Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 17

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 17
Kvöldjakkar úr loðskinnum Stuttjakkar úr fallegum loðskinnum eru mikið í tízku í sumar og haust. Svo virðist sem loðskinnssjölin séu að víkja fyrir stuttjökkum með ýmsu sniði, t. d. bóleró-sniði. Hér birtast nokkur sýnishorn af hausttízkunni í þessari tegund fatnaðar, og verður því þó ekki neitað, að þetta er algerlega lúxus-fatnaður. Hinn frægi Tívolí-garður í Kaupmannahöfn virðist til- valinn staður til að sýna þessa jakka, a. m. k. bar mikið á þeim meðal hinna skart- klæddu kvenna í Tívolí síð- sumarskvöldin á því herrans ári 1959. í fljótu bragði mátti ætla, að þarna væri sýning á loðskinnsjökkum, en þegar betur var að gætt, mátti sjá, að margar hinna glæsilegu, skrautbúnu kvenna, sem klæddust þeim, höfðu hvorki aldur né útlit, sem hæfa þyk- ir tízkusýningarstúlkum. Þessi loðskinnsjalcki er sérlega fallegur fyrir grannar og smá- vaxnar stúlkur. Hann er úr persianer-skinni, en snögghærð skinn fara smávöxnum konum miklu betur en önnur. Kvöldjakki úr minkaskinni með liálf- um ermum. bessi kvöldjakki er úr hrúnu minka- skinni. Ermar eru hálflangar með upp- slögum og skáskorinn kraginn. Bakið er haft vítt. Hálfkápa úr minkaskinni, sérlega falleg við kvöldklæðnað.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.