Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 4
Viötal við
Myndin
er lúxus
fyrír
listamanninn
segir
listamanninn eftir Björn Th.
Björnsson.
■
Vestur á Nesi, milli Bráðræðis og Eiðis, stend-
ur grænmálað timburhús og sker sig ekki úr öðr-
um húsum, nema hvað sýnt er af gluggatjöldum,
að þar býr karlmaður. Inngangströppurnar vita
norður til sjávar, sem er hvítskafinn í norðan-
gai’ðinum, og seltustemmuna leggur fyrir. Þetta
er hús Gunnlaugs Schevings.
Ég er seztur inn í stofu hans — og enginn
truflar okkur, því ekkert hefur hann útvarpið. Á
veggjunum umhverfis mig hanga myndir eftir
Utrillo, Seurat, Vermeer, Constable og Breugel,
svo listamaðurinn er ekki aðeins í umhverfi eig-
in mynda. Ég skoða þær, meðan hann rennir
uppá könnuna.
— Hefurðu nokkurn tíma haft uppi myndir
eftir sjálfan þig, — til stofuprýði?
— Já, ég hef nú haft það stundum. Svo náði ég
í þessar eftirprentanir, og það er þannig með
myndir, þegar þær eru góðar, að maður getur
alltaf skoðað þær, maður verður aldrei leiður á
þeim.
— Þú teiknaðir lengi í afsteypudeild danska
listasafnsins. Heldurðu að teikning eftir þessum
stóru gifsafsteypum klassiskrar listar hafi ekki
vakið hjá þér tilfinningu fyrir stóru og einföldú
formi, fyrir fastri myndbyggingu ?
— Jú, en ég hafði mikinn áhuga fyrir því löngu
áður. Einu sinni lenti ég á grískri goðafræði,
eftir Stolz, og ég átti náttúrlega að lesa hana.
En ég las ekki orð. Hinsvegar skoðaði ég mynd-
irnar, og það er eitthvað það skemmtilegasta,
sem ég hef upplifað. Þetta voru koparstungur,
bara línur. Ég lá yfir þessu og reyndi að teikna
eftir því, en það gekk illa. Eg hef alltaf haft
mikið eftirlæti á klassiskri list, þessari list með
stórum dráttum og föstu formi. Ég á ekki ein-
ungis við þennan gamla klassiska skúlptúr, held-
ur einnig eins og það heldur áfram í málaralist-
inni, svo sem í spænsku barokkinni, hjá Zurbar-
an og Ribera. Það eru minir eftirlætislistmálarar.
Ég held ákaflega mikið upp á spænska list og
hef alltaf gert.
Hvenær fórstu að beina áhuga þínum að sjáv-
arþorpunum og sjómanninum?
— Ég held að það hafi verið frá fyrstu byrjun.
Mig langaði strax til að mála eitthvað af því,
sem var að gerast í kring um mig. Eg hafði ekki
gaman af því að mála landslög og ekki fjöll,
heldur það sem var að gerast á bryggjunum og í
bátunum. Ég man eftir því, að mér þóttu litirnir
svo fallegir, þessir gráu litir í bryggjunum þeg-
ar rigning var, en ég hafði ekki eins gaman af
grænu litunum í grasinu og ekki sólskininu. Nei,
ég hef ekki gaman af að mála myndir eftir
náttúrunni og ekki heldur eingöngu upp úr mér;
ég safna þessu saman sitt úr hverri áttinni og bý
til úr því mynd.
i Á
Gunnlaugur hefur vinnustofu vestur á Nesvegi,
þar er hann löngum í þungum þönkum yfir
stórum myndum.
— Þessar nýju myndir eru feiknarlega stórar.
Nú myndi margur segja, að það væri ópraktískt
að mála svona miklar stærðir, það fengi hvergi
stað í heimahúsum. Þú hugsar ekki um það?
— Nei, ég mála eins og mig langar til. Ég álít
að myndlist sé lúxus fyrir listamanninn, sem
hann á aldrei að neita sér um, hvað sem sá lúxus
kann að kosta; þó hann gangi allslaus og hafi
ekki að éta, þá er það hið eina sem hann á aldrei
að neita sér um. Ef ég mála stóra mynd, þá er
það bara vegna þess að mig langar til að mála
stóra mynd.
;— Nokkrar af þessum myndum, sem þú sýnir
nú, eru í mínum augum í ætt við gamla þjóðvísu,
jafnvel þessi alþýðlegu helgikvæði, þar sem
bóndakonan verður ímynd Mariu meyjar, þar
sem hún situr kú sína i haga. Það er eins og ís-
lenzk miðaldakvæði hafi haft áhrif á þig.
— Þú segir nokkuð. Ég veit nú ekki um þessi
miðaldakvæði, — ég hef ekki mikið gaman af
skáldskap, en þó dálítið. Samt er eitt, sem hefur
haft mikil áhrif á mig, og það eru rímur og
rímnalög. 1 þeim er eitthvað fast, eitthvað form-
fast og áþreifanlegt. Mér finnst ákaflega lítið