Vikan


Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 3
m VIKAN tJtgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Blaðamenn: Bragi Kristjónsson, Jónas Jónasson Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússon Auglýsingasími 16648 Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Verð í lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Tjarnargata 4. Sími 16004, pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing,. Miklubraut 15, sími 15017. Prentun: Steindórsprent h.f. Kápuprentun: Prentsmiðjan Edda h.f. Myndamót: Myndamót h.f. Kœra BlBl. ... Já auðvAtað er ástandið óþolandi, en það er vegna þess að vinur yðar vill hafa yður, hina ungu konu, án þess þó, að missa sína tryggu eiginkonu, sem á, þó að hún sé fullorðin, þau ítök í honum, að honum hefur áreiðanlega aldrei dottið í hug, að skilja við hana. Það er hreinn barnaskapur af yður að vera að gera yður nokkr- ar vonir í þá átt. Ég ráðlegg yður að láta nú skynsemina ráða og koma yður út úr þessu sam- bandi sem fyrst. )----( Hjónaband og kirkjur. Góðan daginn Vika min. Nú er ég að hugsa að koma að máli við þig þar eð ég er hætt að vera þér reið. En sú var tíðin - nefnilega, þegar ég lá í inflúensunni, að ég reidd- ist þér og sölubörnunum mjög heiftarlega, vegna þess að ég þurfti svo margar ferðir niður i and- dyri til þess að svara sölubörnum, sem komu margar ferðir daglega, í 3—4 daga. Jæja, en spurning mín hljóðar þannig: Eru nokkur lög, sem hindra að ég, sem tilheyri ís- lenzku þjóðkirkjunni, geti gifzt kaþólskum manni? Með fyrirfram þökk. Hawairós. Svar: Engin lög hindra slíka giftingu. Þó ber þess að gæta, enda þótt hinn islenzki löggjafi amist ekkert við slíkum hjónaböndum, þá hefur kaþólska lcirkjan sitthvað við þetta að athuga, T. d. þú mátt ekki hafa verið gift áður, kirkj- an viðurkennir ekki borgarlegt hjónáband, hún krefst þess að börnin séu alin upp í kaþólskum anda, en utan þessara hluta spornar hún ekki á móti síikum hjónaböndum sem þessum. Þetta er fyrst og fremst vandamál, sem þú og hinn kaþólski tilvonandi eiginmaður, verðið að leysa sjálf. P.S. privat. Þú mátt ekki vera svo forvitin að lilaupa upp úr rúminu, þegar þú liggur í inflúensu, tli þess að svara dyrabjöllunni. )----( Hvalkjöt og ostar. Kæra Vika. Mikið finnst mér vont, að ekki skuli alltaf vera hægt að fá hvalkjöt. Það er hreinasta til- viljun, ef maður nær í það, eins og okkur finnst það gott, öllum hérna á heimilinu. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvernig geti staðið á þessu. Getur þú ekki leyst þá gátu fyrir mig, Vika mín? Nú, svo er það með ostana. Ég komst yfir nokkra danska osta um daginn, og þeir voru miklu betri en þeir íslenzku. Það voru margar tegundir, allar í einumkringlóttumpakka. Finnst þér ekki furðulegt, að Islendingar skuli ekki geta framleitt jafngóða osta og Danir? Fyrirfram þökk fyrir svar, Húsmóðir. Svar: Hvalkjötið er flutt út, og það mun vera ástæðan til þess, að það fœst ekki sem skyldi á íslenzkum markaði. Hvað ostunum viðvíkur, þá eru íslenzku ostarnir ágœtir og full boðlegir, hverjum sem er. Að bera þá saman við danska osta er hreinasta fyrra, þar sem Danir hafa ára reynslu að baki í flestu, sem lýtur landbúnaði. Ekki fá ég heldur séð, annað en ostafarm- leiðsla sé í mikilli framför hjá okkur.. Forsíðan: Við skulum vona að síldarstúlkan hans Kristjáns Jóhannssonar listmálara fái nóg að starfa í sumar. COUNT BAISE Ef andlitið á þess- um ,,fír“ kemur ó- kunnuglega fyrir sjónir, þá má geta þess, að hér er Count Basie kom- inn og við nafnið kannast allir. Basie fæddist 1906 og var skírður William. Viðurnefnið Count (greifinn) fékk hann seinna. 3Ióðir hans kenndi hon- um að spila á píanó, en þekktur hljómlistarmaður varð hann eftir 1930 og fimm árum síð- Biblían og sannleikurinn. Prestur nokkur var að rœða um Biblíuna við bónda í sókninni og sagði að hún vœri fornaldarsaga Gyðinga. Það vœri eins með hans og önnur forn- aldarrit, að í henni fynd- ust missagnir og torskild- ir kaflar. „Já, já,“ segir bóndinn, „ég skil þetta mœtavel hjá yður, prestur góður, Biblían er fyrir Gyðingana sama og Forn- aldarsögur Norðurlanda fyrir okkur Norðurlanda- búa, rœkalli skemmtileg aflestrar, en ekki eins traustur sannleikur og maður liefði bezt kosið.“ ar stofnaði hann eigin hljómsveit. Grindhoraður uppkreistingur. Skömmu fyrir síðustu aldamót flutt- ist kerling hingað til bæjarins ofan úr sveit. Hún hafði lengst af ævinnar dvalizt á miklu rausnar- og fyrirmynd- arheimili, þar sem mönnum og málleys- ingum var veitt kjarngóð fæða og all- ir reru í spikinu. Heldur þótti kerling- unni kosturinn rýr í höfuðstaðnum og menn og skepnur bera þess merki, enda þótti henni iítið til flestra hluta koma þar. Einu slnni sem oftar hafði kerlingin brugðið sér í rökkrinu til vinkonu sinnar, sem bjó skammt fyrir utan bæinn, en svo stóð á tungli, að það var á fyrsta kvarteli. Þegar kerl- ingin kom aftur heim til sín, segir hún við húsmóður sína: „Flest er hér nú frábrugðið því, sem er í sveitinni, ég sá það bezt á tunglinu, — hérna er það grindhoraður uppkreistingur, en lieima var það búlduleitt og reri i spikinu.“ Norðmenn fóru í sína Vatnsmýri snemma í júní og völdu sér fegurðardrottningu fyrir árið 1959. Feg- urst þótti þeim ungfrú Jorunn Kristiansen, 18 ára aðstoðarstúlka hjá tannlækni í Moss. Jorunn fer á Löngufjöru eins og lög gera ráð fyrir og tvær aðrar utanlandsreisur á hún fyrir höndum. ( Bærinn Karlstad í Mið-Svíþjóð er líklega ámðta á stærð við Rcykja- vik. Svíar segja, að þar séu stúlk- ur jafn fegurstar i landinu og liér höfum við eina frá Karlstad: Anna- lena J.und .heitir hún og er fræg sýningarstúlka. Hún var í úrslitum í sænsku fegurðarsamkeppninni í ár og er ráðin í sumar á hinn heims- fræga skemmtistað J.odo í Paris. I vor dó í Phoenix í Bandaríkjun- um arkitektinn Frank Loyd Wright Hann var mikill frömuður í nútíms húsagerðarlist og eitt af hans upp áhalds-sjónarmiðum var, að hús ætti ekki að iíta út eins og kassar. Héi er eitt eftir Wright og enginn getui sagt, að það líkist kassa. ...Bandaríkjamaðurinn Don- ald Champbell hefur nú einu sinni enn knúið bát sinn hraðar en dæmi eru til að aðrir menn hafi gert. Metið setti hann á Coniston vatninu og sést það á mynd- inni að ofan, en á neðri myndinni er hann með konunni sinni, Toniu Bern, sem er söngkona af belg- iskum uppruna. UIIIU nmiurigiua kom nýlega lil Ame- ríku til að leika í fyrstn myndinni sinni þar, ,,Never so few“. l»ar á hún að leika á móti Frank Sinatra. Gina kom ekki ein, — liún hafði með sér son sinn sem næstum er tveggja ára og heitir Milko Skofic eins og faðirinn. Hina sönnu liamingju finna menn líklega fyrst, þegar þeir eftir tutt- ugu ár sjá aft- ur konuna, sem þeir héldu einu sinni að væri þeirra útvalda og Iykiliinn að jarðneskri sælu — en fengu ekki. Frederic Seduc. Nú er mikUsvert að alit sé í stU, sem viðeigandi er að sé í stíl. En nokkuð er þó óneitanlega langt gengið þegar kaffiboU- arnir og skórnir frúar- innar eru hafðir með sömu skreytingum eins og myndin til vinstri sýnir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.