Vikan


Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 11

Vikan - 17.09.1959, Qupperneq 11
Stundum átti liann þaó til, aó sitja angurvær í stól, sokkinn í eigin hugaanir ... liann hafði búið. Hann var farinn, og enginn vissi hvert. Síöan talaði ég við menn í fyrirtækinu, þar sem hann hafði unnið. Hann hafði lokið verkefni sínu, en það hafði ekki heyrzt neitt frá honum í nokkrar vikur. Síðan leitaði ég í manntalinu, en þar var hann hvergi að finna. Hann hafði þá ekki tilkynnt aðsetursskipti. Eftir þetta fannst mér leit min ekki til neins, og í heila viku reikaði ég um borgina og hafði ekki hugmynd um, hvað ég átti að taka til bragðs. Að lokum hringdi ég heim og talaði við Jesper. I5g spurði, hvort búið væri að selja hús Andrésar og hvort búið væri að koma peningunum til hans. Jú, það var búið að selja. — En þá hljótið þið að vita heimilisfang Andrés- ar núna, hrópaði ég. — Ég er hræddur um, að hann sé farinn til útlanda, sagði Jesper. — Við fengum kort stuttu eftir að þú fórst, Þar sem okkur var tilkynnt, að einhver læknir hefði réttindi til þess að taka við peningunum og skrifa undir nauðsynleg skjöl. Hvaða maður var þetta? spurði ég áköf. — Augnablik, ég skal sjá, hvort ég finn heimilis- fangið, sagði Jesper. Það leið ekki á löngu, áður en hann kom aítur í símann. Jú, hann hét dr. Erholm og bjó einhvers staðar rétt fyrir utan Osló. — Ég man eftir hinni löngu ferð þangað í almenningsvagninum. Það var hellirigning, en mér fannst þessi veðrátta eiga vel við hugarfar mitt. Mér varð sífellt ljósara, að Andrés hafði falið sig viljandi fyrir mér og hafði reynt að skilja engin merki eftir sig. En ég vildi ekki gefast upp. Ef hann var orðinn leiður á mér, varð hann að segja það sjálfur, og þá fyrst mundi ég sætta mig við að vera án hans. Skórnii' mínir voru rennvotir, þegar ég gekk inn um hliðið við stórt, gamalt einbýlishús. Ég hringdi dyrabjöllunni, og sköllóttur maður með gleraugu opnaði. — Dr. Erholm? sagði ég. — .Tá, ég er dr. Erholm. Viljið þér ekki koma ínn, veðrið er svo ónotalegt. Ég sagði til nafns og bætti þvi við, að ég væri komin til þess að spyrjast fyrir um Andrés. Standið þér rétt við vinnuna? — Eruð þér skyld honum? spurði læknirinn. — Ég er unnusta hans, svaraði ég. — Viljið þér ekki segja mér, hvar hann er? — Hann er veikur. Viljið þér tala við hann? — Já, fyrir alla muni, sagði ég og brosti af feginleik, því að ég hafði ekki vogað mér að vona, að leit minni væri nú lokið. Dr. Erholm gekk á undan mér - án frekari spurninga — upp þröngan stiga upp á næstu hæð og inn í lítið svefnherbergi. Þar logaði á litlum lampa. 1 rúminu lá Andrés. Ég gekk að rúminu og ætlaði að segja nafn hans, en þagnaði — og horfði aðeins p. hann. Mér brá, Þegar ég sá, hversu horaður og veiklu- legur hann var orðinn. Ég heyrði, að læknirinn lokaði lágt á eftir sér og lét okkur ein eftir. Andartaki síðar sneri Andrés sér við í rúminu, og nú settist ég á rúmið við hlið hans og tók um höfuð hans báðum höndum. Hann opnaði nugun, þessi dökku, brennandi, ástríðuþrungnu augu. — Elsa, sagði hann aðeins. — Hvað hefur komið fyrir þig? stamaði ég. — Hvers vegna skrifaðirðu mér ekki? Hann tók í hönd mína. — Ég er bölvaður þrjór- ur, sagði hann og reyndi að brosa. — Það var fallega gert af þér að koma, Elsu. En það hefðii' þú ekki átt að gera. Ég er ekki þess verður. Ég hef saknað þín mjög, en ... Rödd hans dó út, eins og hann hefði ekki mátt til þess að segja meira, og þegar hann lokaði augunum, skildi ég, að ég varð að leyfa honum að liggja í friði. En ég varð að segja við hann: — Andrés, hvers vegna fórstu frá mér? En hann svaraði ekki, Þótt ég vissi, að hann væri með rænu, og mér fannst skyndiiega ómælis- djúp á milli okkar. Mér lá við gráti, en ég vildi ekki láta hann heyra mig gráta. Stuttu síðar gekk ég hægt út úr herberginu og niður stigann. Dr. Erholt sat í stóru setustofunni, Þar sem kveikt hafði verið i arninum, og þegar hann kom auga á mig, bauð hann mér að koma inn. —. Viljið þér ekki tebolla? sagði hann. — Andrés sefur, svaraði ég hljómlaust. — Já, ég gaf honum sprautu, sagði læknirinn og heilti te í bolla. — Andi'és er gamall vinur minn, þess vegna býr hann hérna hjá mér. Ég varð næstum að neyða hann til þess. Ef til vill getið þér talað við hann á morgun. Haldið þér, að orð yðar hafi áhrif á hann? Mér varð eklci fyllilega ljóst, hvað hann átti við, en ég stamaði: — Ég hélt . . . hélt . . . að hann elskaði nug. Dr. Erholm bauð mér að setjast nær eldinum, svo að föt mín þornuðu. En ég var enn að hugsa um Andrés. — Segið mér, hvað er að honum, læknir. Dr. Erholm kveikti sér i pípu. — Það eru augun. Hann hefur misbeitt þeim í mörg ár, og nú er komið í óefni. Uppskurður getur ekki bætt úr þessu. Annað augað er næstum blint, en hitt ... tja . . . Það er undir þvi komið, hversu vel hann f.er með sig. Mér kólnaði um hjartarætur, og um leið skildi ég, að þetta var djúpið, sem hann vildi ekki láta mig sigrast á. Ég átti ekki að vita neitt um þetta. Er engin von? spurði ég. — Hann verður að hætta að teikna, — og getið þér haft hann ofan af því? — Heldur hann þá sjóninni? — Það er ekki gott að segja. Að minnsta kosti heldur hann sjóninni í nokkur ár. En nú þjáist hann af sífelldum höfuðverk, —1 hann kvelst svo mjög, að hann hefur stundum ekki haldið fullri rænu. Hann hefur vafalaust verið afar mislyndur? — Já, sannarlega. En hann sagði mér aldrei hvers vegna. —■ Andrés ótast meðaumkun, andvarpaði lækn- irinn. — Viljið þér reyna að tala við hann á morgun? Ég stakk upp á því við hann, að hann keypti sér lítið hús uppi í sveit, — til dæmis einhvers staðar hér í nágrenninu, — og reyndi að rækta blóm eða ávexti. En hann má ekki koma Frh. á bls. 26. Einn algengasti „hús- mæðrakvilli“ hér á landi er bakverkur. — Flestar húsmæður lcvarta i sífellu undan verkjum í baki. Þótt þessi kvilli sé ekki eins út- breiddur um þetta leyti ársins, finna fLestar hús- mæður áþreifanlega fyrir honum á veturna, þegar vetrarkuldinn beinlinis tekur sér bólfestu i mjó- hrygg og lendum, þar sem lireyfanleiki er öllum bráð- nauðsynlegur. Og auk þess er jjetta allflest okkur sjálfum að kenna. Sannleikurinn er sá, að það er siður en svo lagt of mikið á íslenzkar húsmæður. Lit- um á meðsystur þeirra i suðurlöndum, þar sem luismæðurnar verða að vinna á ökrum og burð- ast með þuijgar byrðir á bakinu dægrin löng. Munurinn cr aðeins sá, að konurnar þarna suð- urfrá eru löngu búnar að læra hvernig á að hlífa hryggnum, en aftur á móti höldum við norðurálfubúar statt og stöðugt i þá kerlinga- bók, að allar byrðar verði að vera á bakinu. Við myndum í stuttu máli hagnast mjög á því að kynna okkur, hvenær við misbeitum bak- inu. Jafnvel þótt við séum eftirtektin sjálf hættir okkur við að misnota bakið okkar, og við skul- um nú lita á nolckrar rangar stellingar, sem nijög algengar eru. Ef eldhúsborðið er i venjulegri hæð, er visl enginn vafi á því, að flestar húsmæður standa álútar yfir unpþvottinum. Þessi stelling er mjög óheilnæm, og ber að g'era gagngerar ráðstafanir til þess að uppræta liana. Og það fyrr en síðar, vegna ]>ess að þegar bakið gefur sig loks, er ekki eins auðvelt að koma því í samt lag aftur. Enn eru til ofnar sem ekki þarf að beygja sig yfir, þótt flestir séu allt of lágir — það er að segja, ef við beitum ekki réttum likamsstell- ingum yfir þeim. Við verðum að muna, að þeg- ar steikin er tckin úr ofninum, verðum við að beyja okkur í hnjáliðun- um. Ef við teygjum olck- ur niður eftir steikinni úr ofninum, getur það orðið til þess að hrygg- ur okkar bíður þess al- drei bætur. Strauborð, sem hækka má og lækka er kosta- gripur, og við skulum einnig minnast þess, að þegar við drögum út lægstu skúffurnar í skápnum, eigum við að beygja okkur í hnjálið- unuin. Ef við teygjum okkur eftir skúffunni, bitnar allt átakið á hryggnum, og það eigum við einmitt að forðast. Ef yður verkjar í bakið, skuluð þér fyrir alla inuni temja yður réttar vinnustellingar — og reyndar þótt þér finnið ekki vitund til í bak- inu. Það er örðugra að gera við skaddaðan hrygg en að halda honum ósködduðum! Ef börn eru á heimilinu, ber að fylgjast vel með borðum þeim og stólum, sem notuð eru við daglegan heimalestur. Sjö ára barn á ekki að sitja á venjulegum borðstól við borð i venju- legri hæð. Það verður að sitja á bók eða púða, og þegar barnið fer að vaxa og temur sér ef til vill að lesa álútt yfir lágu sófaborði, verður þegar í stað að útvega því skrif- borð, svo að það verði ekki lotið í herðum ævi- langt. Vinnuvisindi ber að nema frá barnæsku. VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.