Vikan


Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 20
út úr bifreiðinni, sem Geir var í, en almenn kurteisi krafðist þess. Ég fór þvi út, en inn fór þrent í staðinn. Ég- fór nú með Birni að næstu bifreið. Þar var lagleg stúlka, dóttir Ellings, en þar var allt fullt. 1 næstu bifreið var líka allt fullt, þar sá ég að var dóttir Ellings, lagleg stúlka. I þriðju bifreiðinni voru margar lag- legar stúlkur, tvær þeirra voru dæt- ur Ellings. En sú bifreið var einnig alveg full. Þar var maður sem ég þekkti, sem var svo vænn að fara að kjafta við mig, svo ég hafði ástæðu til þess að stanza þarna. Ég sá Björn bakara fara bifreið frá bifreið, allt var fullt. Ég var far- inn að halda að ég myndi nú verða cftir, þó ég væri einn hinna fyrstu á vettvang, ef þá Skíðafélagið ekki út- vegaði flugvél handa mér, eða að minnsta kosti aukabifreið. En þá heyri ég Björn, sem stóð við fremstu bifreiðina hrópa sem ákafast á mig, og veifa og pata. Ég flýtti mér til hans, því það var auðséð að annað- hvort var Björn búinn að finna þarna sæti handa mér, eða hann var búinn að útvega einhverjum sæti ofan á mér, og leizt mér ekki nema i meðal- lagi vel á hið síðara. En svo heyrði ég að hann kallaði: „Autt sæti." Þegar ég kom að bifreiðinni sagði hann: „Aftari sætin, Örn minn. Autt þar.“ Á að gizka 12 ára drengur kom út úr bifreiðinni til þess að hleypa mér aftur fyrir sig, en ég flýtti mér inn litist vel á kvenmann. En þarna sat ég nú steinþegjandi við hlið Sjafnar. Hvað fólkinu í bifreiðinni viðvék (að Sjöfn meðtaldri), þá virtist það ekki hafa veitt þvi neina eftirtekt hver það var, sem bæzt hafði í hóp- inn, eða ekki skeyta þvi, enda var ég engu þeirra málkunnugur. Bifreiðin brunaði áfram. Mér fannst við í hendings kasti vera komin inn að Elliðaánum. Ætlaði mér ekki að verða þessi velvild hamingjudísinnar að neinu gagni? Mér gat ekki dott- ið nokkur skapaður hlutur í hug til þess að hefja með umræður, og mun nokkru hafa um ráðið, að mér var ríkt í huga, að tal mitt í tvö skipti inni á Borg virtist engin áhrif hafa haft á Sjöfn, þó öllum öðrum væri skemmt, er á heyrðu. Vantaði þessa fögru veru alveg kímnigáfuna? Fólkið í bifreiðinni talaði svo lítið, að ég gat hvergi gripið fram í, án þess að verða um of framhleypinn. Þegar ég var loks að verða sannfærð- ur um, að mér myndi ekkert færi gefast á að tala við Sjöfn, spurði hún þann er hinum megin sat við hr.na, hvað klukkan væri orðin. Hann vissi það ekki, en spurði þann, sem sat fyrir framan hann, er heldur ekki gat leyst úr því. „Má ég segja yður það, ungfrú?" spurði ég, án þess þó að grípa eftir úrinu. „Já, þakka yður fyrir," sagði hún. „Hún er tuttugu mínútur yfir átta í Reykjavík, en tuttugu mínútur yfir tíu i Davos?" Forsaga: örn Ösland, nngur Reykvíkingnr, atvinnnlaus og félaus, svarar auglýsingu 1 bliiS- unum, þar sem óskað er eftir liugrökkum og þagmælskum manni sem þarfnist pen- inga. Kunningi Arnar býður bonum i kvöldverð á Hótel Borg, og þar sér örn unga og fagra stúlku sem heitlr Sjöfn, kölluð frá Illiðarhúsum. Hún er komin frá fólki sem átti Beykjavik, Arnarhvol og Hlíðarhúsin, en missti allt nema Hlíðarliúsin á valda- dögum Jörundar konungs. Sjöfn er vel efnuð. örn fær bréf frá þcim scm auglýsti, og er hann beðlnn að vcra á Hðtel Borg á ákvcðnum tima, svo bréfritari geti séð hann . . . Og öm gengur I þjónustu bins dular- fulla bréfritara, Jóns á Klapparstígnum. Fyrstu verkefni hans em að Ieigja skrif- stofuliúsnæði í Mjólkurfélagshúsinu, mæla framhliðina á Mjólkurfélagshúsinu meðfram Hafnarstræti, panta sima og skrifstofuhúsgögn, leggja siðan Iykla að liúsnæðinu undir ákvcðinn stein hjá litlu tjörninni. Auk þcss að annast margvislegar útréttingar fyrir Jón á Klapparstígnum, hefur örn tíma til þess að hugsa um Sjöfn frá Hlíðarhúsum. Hann kynnist Ivari, bróður Sjafnar fögru. Næsta sunnudag er hann árla á Kækjartorgi, ætlar með skíðafólki upp á hciði í erlndum Jóns á Klapparstfgnum . . . í bifreiðina, og hlammaði mér niður a aftari sætin, og við hliðina á, að mér heilum og lifandi, Sjöfn hinni fcgru frá Hlíðarhúsum. Og svo þutu bifreiðarnar af stað upp í sveit. Þegar ég var lítill, sá ég myndir af hamingjudísinni, sem birtist góðu bömunum þegar þau villast úti i skógi (það var alltaf úti í skógi, þótt lítið sé um skóga hér), eða færði þeim sætabrauð, þegar hin vonda stjúpa þeirra skrökvaði á þau, svo þau voru lokuð inni og gefið bara þurrt rúgbrauð. Og alltaf birtist hún sem yndislegur Ijósálfur á stærð við þriggja pela flösku, á síðum kjól, með glervængjum, og með Baldurbrá í hendinni. Þegar ég stækkaði, hætti ég að trúa þessum æfintýrum. En hver veit, nema að þau hafi verið sann- leikur? Eða því ætti hamingjudísin ekki að geta tekið á sig þessa mynd, úr því hún þarna gat tekið á sig mynd Björns bakara í skíðafötum, til þess að fá tækifæri til þess að geta rifið mig út úr þeirri einu bif- reið, sem ég hélt ég vildi vera í, og seíja mig þangað, sem ég nú var kominn, og sat forviða og klumsa af feimni eða eftirvæntingu, og ég held næstum með dálítinn hjartslátt. Það hefur sjaldan komið fyrir, að að ég hafi orðið mállaus, þó mér hafi |Ég hafði sagt í Davos, af því að ég hafði heyrt að hún hefði dvalið þar einn vetur. En ég var fljótur að ljúga og svaraði: „Mér datt það víst í hug, af því að við erum að fara í skíðaför." „Hengillin nokkar er ágætur," bætti ég við, einkum þegar fram líða stundir, og hverahituð hótel verða þar. En fyrst um sinn verður Davos betra." „Ó, það er yndislegt í Davos," sagði Sjöfn. „Hafið þér kannske verið þar," spurði ég og reyndi að láta eins og það kæmi flatt upp á mig. Og þegar hún játti því, fór ég að spyrja, hvort henni þætti ekki yndislegt þarna og þarna, sem ég tiltók, í nági’enni Da- vos. Loks sagði hún: „Nú, þér hafið verið í Davos; hve- nær var það?" Ég rak upp hlátur og sagði henni, hvernig stæði á bví, að ég væri kunn- ugur í Davos. Ég hefði nýlega lesið reyfara, sem gerðist þar, og hefði verið í honum all nákvæm lýsing á staðháttum. En auk þess hafði ég um sama leyti séð þaðan kvikmynd. Allt í einu vorum við farin að tala um kvikmyndir, og frá þeim, skömmu seinna, farin að tala um Wells, Shaw og Jack London, og rétt á eftir vor- um við komin frá rithöfundum þess- um og farin að tala um Sturlungu. Sjöfn sagði ég væri fyrsti maðurinn sem hún hefði hitt, sem hefði tekið eftir þvi, að það kæmu fyrir konur i Sturlungu. Mér hafði fundist bifreiðin renna ört meðan ég hélt að ég myndi ekki fá tækifæri til að tala við Sjöfn, en nú fannst mér hún í einni svipan vera komin upp fyrir Sandskeið. En þar stöðvaði bílstjórin vagninn, fór út úr honum, og sagði að ófært myndi að komast lengra. Þetta kom töluvert flatt upp á okkur; en það hafði bæði snjóað og fokið í skafla um nóttina. Bifreið- arnar staðnæmdust nú hver eftir aðra, og fólkið kom út úr þeim og safnaðist kring um bifreið okkar, sem var fremst. Ýmsir létu í ljósi megna óánægju sína, sumir yfir ör- lögunum almennt, en aðrir yfir veð- urfari landsins og stjórn Skíðafélags- ins. Hvað mér sjálfum viðvék, þá sýndust mér skaflarnir þarna þrír, hver upp af öðrum ekki árennilegir, en ég sá þó, að hægt myndi að kom- ast upp yfir þá með sameiginlegum átökum. En þarna virðist enginn ætla at taka forustuna, en einhver þurfti að gera það. Ég hef tekið eftir, að það eru aðeins sára fáir menn, sem geta fengið sig til þess ótilkvaddir, að fara að stjórna öðrum, en ég er einn af þessum fáu. (Ég segi frá þessu á sama hátt, og ég myndi segja frá því ef að ég væri örvhentur). Ég fór því að skipa fyrir þarna (ef til vill átti nærvera Sjafnar einhvern þátt í því), og eftir hálftíma vorum við búin — því kvenfólkið hjálpaði til líka — að koma öllum bifreiðun- um upp fyrir skaflana. Þegar aftur var farið upp í bifreið- arnar, voru allir komnir í fyrirtaks skap, og hávaðinn og hlátrasköllin glumdu eftir allri bifreiðaröðinni. Hvað mér sjálfum viðvék, þá var ég ekki búinn að gleyma Jóni á Klapparstígnum, en ég var stað- ráðinn í að svíkja hann þennan dag, og halda mér að Sjöfn, en ekki að bæjarverkfræðingnúm. En þaö fór nú samt þannig, að ég sveik ekki Klapparstíginn, því þegar við vorum að drekka kaffi á Kolviðarhól, lenti ég með bæjarverkfræðingnum. Fór ég þá að tala um hvað miklum að- finslum það sætti, að alltaf væri ver- ið að rífa upp göturnar til þess að leggja þar leiðslur, sem hefði mátt sjá fyrir, að hefði þurft að leggja, áður en gatan var malbikuð. En hann kvað þetta mestu vitleysu. 1 viðræð- unum, sem út af þessu spunnust fékk ég að vita, að vatnsæðar, gasæðar og holræsi eru sett í sama skurðinn, og 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.