Vikan


Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 09.07.1959, Blaðsíða 7
Nýstárleg Ijóðabók eftir GunnarM. Magnúss ■?* Gunnar M. Magnúss er löngu þjóðkunnur rithöfundur. Hann hefur gefið út milli 20 og 30 bæk- ur, tvær skáldsögur, 2 smásagna- söfn, nokkur útvarpsleikrit, ævi- sögur og sagnfræðirit. Pyrir skömmu kom Gunnar á óvart með því að gefa út ljóða- bók, en færri mimu hafa vitað, að hann fengist við þessháttar iðju. Bókin er ærið nýstárleg, það er í henni ferskur tónn og nafnið Spegilskrift gefur hugmynd um útlit hennar. Hún byrjar sem sé aftast og endar fremst eins og siður er í Austurlöndum, nema hvað Ijóð Gunnars byrja efst á blaðsíðu eins og venja er hér. Við spurðum Gunnar um áform hans i ljóðlistinni og hann svaraði: — Ja, ætli ég verði ekki ljóð- skáld næstu fimm árin. Spegil- skrift er fyrsta ljóðabókin mín. Sú næsta heitir ef til vill Kopar- stunga, Stórkarlaletur eða Pljótaskrift. — — En hversvegna fórstu að yrkja Ijóð núna? Var það bara vegna tilbreytingar í skáldskapn- um, vegna einhverrar hugsjónar, eða er þetta bara grín? — Nei, það er sko ekkert grin. Það er boðskapur í þessum ljóð- um, sem ég þarf að koma til fólksins. — Að visu virðist vera glens á ytra borðinu, en það er tíjúp alvara á bak við þessi ljóð. — Ein spuming að lokum, Girnnar, — geturðu gengið að því að yrkja Ijóð, eins og að venju- legri vinnu, eða bíður þú eftir sérstakri andagift? — Stundum yrki ég mörg ljóð í einu, þrjú til fjögur, en öll sitt með hverju móti. Til dæmis vakti ég á Hvitasunnunótt og orti þá fimm eða sex ljóð.— Fyrir utan heiminn er einhver, sem grætur, því fjörutíu daga og fjörutíu nætur fellur regnið svo glært, — svo glært með geisla dauðans í hverjum dropa. Fáðu þér kaffisopa meðan ég á ennþá gamalt regn. Löngun mín er að leita þín, litla stúlkan mjóa. Dögun aldrei fékk ég fyrr að fitla við þig nakta. Gakktu með mér um gróið hraun, gleðin finnst þar sæla. Vaktu meðan um frost og fjúk freðin grundin syngur. Hjartað mitt! Er nokkur von til þess, að þvotturinn þorni í þindarlausum austanstormi og ausandi regni, meðan alltaf eru þessir sömu þrjú hundruð kílómetrar milli Keykjavíkur og Akureyrar. — Jú! Gleymdirðu hanabjálkanum, þar sem við kysstumst og kysstumst og kysstumst í fyrra! í*ú, sem vindurinn hæðir, þú, sem ert hin veikasta veraldarurt, sem vindurinn hæðir og hæðir. Þú, sem ert hin veikasta veikasta veraldarurt, sem vindurinn hæðir — og hæðir — og hæðir. Biddu drottinn guð þinn um hríðskotabyssu og skjóttu vindinn. Það er beðið eftir því að hlutaveltan hefjist, og — jú þarna kemur ijósmyndari. Það er bezt að koma sér fram fyrir myndavélina og sjá hvort maður fær ekki mynd af sér í blöðunum. Nú er búið að opna tunnuna og sú litla leitar að „þeim eina rétta.“ VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.