Vikan


Vikan - 17.09.1959, Side 17

Vikan - 17.09.1959, Side 17
Kvöldjakkar úr loðskinnum Stuttjakkar úr fallegum loðskinnum eru mikið í tízku í sumar og haust. Svo virðist sem loðskinnssjölin séu að víkja fyrir stuttjökkum með ýmsu sniði, t. d. bóleró-sniði. Hér birtast nokkur sýnishorn af hausttízkunni í þessari tegund fatnaðar, og verður því þó ekki neitað, að þetta er algerlega lúxus-fatnaður. Hinn frægi Tívolí-garður í Kaupmannahöfn virðist til- valinn staður til að sýna þessa jakka, a. m. k. bar mikið á þeim meðal hinna skart- klæddu kvenna í Tívolí síð- sumarskvöldin á því herrans ári 1959. í fljótu bragði mátti ætla, að þarna væri sýning á loðskinnsjökkum, en þegar betur var að gætt, mátti sjá, að margar hinna glæsilegu, skrautbúnu kvenna, sem klæddust þeim, höfðu hvorki aldur né útlit, sem hæfa þyk- ir tízkusýningarstúlkum. Þessi loðskinnsjalcki er sérlega fallegur fyrir grannar og smá- vaxnar stúlkur. Hann er úr persianer-skinni, en snögghærð skinn fara smávöxnum konum miklu betur en önnur. Kvöldjakki úr minkaskinni með liálf- um ermum. bessi kvöldjakki er úr hrúnu minka- skinni. Ermar eru hálflangar með upp- slögum og skáskorinn kraginn. Bakið er haft vítt. Hálfkápa úr minkaskinni, sérlega falleg við kvöldklæðnað.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.