Vikan


Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 25
Harras er tekinn til yfirheyrslu, en samtfmis eru þær fréttir látnar út ganga, að hann hafi verið scndur í rannsóknarför til vígstöðvanna. Það verður ekkert lát á yfirheyrslum í hálfan mánuð. Og áður en Harras er látinn laus að þeim tíma liðnum, eru honum settir þeir úrslitakost- ir, að annaðhvort kornist hann að því, hvað sé að flugvélunum, eða hverfi af sjónarsviðinu ella. Baráttuhugurinn vaknar í Harras. Hann ætlar sér að finna skemmdarverkamanninn, áður en hann láti af stöðu sinni. Hann kemur því til leiðar, að Diddo fer úr borginni, en lofar að koma sjálfur á eftir. Sjálfur flýgur hann af stað ásamt Oderbruch yfirverkfræðingi (Karl John) í einni sprengjuflugvélanna, sem gallarn- ir hafa komið fram í. Gallar koma í ljós, vélin er að hrapa . . . . . . en á síðasta andartaki kippir Oderbruch öllu í lag aftur. Hann veit, hvað var að vélinni, — hann hlýtur því að hafa unnið skemmdar- verkin á flugvélunum. Harras getur ekki fengið sig til að framselja Oderbruch, sem er gamall vinur hans. Þeir lenda flugvélinni heilu og höldnu, en Harras stígur upp í aðra sams konar vél og flýgur henni á loft, — beint í opinn dauðann. * VIKAN l 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.