Vikan


Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 4

Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 4
Komið úr kennslustund. á að setja niðnr í dag. Þú lilýtur að sjá, að það er enginn tími til að tala við mig. Stúlkurnar eru núna inni í kennslustund lijá frú Önnu Gísladóttur. Strax þegar við erum húnar að koma niður plöntunum, liöldum við áfram að pakka niður því, sem við tökum með okkur að Laugarvatni. Við erum alveg á förum. Það er verið að ljúka við að setja allt niður í eldhúsinu. Þú sérð, að ég hef engan tíma. En gerið þið svo vel að koma inn í horð- stofu og drekka með mér kaffið, það stendur á borðinu. Við þökkum. — Hvernig væri að fara snöggvast inn i kennslustofuna og ná í eina mynd af nemend- unum í kennslustund? hvíslar Ijósmyndarinn að mér. Úr því að við erum komnir liingað, látum við ekki slá okkur alveg út af laginu, bætir hann við. Skólastjóri gaf Ieyfi, og myndin var tekin, að visu að óvörum. Síðan var setzt að kaffiborði. Borðstofan er nfar vistleg. Stólarnir eru með íslenzku áklæði i bláum lit og gluggatjöld i sama lit. Yfir arnin- um hangir málverk af Elínu Briem, gjöf frá Kvenfélagasambandi Islands. Kennslustund er lolcið, og frú Anna sezt með okkur við kaffihorðið og einnig ungfrú Guð- björg Kolka, sem er einn af nemendum skólans i ár. Það er sama stúlkan, sem opnaði fyrir okkur dyrnar og á efalaust eftir að opna dyrn- ar á sínu eigin heimili, þannig að gesturinn finni, að liann sé velkominn, þótt liann beri að garði jafnvel óboðinn. Fyrstu trjáplönlurnar í garð skólans i Háuhlíð 9. — Þarna er verið að koma með plönturnar okkar, segir skólastjóri og horfir út um glugg- ann. Verði ykkur að góðu. Við verðum að fara út og taka á móti þeim. þetta er eiginlega sér- stakur viðburður, segir hún brosandi. Þið getið eflaust ekki ímyndað ykkur, hvað mér finnst það þýðingarmikið að geta farið að setja niður fyrstu trjástiklana okkar hér í kringum skól- ann og undirbúa kálgarða, eins og við munum gera i dag og á morgun, áður en við förum, því að við förum á morgun. Það að gróðursetja, að hjálpa til Mfsins öllu, sem þroskast og grær í íslenzkri mold, má segja, að sé minn annar barnalærdómur. Það er samtvinnað öllu mínu kennslustarfi, þar sem meginþráðurinn hefur einmitt alltaf verið og verður, meðan mín nýt- ur Við, að hlúa að öllu, sem er þjóðlegt og hollt hinum íslenzka nýgræðingi. Skólastjóri gengur til dyra, og í fylgd með henni eru nemendur skólans, allar á leið að taka á móti fyrstu trjáplöntunum, sem á að gróðursetja á lóð skóláns í Háulilið. Allt eru þetta ungar stúlkur, kennaraefni, sem munu lialda áfram að flytja þann boðskap, sem þær nema liér i skólanum, og eiga eftir að veita tilsögn ungum íslenzkum húsmæðrum — og húsmæðrae'fnum. Við fylgjum þeim eftir út. Þar eru nokkrar stúlkur að sá í matjurtagarðinn. Aðeins þeim grænmetistegundum er sáð eða settar niður, sem geta staðið til haustsins, og verða þær notaðar, þegar komið er heim frá Laugarvatni og skólinn byrjar aftur starfsemi sína i Háu- Eg hringdi í ljósmyndara Vikunnar og bað hann að koma með mér upp í Húsmæðrakenn- araskóla íslands. Skólinn fluttist sl. haust í ný og hentug húsakynni að Háuhlíð 9 hér í bænum. — Eiga þær von á okkur? spurði ljósmynd- arinn. — Það er nú síður en svo. Ég er margbúinn að biðja skólastjóra um viðtal, en það hefur ekki fengizt. — Ég frétti í gær, að skólinn væri í þann veginn að flytjast i sumardvöl sina að Laugar- vatni, en þar er kennt i allt sumar. Ef við eig- um þvi að fá að sjá skólann í þessum nýju húsakynnum fyrir íiaustið, er ekki annað að gera en fara í dag og gera innrás. — Já, ég er til, sagði ljósmyndarinn, og síðan var lagt af stað. Þetta er kl. 10 að morgni. Úti er hlýja og regn. Við hringjum dyrabjöllunni, og dyrnar eru opnaðar. Jæja, þær kunna þá líka að opna dyr, hugsa ég, — og það er meira en margur kann. Það er ekki höfð mjó rifa milli stafs og hurðar og andliti með forvitnis- og óluntarsvip troðið út í gættina, — nei, dyrnar eru opnaðar, og innan dyra stendur stúlka í skólabúningi, með kopargyllt hár og brún, athugul augu. Það er skipzt á kveðjum. — Er skólastjóri við? — Já, gerið þið svo vel. — Ert þú kominn, segir skólastjóri. Ég er einmitt að búa mig undir að taka á móti fyrstu plöntunum, sem skólinn á að fá og verið er að senda liingað frá skógræktinni. Þessar plöntur Kennslustund hjá Önnu Gisladóttur, í eldhúsi Húsmæðrakennaraskólans. iiííð 9. Þariia er sáð fyrír graslauk, kúmeni, kjörvel, gulrótum, en þá hefur fræið verið lagt í bleyti í viku, áður en því er sáð. Vatnið má ekki vera meira en svo, að fræið sé vel deigt. Þessi aðferð styttir allt að þremur vikum í moldinni. Þarna er einnig sáð steinseljufræi, grænkáli og rófum. Þetta er gott dæmi um það, að ekki jiarf mikið land til þess að geta nytjað það á þann hált, sem að gagni kemur. Skólastjóri er nú kominn inn frá að taka á móti plöntunum og leggja á helztu ráðin um meðfei ð þeirra, svo að við förum inn í skrif- stofu til að kveðja óg þakka. Áður en við förum, vildum við gjarnan mega fá eina eða tvær myndir og svör við örfáurn spprningum. VIK AN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.