Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 26
Hver hlýtur flugferð
til Kaupmannahafnar og heim aftur?
VIKAN efndi til smásagnakeppni fyrir hálfum mán-
uði og var þá ýtarlega greint frá henni. Frestur til að
skila sögum er til 15. sept. Sögurnar verða að vera
frumsamdar og mega ekki hafa birzt áður.
Æskilegt er að handrit séu vélrituð, en ekki er það
skilyrði.
Dómarar í keppinni verða Andrés Björnsson mag-
ister, Sigurður A. Magnússon blaðamaður og Gísli
Sigurðsson ritstjóri.
1. verðlaun: Flugfar til K.hafnar og heim aftur.
2. verðlaun: 2000 krónur.
3. verðlaun: 1000 krónur.
Freistið gæfunnar og sendið VIKUNNI sögur
Ferð til Hafnar og frœgðin að auki
Olivetti Multi-
summa 22 sam-
lagningar og marg
földunarvélin er
nýjasta vélin frá
Olivetti. Hún er
afar hraðgeng
(220 snúningar)
og margfaldar á
afar einfaldan
hátt.
Vér erum sannfæðrið um ,að þér gerið beztu kaupin,
er þér kaupið Multisumma 22 því sú vél hefur svo marga
kosti fram yfir aðrar vélar hér á markaðnum. En sjón
er sögu ríkari. Komið og sjáði sýnishorn hjá okkur af
Multisumma 22 og öðrum skrifstofuvélum frá Olivetti
Einkaumboðsmenn
G Helgason & Melsted h.f.
Hafnarstœti 19 Sími ll§kh
Polish Foreign Trade Comp-
any for Electrical Equipment
Ltd. Warszawa, Czackiego
15/17, Poland. Símnefni:
ELEKTRIM WARSZAWiA.
Jafnstraums rafsuðuvélar og
rafsuðuspenna.
Gjörið svo vel að leita nánari upplýsinga
hjá: Pólska Sendiráðinu, Hofsvallagötu
55, Reykjavík, fsland.
V í S U R
eftir Hjálmai- Þorsteinsson á Hofj,
f. 5. sept. 1889.
Hjálmar kveður svo um æviraun
sína:
Þó ég ekki hafi hitt
haldið rétta á taumnum,
ef þú velur vaðið mitt
varaðu þig á straumnum.
Eitt sinn skrifaði Hjálmar þessa
vísu á skattaskýrsluna sina:
Minn er allur auður hér,
engu svo ég halli:
ofurlítið kvæðakver
og krakkar átta á palli.
Skáldið litur yfir farinn veg:
Eftir víða farin fjöll
fækka þýðu vorin;
seinast hríðar yfir öll
ævitíðarsporin.
Hjálmari er stakan ofarlega í huga:
Út við sundin ægis blá
enn skal bundin staka,
fram að blundi ef ég á
eina stund að vaka.
Um andstæðu æsku og elli er þessi
vísa kveðin:
Ellin stýrir innri mið,
ytri flýr hún strauma.
Æskan býr og unir við
ævintýradrauma.
26
VIKAN