Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 8
Unga, ljóshærða stúlkan kippti í litla, hvíta svuntu þernunnar, sem þeyttist með bakka milli borðanna í matsal Stefánsmenntaskólans í Missouri í Bandaríkjunum. Þernan nam staðar og leit stórum, þunglyndis- legum augum framan í brosandi and- lit, leiftrandi af kátínu og kímni. „Lucie, ertu með í partí í kvöld? Strákarnir eru þrír, okkur vantar eina stelpu.“ Snöggvast brá eins og leiftri fyrir í stórum augum, en svo var sem ský færðist yfir þau. „Þakka þér fyrir, Susie. Það er fal- legt af þér að bjóða mér, en ég er því miður búin að lofa mér annað í kvöld.“ „Ókei,“ sagði Susie, „þá nær það ekki lengra.“ Það kvöld grét Lucie. sig í svefn, því að hún átti engan kjól boð_legan í „partí". SjálL var hún nemandi í' þessum skóla, en sökum fátæktar varð hún að þjóna skólasystkinum sínum til borðs. Og stundum þurfti hún jafnvel að fá smáupphæðir að láni hjá dyraverði skólans. Hver var hún þá þessi veslings fá- tæka og einmana skólastúlka? Hún hlaut í skírninni nafnið Lucille I-eSueur. Kannastu nokkuð við þnð nafn, lesandi góður? Ekki það.’ En hvað þá um nafnið, sem þessi stúlka (sem nú er löngu orðin fulltíða kona) ber nú, Joan Crawford? Já, því að öskubuskan var engin önnur en ) ss-i fiæga kvikmyndastjarna. 1 dag er hún talin ein smekklega.-t.a konan i Hollywood í klæðaburði. og konur um heim allan keppast við að stæla hana í þeim efnum. Hún hefur varla frið fyrir tízkuteiknurum, sevn þrábið.ja hana að klæðast kjólum, er Þeir hafi teiknað, og þannig sjá þeim borgið fjárhagslega. Já, Joan Craw- ford stendur sannarlega á hátindi frægðar sinnar. En hún hefur þó ekki gleymt þvi, hvað það er að stan.da alein og auralaus í framandi borg. Hún þekkir sultinn af eigin raun. Hún hefur kynnzt lífsbaráttunni í sinni hörðustu mynd. Þegar hún var barn heima í Lawton- bæ í Oklahóma, lék hún sér iðulega við strákana i nágrenninu og stóð þeim fyllilega á sporði i flestum leikj- um. En þótt gaman væri að ýmsum leikjum, jafnaðist þó ekkert við leik- listina. Eitt sinn bar hún ásamt leik- félögum sínum gamla kassa út að hlöðu nokkurri, og úr þeim var smíöaö leiksvið. 1 gólfljósa stað var kveikt á gamalli lukt. Og þarna hófst svo hinn furðulegi framaferill Joan Crawford. Á þeirri stundu hét hún því, að hún skyldi einhvern tíma verða leikkona og hefðarfrú í fínum fötum. Já, hún skyldi klæðast rauðum flauelskjól, hafa gyllta skó á fótum, en á kollin- um hatt gífurlegan með strútsfjöðr- um. Þegar Joan var átta ára gömul, fluttist móðir hennar til Kansas-borg- ar og kom Joan fyrir í klaustri, þar sem hún varð að vinna fyrir sér. Leikir bernskunnar heyrðu nú íor- tiðinni til. Nú tók hörð lífsbaráttan við. Hún átti að hjálpa til að þvo gólfin í fjórtán herbergjum, annast matseld og þvo diska tuttugu og íimm barna, auk þess að hátta þau. Siðar ákvað hún að reyna að afla sér menntunar og innritaðist því í heimavistarskóla, sem kenndur er við Stefán, og er í Kólumbiu í Missouri, Hún var staurblönk og varð því að klæðast fötum, er kunningjakonur hennar vildu ekki lengur nota, auk þess sem hún vann sér fyrir fæði og húsnæði með því að annast fram- reiðslustörf, eins og getið var í iipp- Þ«r retmct út með Preslejf Rætt við Helga Hjálmsson forstöðumann Hljóðfæraverzl. Sigríðar Helgadóttur —- HvaSa dægurlagaplata selst mest um þessar mundir? — Erlend eða innlend? —r Erlend. ■— Personality, langmest. — En hvernig er það með Rasmus hinn færeyska? —Stöðug sala. Hann hefur selzt jafnt og þétt, síðan hann kom hér á markaðinn. Það er eitthvað við bæði lagið, textann, sönginn og undirleik- inn, sem veldur því, að Rasmus ratar leiðina, ekki aðeins til Rasmínu sinn- ar, heldur að hug og hjarta almenn- ings, jafnt eldri sem yngri. Og það er langt frá því, að hann sé tízku- fluga, sem nýtur gífurlegra vinsælda skamma hrið og síðan búið, eins og títt er um ákaflega mörg dægurlög, sem „slá í gegn“, eins og það er kallað. Og nú er ekki eins og þetta byggist á nýtízkulegum brögðum i út- setningu og hljóðfæraleik, því að Rasmus er að öllu leyti færeysk fram- leiðsla, leikinn og sunginn inn á segul- band í Færeyjum og af Færeyingum við frumstæðustu skilyrði. En svona er það samt. Aftur á móti hafa aðrar færeyskar hljómplötur, -— til dæmis Á bátadekkinu, sem höfundar Rasmusar standa líka að, — ekki. öðlazt neitt viðlíka vinsældir. — Hvort er Það eldri eða yngri kyn- slóðin, sem reynist drýgri við hljóm- plötukaupin? — Yngri kynslóðin, og það svo, að öllu munar. Og hún veit, hvað hún vill. Það 'er ekki nóg, að við höfum til það lag á hljómplötu, sem ungling- arnir biðja um, heldur verður það og að vera leikið og sungið af sérstökum listamönnum. Og sé öllum þeim skil- yrðum fullnægt, þá er ekkert verið að setja fyrir sig, hvað platan kostar. — Láta unglingarnir mikið stjórn- ast af því, hvaða viðtökur sumar hljómplötur hafa fengið erlendis, — til dæmis í Bandarikjunum? — Já, ekki verður þvi neitað. Hljóm- plata, sem náð hefur efsta sæti á vin- sældalista í Bandaríkjunum, verður og yfirleitt metsöluplata hér, á meðan það varir. — Njóta einhverjir sérstakir dægur- lagasöngvarar einkum vinsælda meðal unga fólksins hér? — Elvis Presley. Hver einasta ný hljómplata, sem hann syngur inn á, rennur út, en að undanförnu hafa þær plötur, sem hann söng inn á, áður en hann fór í herinn, verið að koma á markaðinn smám saman. Þær ná allar metsölu, á meðan þær fást. —■ Hvað um rokkið? — Það ber ekki á öðru en Það sé enn í fullum gangi, enda þótt ærið langt sé síðan, að því var spáð gleymsku og dauða. Jú, rokklögin njóta enn óskoraðra vinsælda. — En ítölsku dægurlögin? — Þau fyrstu voru mikið keypt. En þau, sem síðan hafa komið fram, hafa ekki náð sérlega mikilli hylli hér, — að minnsta kosti ekki eins og maður bjóst við. Eg veit ekki, hvað veldur. Að visu seljast Þau tals- vert ... —En hvernig er það með sígildu tónlistina? — Já, sígilda tónlistin. Það væri óneitanlega gaman að geta sagt, að hljómplötur með sígildri tónlist væru ekki siður eftirsóttar en dægurlaga- plöturnar? En svo er því miður ekki. Raunar eru það nokkur sígild tón- verk, sem alltaf seljast talsvert, — YIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.