Vikan


Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 9
sé, en hafði einhver misfögur oi-ð um klaufaskap sinn, þegar hann hafði fast undir fótum! Mörgum finnst Guðmundur í Vlði þurr á manninn og frekast fráhrind- andi. Mikið rétt er það, að hann er fáskiptinn um annarra hagi og held- ur sér að sínu og sínu fast að sér. Maðurinn má líka halda vel í, þegar liann rekur trésmiðju og mikla hús- gagnaverzlun og hefur um áttatíu manns í starfi. Auk þess sér hann öllum fyrir verkefnum sjálfur, hversu mikið skúli vinna af hverri tegund eða hvaða gerð hitt og þetta skuli vera. Hann velur meira að segja öll áklœði sjálfur eftir áferðinni, en lœt- ur segja sér til um litina. Þá fer hann um vélasali, timbur- og málningarverkstœði og bólstrun og í verzluninni og má þar að auki sitja á skrifstofu og sinna þar eðli- legum stjórnarstörfum. Við breyttar aðstæður. Að sögn Guðmundar liafa tímarn- ir skapað fyrirtœki hans. Fráleitt er það ekki, og þess verður að gœta að hann hefur ekki síður fylgzt með tím- anum en flestir starfsbræður hans. Hann sá í hendi sinni eftir striðið, að tímarnir voru breyttir og nýir siðir með nýjum herrum, en líka aðrar lcröfur og lagfœrður smekkur. Líka má geta þess, að hann fór á kaupstefnu í Leipzig í hitteðfyrra og hafði mikið gagn og gaman af. Því hóf hann að byggja mest á ódýrri fjöldaframleiðslu, þegar bygg- ingu stórhýsis hans var lokið. Hann framleiðir þannig nokkur hundruð borðstofusett, 500—1000 stóla, nokk- ur liundruð kommóður i einu. Við það vinnst tvennt: framleiðslan eykst og svo er til gamalt sígilt lögmál, sem segir, að þá lœkki verð um leið. Með þeim vélakosti og mannafla, nem Guðmundur rœður yfir, er ]^etta nœsta auðvelt og liefur gefizt vel í Jramkvœmd. Þá hefur það líka orðið •gœfa Guðmundar, hversu góða starfs- menn hann hefur við framleiðsluna, enda eru enn hjá honum smiðir, sem byrjuðu hjá honum á Víðimelnum. Pólitík, leikhús og skautar. EN SVO er hinn aðskiljanlegi Guðmundur Guðmundsson utan starfs og anna. Maðurinn, sem iðkar fjall- gömgur og dans og bregður sér upp á Bauðavatn, til að hlaupa þar á skautum. Veitull gestgjafi, sem hefur yndi af glöðum kunningjahópi og nánum mannfagnaði. Hann er stœkur þras- karl í pólitíkinni og sœkir og ver málstað sinn fimlega á þeim vett- vangi. Hann fer oft í leikhús, hlýðir mikið á útvarp, kann feikn af þjóð- legum fróðleik og Islendingasögurn- ar utanbókar! Þá er hann ótrúlega vel að sér í stundíegum fyrirbærum samtímans. Áður var getið pólitískr- ar eljusemi hans og líklega liefur hann raunbetri þekkingu á nytjum í kúm á Suðurlandsundirlendinu en margur lágtlaunaður mjólkur„fræð- iv gurinn“. Hið dularfulla tímaskyn. SVO ER LlKA vert að geta hér Ásahreppsferða hans að nokkru. Þar eiga sumarbústað þrír gagnmerkir piparsveinar, á og ofan við miðjan aldur. Eru þeir hinir kynlegustu kvistir, sérvitrir óskaplega og skemmtilega gamlir í hettunni. Þar unir Guðmundur vel við þjóðlega frœðaiðkun og ef til vill þvargar hann ofurlítið við þá um pólitíkina góð- kunnu. Herrum þessum þótti undar- legt, hvernig Guðmundur vissi alltaf, hvað klukkan var, að nóttu og degi. Því var það, sem einn þeirra kumpána faldi sig undir borði í herbergi Guð- mundar og þorði varla að draga and- ann. Hugðist hann reyna að upplýsa lvinn óttalega leyndardóm um tíma- skyn Guðmundar. Var Guðmundur þó kominn í rúmið, er hann reis upp og skimaði t kringum sig og mœlti stundarhátt: „Hver er hér innif“ Sá pipraði mátti skríða úr fylgsni slnu og játa œtlun sína. Leyndardómur- inn var þá, að Guðmundur var með áþreifanlegt úr, sem œtlað er blind- um mönnum. Saga Guðmundar í Víði er ekki hálf sögð. Atorka móður hans og ódrepandi kjarkur hennar og lífs- gleði gera líf hans dœmigerða hetju- sögu. Hann hefur áreiðanlega rekið sig oftar á i lifinu en í lyftuopinu forðum, en hann sprettur jafnharð- an á fætur og hleypur upp stigann og er kominn vel á undaii sjálfri lyft- unni. Flutningatæki framtíðairinniar. Nú hefur að noklsru leyti tekizt að framkvæma hugmyndina um fljúg- andi disk. Menn hafa lengi talið að þannig yrðu farar- og flutningatæki í framtíðinni og nú hefur brezkum vísindamönnum tekizt að búa til eins- konar disk, sem er knúinn með loftblæstri. A myiulinni sést loftskrúfan í stútnum. Hún er með 485 lia. lireyfli, og tekur loft niður um stútinn og blæs því af mikiu afli niður undan disknum og heldur honum þannig á lofti. Hann getur aðcins svifið mjög lágt yfir landi og legi, en vísinda- . menn telja, að bygga megi risa-diska, sem hentugir verði til þungafiutninga. Q>r. m atthías ffónasson Tvegfa kynslóða móðir ,, Ammamamma. “ Góð amma gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi barnabarn- anna. Hún hefir tóm til að hlusta á barnið, svala fróðleikslöngun þess, greiða úr vanda þess, stytta því stundir með sögum og kvæð- um. Amma kann að hlusta með þolinmæði, og hugur hennar er fullur af töfrandi lífsreynslu, sem hún miðlar barninu í einföldu forrni, sem því er skiljanlegt. Þeg- ar hið daglega annríki vex móð- urinni yfir höfuð, svo að hún gleymir því að barnið þarfnast annars en matar og hreinlætis, þá er indælt að geta hjúfrað sig að fangi ömmu. Hún gefur sér tíma til að sýna bárninu ástúð og mildi. Samt er hið eiginlega móður- hlutverk ömmunni ofvaxið. Eng- in kona um fimmtugs aldur get- ur gengið barnabarni sínu fylli- lega í móðurstað. Vegna vaxandi fjölda lausaleiksbarna hér á landi er fjölmörgum ömmum þó ætlað þetta hlutverk. Einstæðingsmóö- ir getu.' naum- bi* lega unnið fyrir barni sínu — sízt ef hún er enn á og gelgjuskeiði þeg- ar hún eignast OaiTIIO það — nema hún njóti stuðnings Isítt frá heimili for- " eldra sinna. Henni er því nauðugur einn kostur að fela ömmunni uppeldi barnsins. Þannig neyðist mörg silfurhærð amnia til að taka við hlutverki ungrar móður. Hún verður móðir tveggja kynslóða. ££í !i 'V' I; &i í.ai i.ifT Tengdasonur óskast. Ung einstæðingsmóðir getur ekki látið sér nægja brauðstritið fyrir sér og barni sínu. Hún þráir eftir sem áður að njóta æsku sinn- a’1 í glaðværum hópi jafnaldra, skemmtanalífið seiðir hana til sín á sama hátt og fyrr og hún þráir að finna sér maka. Til alls þessa þarf hún frelsis frá vöggu barnsins, hún þarf að vita það óhult og í öruggri umsjá, og hún þarf e. t. v. að leyna því um hrið til að losna við skuggann, sem henni finnst það kasta á hana. En hjá góðri ömmu á barnið alltaf skjól. Hún reynir að létta byrðinni af dóttur sinni, því frem- ur sem hún skilur og viðurkennir þrá hennar. Afstaða hennar mark- ast í senn af djúpsærri heims- vizku og ofurlítilli hégómagirnd. Hún vill bægja frá dóttur sinni vonbrigðum og beizkju sém myndu lama tilfinningalíf hennar og gera hana m. a. miður hæfa til að ann- ast uppeldi barnsins. Svo getur kynslóð ömmunnar um miðja 20. öld ekki losnað við þá hégóma- girnd að vilja eiga vísan föður handa dótturbörnum sínum. Sú kynslóð, sem fæddist á 1. og 2. tug aldarinnar, finnur af því svo- lítinn beizkjukeim að tala um barnabörn sin án þess' að geta nafngreint feður þeirra sem tengdasyni. Mörg amma tekur. lausaleiks- barnið upp á þreytta arma sína þeirri von, að endurnýjað frjáls- ræði dótturinnar leiði til þess, að hún finni mannsefnið og festi ráð sitt. En þrátt fyrir vaxandi frjáls- lyndi aldarinnar í ástamálum, gengur lausaleiksmóðurinni oft dálítið illa að komast í brúðar- kjólinn. Oftakslúnar hendur. Það er landnemakynslóð, sem nú ber silfurlitáð hár og hampar barnabörnum sínum. Eftir langar eymdaraldir var landið numið að- eins að nafni til. Það voru afi og amma sem i alvöru tóku til að rækta landið, reisa hús, virkja fossa, smíða skip, vinna sjávar- aflann — i einu orði: að skapa verkmenningu í landinu. Margra kynslóða verk var unnið á einum mannsaldri, og stritið hvilir þungt á „oftakslúnum höndum“. En nú bætist þessari sömu kyn- slóð nýtt og vaxandi hlutverk: að sjá fyrir óskilgetnum barnabörn- um, sem faðirinn hefir svikið. Hvildin, sem þau væntu sér í elli, snýst hjá mörgum upp í strit fyr- ir lífsviðurværi barnabarnanna og áhyggjur út af uppeldi þeirra. Þær áhyggjur eru sjaldan ástæðu- lausar. Ef fimmtug kona æli barn, væri hún miklu færari til að ala það upp en barn dóttur sinnar. Amman getur aldrei komið barn- inu í móðurstað. Hún er of slitin til þess, vaxin upp í anda liðinn- ar tíðar og barninu því of fjar- læg. Hið mikilvæga menningarhlut- verk, sem ömmunni er ætlað, er ráðholl aðstoð. Það er vottur úr- kvnjunar og samfélagshnignunar, ef hún þarf meir og meir að taka aíí sér móðurhlutverkið yfir barna- börnum sínum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.