Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 9
Egill Skalla-Grímsson var í engu meðal-
maður, ekki heldur i ágirndinni. Hann mun
vera fégjarnasta
skáld, sem uppi
hefur verið á
íslandi, og
mundi hafa orð-
ið illt verk að
deila við hann
skáldastyrk, ef
sú hefði verið
öldin á hans
dögum. í sögu
hans eru rakt-
ar fjáröflunar-
ferðir lians víða
um lönd, enda
varð liann stór-
auðugur. Ekki
fórst honum allt-
af stórmannlega,
og ámæli hefur
hann hlotið af
ýmsum, ekki
sízt af því, að
svo kann að
virðast í fljótu
bragði sem hanri
meti sorg sina eftir Þórólf til fjár og verði
henni afhuga, jafnskjótt og gjaldið er af
höndum reitt. En það er þó varla svo af
skilja, að það hafi verið mammonsgrátur,
sem gekk að Agli í höll Aðalsteins. Ekki veit
ég, hvað konungi hefur búið í hug, er liann
horfðist í augu við Egil um hallargólf þvcrt,
en mig grunar, að honum hafi þá skilizt, að
það var sómi Þórólfs, hins fallna höfðingja,
en ekki ágirnd ein, sem um var að tefla.
Egill hafði að sinu leyti gert bróður sinum
haug og kveðið um hann visur, eins konar
erfiljóð, en þó lá hann sem óbættur lijá garði,
og það var Aðalsteins að ráða bót á þvi. Og
hann vissi, hversu það skyldi gera.
En ást þá, er Egill hafði haft á Þórólfi,
lagði hann að nokkru leyti á silfurkisturnar,
bróðurgjöldin. Þeirra gætti hann með af-
brýðisemi og tortryggni og hafði jafnan með
sér á ferðum slnum. Er engu likara en hann
hafi ætlað sér eitthvað sérstakt með þetta
silfur, að það skyldi koma eftirminnilega
við sögu hans, lifs og liðins. ÞaB voru þessir
Framh. á bls. 29.
■2)r. fíjattLíaö Ji
onaááon
Barnið í jólnösinni
TILHLÖKKUN OG VERULEIKI.
Jólin eru oft nefnd hátið barnanna, ekki
fyrst og fremst af því, að þau eru fæðingar-
hátíð; nafnið er miklu fremur dregið af inni-
legri gæði barnsins yfir hátiðinni. Þvi er
svo tamt að hiakka til og mikla fyrir sér þá
dýrlegu hátíð, sem það á í vændum.
Linnig í jólaminningum aldraðs fólks yfir-
gnæfir tilhiökkunin. Atburðir jóladaganna
sjáifra kunna að gleymast, en minningin um
eftirvæn'inguna og tilhlökkunina lifir.
En það, sem veldur þessari sterku eftir-
væntingu, er ekki jólasælgætið og skrautleg
klæði, heldur hið dularfulla ævintýri eða
undur, sem jólahátiðin spratt upp úr. Ævin-
týrið mikla, sem ljómar gcgnum rökkur
aldanna, heillar barnshugann miklu sterkar
en raunverulegir hlutir
megna. Það eru þessir töfr- Þú
ar ævintyrsins, sem vörpuðu
slíkum ljóma yfir jólahátíð- og
ina við þröngan kost i
fátæklegu hreysi, að aldrei bðfllið
fyrnist. Hinn raunverulegi
þáttur jólahátiðarinnar mátti þitt
gjarnan vera fátæklegur;
eltirvæntingin eftir hinu dularfulla ævintýri
fyllti í skörðin, svo að fátæktin gleymdist.
KAUPSTEFNAN MIKLA.
Tíma jólaævintýrsins er senn að ljúka.
Harður raunveruleikinn þrengir sér æ ákaf-
ar inn i hug barnsins og sópar ævintýrinu
burt eins og hégóma. Jólin eru að verða verzl-
unarhátið, eins konar uppgjör risavaxinnar
kaupstefnu. Smám saman dragast þau úr
dularfullum heimi ævintýrsins inn í liið
kalda viðskiptaraunsæi. Allur jólaundirbún-
ingur snýst um kaup og sölu. Barnið í jöt-
unni hverfur í skugga verzlunarhússins.
Ginnfagrir, áþreifanlegir hlutir æsa upp raun-
verulegar og tilbúnar þarfir og vekja ágirnd
og græðgi.
Inn í þennan straum sogast barnið við-
námslaust. Verzlunaræði fullorðna fólksins
smitar það, æsir upp langanir þess til að
eignast og kaupa, en um leið rnissir jóla-
hátiðín dulrænan ljóma sinn i augum þess.
Barnið fer að reikna jólin út í vörum, pen-
ingum og skemmtunum. Og auðvitað fer því
rétt eins og fullorðna fólkinu: Það tekur að
liugleiða ráð og aðferðir til þess að veita
sér þá dýrlegu hluti, sem cru á boðstólum
og auglýsingaskrumið telur hverjum manni
nauðsynlegt að eignast.
Þannig gerbreytist merking jólanna i huga
barnsins og verður algerlega veraldleg. í
skiiningi margra barna eru jólin með öllu
sínu umstangi ekki annað en geysilegt happ-
drætti, þar sem vinningarnir eru aíhentir á
aðfangadagskvöld.
DIMMIR SKUGGAR.
Þegar æði grípur múg, hættir börnum til
að troðast undir. I jólaösinni gerist þetta
ekki í eiginlegri merkingu, en börnin eru I
mikilli hættu vegna þeirra freistinga, sem
jóiaumstangið leggur fyrir þau, og þess um-
hirðuleysis, sem þau sæta af hálfu foreldr-
anna. Margt barn verður altekið af þeirri
hugsun, sem ríkir meðal hinna fullorðnu,
að nú verði allir að eignast allt, sem þcir
finna einhver sköpuð ráð til að komast yfir.
Þessi hugsun getur heillað barnið svo, að því
sjáist yfir muninn á réttum og röngum að-
ferðum til þess að svala ágirnd sinni. Þess
vegna er jólamánuðurinn hin eiginlega tið
freistinganna fyrir þau börn, sem liafa til-
hneigingu til að dragast út í óleyfilegan
verknað.
Eg þekki börn, sem ekki leiðast út í mis-
ferli eða óleyfilegan verknað mestan hluta
ársins, en falla viðnámslaust fyrir freisting-
unum í jólaösinni. Sölu- og innkaupsæðið
grípur þau svo ákaflega, að þau eru, fyrr
en varir, búin að eigna sér ófrjálri hendi
það, sem þau ágirnast. Þegar jólin eru liðin,
kemst smáin saman kyrrð á hug barnsins,
það öðlast aftur sitt eðlilega sálræna jafn-
vægi og getur þá staðið gegn frcistingunum.
En hjá mörgum börnum endurtekur sig
hnupl og þjófnaður ár eftir ár i jólamánuðin-
um, þó að þeim verði slikt ekki á endranær.
Stundum er hér um einstök börn að ræða,
sem liafa svo litla festu í sér, að freistingin
kollvarpar þeim umsvifalaust, en oftar hnupla
þau í hópi, telja kjark hvert í annað og gera
sér það jafnvel að metnaðarmáli að vera
ekki hugdeigari né óslyngari en aðrir. En
þegar börn mynda flokk um hnupl og þjófn-
að, verður þeim oft mjög örðugt um að losa
sig úr honum aftur.
En hvernig sem barninu tekst að finna
leið út úr þeim vandræðum, sem jólaösin
leiddi það í, þá situr eftir dálitill sársauki:
vitundin um það að liafa brotið af sér. Flest-
um börnum liður illa, ef þau þurfa til lengd-
ar að dylja verknað fyrir foreldrum sinum.
Þvi fellur oft dimmur skuggi á jólagleði
Framhald á bls. 29.
VIKAN