viti ekki um þetta samband
okkar, en ég er nú hrædd um að það sé erfitt að
halda því leyndu mikið lengur.
Nú vill vinur minn ekki tala um þetta við kon-
una sína og biðja um skilnað. Hann segir að hún
sé ekki heilsuhraust og vill ekki leggja það á
hana. Ætti ég ekki að taka til minna ráða og
tala sjálf við konuna án þess að láta hann vita?
Mér finnst ástandið orðið óþolandi. Með fyrir-
fram þökk og kærri kveðju.
BlBl.