Vikan


Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 3

Vikan - 17.09.1959, Blaðsíða 3
Tania Velia heitir hún, þessi sundkona og fyrrverandi feg- 'iröardrottning Júgó- slavíu. Hún keppti fyrir land sitt á Ólympíuleikunum í Melbourne, en lík- aöi ekki alls kostar viö stjórnarhcetti hjá félaga Tító og lét hjá UOa aO snúa lieim til föOurlands- ins. Nú á hún heima l VesUir-Þýskalandi. Eggert Stefánsson, söngvari og allsherjar- fagurkeri, sendi bróð- ur sínurn, Snæbirni skipstjóra, eftirfarandi skeyti fyrir nær þrjá- tíu árum: „Söng í gær í París fyrir fullu húsi. Gerði glimrandi lukku. — Sendu mér 100 pund, bróðir. Forsíðumyndina tók Vikan á kaupakonu- dansleik i síðasta mán- uði. E/í hvar? Nei, það segjum við ekki. Þið hljótið að sjá það sjálf. Eins og mörgum er í minni var Jón á Yztafelli skóla- stjóri við Alþýðuskólann á Reykjum í Hrútafirði um skeið. Eitt sinn var Þingeyingur, góðkunningi Jóns, á ferð frá Reykjavík og norður — en kom við á Reykjum til að heilsa upp á Jón. Var þar fyrir margt gesta og tók Jón kunningja sínum og sýslunga hið bezta, enda er hann manna gestrisnastur. Er þeir höfðu spjallað Saman um hríð, bauðst Jón til að sýna sýslunga sínum skólahúsið og þáði hann það. Gengu þeir nú um öll salarkynni og leizt gestinum öll umgengni hin bezta. Loks koma þeir að hurð einni og lýkur Jón upp hurðinni og segir með sínum þjóðkunna málhreim: — Þetta notum við nú bara fyrir gesti! I sama mund kvað við angistarvein inni á herberginu. Þar var stúlka að hafa fataskipti. — Ég er alveg orðinn ftá í vinstri öxlinni, síð- an ég fór að kaupa ölið í heildsölu. — Veðurfræðingurinn lá þungt haldinn í magaveiki og lét sækja til sín sjúltrasamlagslækninn í skyndi. Lækn- irinn kom skeiðandi með úttroðna tösku af tólum og til- færingum og byrjaði að rannsaka sjúklinginn. — Segið þér mér, hr. veðurfræðingur, spurði læknir- inn, hvernig byrjaði sjúkdómurinn, og hvernig hefur hann hagað sér? — Það var þannig, að fyrst varð ég var við miklar vindkviður, vindstig um 12, þrumur og hávaða. Svo kom lægð, sem færðist hægt til landsuðurs eftir hviðnum, og síðast úrfelli eða því sem næst skýfall. En hita- og raka- stig er mér ekki kunnugt um, því að þau mælitæki hef ég ekki við höndina. ÞiO sjáiO bara, hvaö hann stendur gleitt. Þaö er svo sem augljóst, aö hann er rokkstjarna af bezta tagi. Hann var mjög dáöur af táningúm í Vesturheimi, áöur en hann var kallaöur í herinn. Þá brá nefnilega svo viö, aö kappinn fékk taugaáfall sökum kjarkleysis, og síöan hafa vinsceldir hans fariö æ minnkandi hjá rokkæskunni. ----------------------------- Sumariö 1908, þegar Friörik kc nungur áttundi kom hingaö til landsins, var unglingspiltur, sem var innanl úöarmaöur í verzlun einni i Reykja- vík, fenginn til þess aö aka í hestvagni til Þing- valla salerni (eöa kamri, eins og þaö hét þá), sem kóngurinn átti aö nota þar allranáöugast. Þegar pilturinn var á miöri Mos- fellsheiöi, mætti hann sveitamanni. Sveitamaö- urinn spuröi piltinn tlö- inda úr höfuöstaönum og á hvaöa ferö hann vceri. „Ég er kammerherra i fylgdarliöi konungsins." svaraöi piltur, „og er ég á leiö til Þingvalla, til aö undirbúa komu hans há- tignar." „Skyndilega hef- ur þú hækkaö í tigninni," s egir sveitamaöurinn glottandi, „fyrir ör- skömmu síöan man ég eftir þér sem búöarloku í Reykjavík." „Já, satt er þaö," svarar pilturinn, „skammt er skemmtilegra viöburöa á milli, því aö nýlega sá ég þig á fjór- um fótum fyrir utan bjór- kjallarann hans Thom- sens, en mi ert þú aöeins á tveimur og líkist manni." _____________________________ þetta mundi aldrei koma fyrir aftur, bráðnaði ég og gat ekki annað en trúað honum og treyst. Svo var það einu sinni, þegar við vorum að skemmta okkur, að hann hitti stúlku, sem hann hafði áður verið hrifinn af, og Þá var ég gleymd. 1 örvæntingu minni reyndi ég að daðra við ungan pilt, sem þar var, en það virtist ekki snerta unn- usta minn hið minnsta. Hann kom svo til mín hálfum mánuði seinna, viðurkenndi að hafa verið með hinni stúlkunni og sagði, að Það mundi ekki koma íyrir aftur. Einnig þá fyrirgaf ég honum, vissi bókstaflega ekki, hvað ég ætti af mér að gera án hans. Enn hef ég komizt að raun um, að hónum er ekki að treysta í þessum sökum. Kæra Aldís, finnst yður, að ég eigi að sætta mig við þetta og halda áfram að fyrirgefa? Með fyrirfram þökk. Erla. Kæra Erla. Því miöur er þessi framkoma unga mannsins, vinar yöar, ekki neitt einsdæmi. Svo viröist sem mörgum jinnist þœgilegra aö falla fyrir freisting- unum heldur en leggja eitthvaö á sig til aö sigrast á þeim. Jafnvel þó aö yöur finnist núna sú hugs- un óbærileg aö slíta trúlofuninni, þá veröiö þér aö hafa þaö hugfast, aö ekki veröur þaö auö- véldara, þegar þiö eruö gift og börnin komin til sögunnar. Sá maöur, sem þér veljiö yöur aö maka og veröur faöir barnanna yöar, ætti meö framkomu sinni aö geta veriö börnum ykkar góö fyrirmynd, — svo aö allra hluta vegna ráö- legg ég yöur aö losa yöur úr þessu sem fyrst. Meö kveöju og beztu óskum. Áldis. Kæra Aldís. Er ég sjálfselsk og eigingjörn úr hófi fram? Ég hef ekki viljað gefa eftir skilnað við mann- inn minn, þó að ég viti, að hann elskar aðra konu og að þau hafa elskazt í þrjú ár. Ég á vin, sem vill giftast mér, strax og ég er skilin, en ástæðan fyrir því, að ég hef ekki viljað gefa eftir skilnaðinn, er sú, að ég get ekki hugs- að mér að láta í minni pokann fyrir hinni kon- unni. Við höfum verið gift í ellefu ár. Svar: Fóllc er misjafnlega stolt, eins og gengur og gerist, og hjá yöur viröist þaö yfirgnœfa flcst annaö. Til þess eins aö sýnast viljiö þér búa áfram í hjónabandi, sem ekki er neitt nema nafniö tómt, og ekkert viljiö þér leggja á yöur til aö bjarga því viö né heldur leysa þaö hrein- lega upp. Stolt er kannski ágœtt svona meö, þegar þaö á viö, en aö mínum dómi er þaö harla lítíls viröi í sambandi viö ást og umburöarlyndi. Þess vegna má maöur ekki láta stoltiö blinda sig. Þér veröiö aö gera þaö upp viö sjálfa yöur, hvort yöur finnst viröulegra aö skilja viö manninn og giftast aftur eöa búa áfram í sama ástandi. Mér heföi þótt vœnt um aö sjá einhver merki þess, aö þér elskuöuö eitthvaö eöa einhvern — meira en stoltiö, því aö svona hugarfar leiöir sjald- an til annars en sársauka og leiöinda. Ka»r kveöja. Aldis. V I K AM Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingast j óri: Ásbjörn Magnússson Framkvæmdast j óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Póstliólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, sími 15017 Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.