Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 7

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 7
— Vtsýn yfir húsþök! HeldurÖu aö þaó geti komiö í staö nýtízku baöherbergis meö innbyggöu baðkeri og flísagólfi, rafmagnseldavél og hrœrivél? — Ég íékk aítur höfuðverkinn, sem ég var með i morgun. Er þér ekki sama, þótt við för- um núna? Jú, auðvitað. Ég ætla bara að borga fyrst. Gunilla ætlaði aldrei að geta sofnað þessa nótt, og morguninn eftir var hún með dökka skugga undir augunum. Bertil horfði kankvíslega á hana og sagði: Þú hefur liklega farið seint að hátta í gær. Ég man, að þú sagðist ætla að vinna í gærkvöldi, svo að þess vegna gaztu ekki komið með mér í leikhúsið. Ég vona, að þú hafir lokið öllu af? Við skulum ekki vera að þessum skollaleik, Bertil. Ég sá þig í gærkvöldi. Ég hafði ætlað mér að vinna, en þá vildi Rolf halda það hátíð- legt, að hann hafði fengið launahækkun. Ég sat og horfði á ykkur stundarkorn, áður en þú tókst eftir mér, og ég verð að segja, að þú leggur þig alla fram til þess að koma í stað unnustu vinar þíns. Þið virtuzt svo hugfangin hvort af öðru, að allir hlutu að vera sannfærðir um, að þið væruð harðtrúlofuð. Guniila svaraði ekki, heldur tók upp fjölda skjala, sem átti að hreinskrifa, og fór inn í skrifstofu sína. Trúlofuð! Það var ekki ómaksins vert að hlusta á svona þvætting. Þetta kvöld hafði Gunilla i hyggju að hjálpa Rolf að setja pappír í hillurnar i skápunum, en síðan skyldi hún láta unnustu hans sjá um allar innréttingar eftir það. Rolf stóð efst i stiga, þegar síminn hringdi, svo að Gunilla tók upp tólið. f símanum var stúlka, sem hélt hersýnilega, að hún hefði valið skakkt númer, vegna þess að stúlka svaraði í símann. Rolf tók við heyrnartækinu, og þegar Gunilla heyrði hann segja: Marianna, hefur eitthvað kom- ið fyrir? — fór hún út í eldhúsið og lokaði á eftir sér. Stuttu síðar kom Rolf og sagði: — Þetta var Maríanna. Henni fannst ég skrifa svo sjaldan, að hún var hrædd um, að ég væri veikur. En ég hef bara ekki haft tíma til þess að skrifa. Henni brá, þegar hún heyrði stúlkurödd í símanum, og ég er hræddur um, að henni hafi ekki litizt á blikuna, þegar ég sagði, að þú værir nábúi minn. Ég hef oft minnzt á þig í bréfunum til hennar og sagt, að ég ætti konu að nábúa, sem annaðist mig af móðurlegri umhyggju. Og Maríanna hafði skilið það sem svo, að þú værir roskin kona. Ég er hræddur um, að Maríanna eigi Það til að vera dálítið afbrýðisöm, og til þess að róa hana sagði ég henni, að þú værir tr'úlofuð. — En, góði minn, hvar eigum við þá að ná í unnusta minn, þegar Maríanna kemur hingað? — Þú getur verið búin að slíta trúlofuninni, þegar að því kemur, sagði Rolf dálítið gremju- lega. — Já, auðvitað skiptir mestu, að ég viti um þessa lygasögu þína, svo að ég viti, hvernig ég á að hegða mér, þegar ég kynnist unnustu þinni, sagði Gunilla þurrlega. Tveimur vikum síðar fékk Maríanna sumarleyfi, og hún hafði sagt Rolf, að hún mundi koma til hans og líta á íbúðina og kaupa muni og hús- gögn í hana með honum. Hún ætlaði að vera einn mánuð í bænum og búa hjá ættingjum sínum í úthverfi bæjarins. Maríanna var glæsileg stúlka og vel til fara, en Gunillu datt strax í hug, þegar hún var kynnt unnustu Rolfs, að hún væri fremur kaldlynd, — kaldlynd og gagnrýnin. Gunillu gramdist það mjög, þegnr Maríanna tók að gagnrýna íbúðina, sem Rolf hafði skrifað henni svo mikið um, og hún átti erfitt með að halda sér i skefjum. Hún bar íbúðina saman við nýtízkulega íbúð ættingja sinna og fann ekki annað en ótal galla á íbúð Rolfs. Þegar Rolf benti á fagurt útsýnið, sagði Maríanna með fyrirlitningu: —- Otsýn yfir húsþök! Heldurðu, að það geti komið i stað nýtízku baðherbergisins með inn- byggðu baðkeri og flísagólfi, rafmagnseldavél og sorphlera? En kunningjakona mín segir, að hæg- ur vandi sé að skipta á fremur gamaldags ibúð í miðbænum og nýtízkuíbúð í úthverfunum. Gunilla sá, að Rolf beit á jaxlinn, og hún sá, aö hann var bæði sár og reiður vegna þessarar gagnrýni. Hann, sem hafði lagt svo harl að sér til þess að búa sem bezt íbúðina, þar sem þau áltu að búa síðar meir. — En ungfrú Sahlberg mun víst ekki búa í litlu íbúðinni, þegar hún giftir sig, svo að ef til vill getum við þá leigt hennar íbúð líka, svo að við eigum þá stóra ibúð. — Ég geri samt. ráð fyrir, að ég flytjist, ekki strax, því að það er víst langt þangað til ég gifti mig, — ef ég geri það nokkurn tíma, sagði Gunilla. Daginn eftir sagði Bertil: — Það dugir vist ekki að biðja Þig að vinna eins og klukkustundar eftirvinnu í dag — eða hvað? — Ég hef ekkert sérstakt að gera, svo að það ætti að verða hægðarleikur. Bertil leit undrandi á hana, en sagði ekkert. Þegar Gunilla bjóst loks til að fara, sagði Bertil: — Langar þig til þess að koma með mér á hljómleika? Við getum borðað saman á eftir. Gunilla kinkaði kolli. Það var eins gott að fara út með Bertil og sitja heima og sakna Rolfs. Siðan Marianna kom, var Gunnilla jafneinmana á kvöldin og áður fyrr. Gunilla hlustaði á tónlistina með öðru eyranu. Hún var með allan hugann við Rolf. Hún var sár Frh. á bls. Zý.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.