Vikan


Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 21

Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 21
stofuna og aðgæta hvort gluggatjöldin Þar færu nógu vel. Stúlkan hafði tekið það upp hjá sjálfri sér að hengja, tjöldin upp, og langaði nú til að fá viðurkenningu fyrir það, hve vel henni hefði tekizt. Frúin reis fjörlega á fætur og varð harla fegin tilefninu til þess að slá því á frest að tala um Úlfar. Nú fór hátíð í hönd, og það var annriki mikið og sannarlega enginn tími til hgilabrota. Ef til vill hefur mér ekki tekizt sem bezt að raða niður verkunum, hugsaði hún, en þetta eru líka fyrstu jólin, sem ég stjórna heimili, og það um- fangsmiklu og gestkvæmu heimili i sveit. „Það getur vel verið, að ég vinni eitthvað frameftir, til þess að minna verði að gera á morgun. En þú ert ferðaþreyttur, vinur minn, og ættir því ekki að vaka eftir mér.“ Hún kyssti mann sinn lauslega, meira eins og af vana eða fyrir siðasakir en af innileika og fór fram án þess að biða eftir svari hans. Séra Páll var ferðaþreyttur, það var sizt orðum aukið, hann var enginn garpur til ferðalaga og var allur lerkaður eftir langa ferð í ófærð og skammdegismyrkri. Hann syfjaði, þar sem hann sat í ofnhlýjunni og hugsaði með sér. að ef Áslaug ætlaði að vinna fram á nótt, Þá yrði þó betra að bíða hennar í bólinu. En þrátt fyrir ferðalúann varð honum þó ekki svo vært að hann sofnaði. Óljósan ugg setti að honum, og það var sem honum þrengdist um andardrátt. er hann hugsaði til gestsins væntanlega. Það skyldi þó aldrei vera . . . ? En Áslaug hafði aldrei ýjað í þá átt einu orði . . . Hann minntist þess nú, að hún hefði eitt sinn sagt við hann, það var á fyrstu dögum hins stutta tilhugalífs þeirra: „Fortíð mína get ég ekki gefið þér, Páll, en framtíðina eigum við saman." t ástarvimu sinni hafði hann litinn gaum gefið þessum orðum, en nú urðu þau allt I einu svo þýðmgarmikil, svo óbrigðull vottur þess, að eitt- hvað hefði komið fyrir Áslaugu. sem henni væri örðugt að tala um. jafnvel við hann. sem hún hlaut þó að vita. að tæki svo hjartans fús á sig hverja bvrð! hennar. Ú'far og hún þekktust. En hve mik- ið? Hvernig höfðu kynni þeirra verið? Hann bvlti sér eirðarlaus í rúminu, næmur fyrir hverju hljóði, sem barst neðan úr húsinu, þar sem húsmóðirin og stúlkurnar voru í óðaönn að búa undir hátíð- ina, sem hann ðður hafði horft fram til með næst- um því barnslegum fögnuði, en var nú farinn að kvíða sárlega fvrir. þó að hann vildi ekki einu sinni viðnrkenna bað fyrir s.iálfum sér. Hann beið i ofvæni eftir að heyra skóhljóð konu sinnar upd stigann, en heyrði þó ekkert fyrr en hún onnaði svefnhergishurðina ofur hljóðlega og smeygði sér inn fyrir. Hún hélt á kerti i hendinni og hann sá í bjarmanum af ljósinu að hún var f^klædd og hár hennar féll laust n'ður á bakið. Hún hafði farið úr vinufötunum niðri. auðsjáan- lega ætlað að læðast i rúmið án þess að hann yrði var við. Var það af hlífð v'ð hann ferðabreyttan? Gert til að raska ekki svefnró hans? Eða-? Hann héit niðri í sér andanum af eftirvæntingu meðan hún steypti vfir s'g hvítum, blúndulögðum nátt- kiólnum, þráði það með allri sál sinni og öllum líkama sínum að hún kæmi rakleitt til hans, hjúfraði s'g upp að honum og rétti fram heitar, opnar varir sínar Gerði hún þetta mundi hann taka það sem óskeikult tákn þess, að ótti hans væri ekki á rökum reistur, allt væri jafn skugga- laust. traust og fagurt þeirra á milli og honum hafði áður fundizt. Áslaug slökkti á kertinu með því að gripa um skarið sté varlega upp í ból sitt og lagðist þar fram við stokk, hún bærði ekki á sér, en varpaði öndinni mæðilega. Ef til vill háði hún líka á laun hugarstríð. sem hún ætlaði honum ekki að vita um? Séra Páll talaði ekki til konu sinnar, en hon- um fannst Þó, að hún mundi vita það jafn vel að hann var vakandi og hann vissi um andvöku henn- ar, og fyrst hún kúrði þarna bögul eins langt frá honum og rúmið framast leyfði þá hlaut orsökin að vera sú að hún vildi forðast öll afskipti frá hans hlið. Hið stutta bil á millf þeirra varð að lokuðu sundi. ófæru særðum sjálfsmetnaði hans og óttanum við að hann ætti ekki eins mikil ítök í hug hennar og hiarta og hann hafði áður ætlað. Þessa löngu, niðdimmu andvökunótt kannaði séra Páll þann beizka sanleika, að heimslán er valt. Iiann treysti ekki gæfu sinni lengur, því að hann treysti ekki sjálfum sér til að vinna varan- lega árt slíkrar konu. sem Áslaugar Auðunsdóttur. Hún var aðeins fullsæmd af glæsimenni I líkingu v'ð Úlfar Bergsson. — En nú svaf hún vært, svaf eins og lítið barn, sem sofnar þreytt út frá leik sínum. hún hafði snúið sér í rúminu, svo að hún vissi að honum, hafði teygt frá sér aðra höndina, og sneri upp opnum lófanum. það var honum sem tákn alls þess, sem hún átti til að gefa honum og gleðia hann með. ynd'slega konan hans, Áslaug á Hrauni. Hann kyssti varlega þessa opnu hönd og tár komu i augu honum, þvi að í þessari hönd var fjöregg hans falið Framtfð, líf var ekki lengur hugsanlegt án Áslaugar. • Hún virtist ekki bregða blundi, en ef til vill truflaði þó snerting hans dýpstu svefnró hennar, því að hún sneri sér frá honum og færði sig um leið fjær, aftur var hann ofurseldur einstæðingsskap sínum og ótta við yfirvofandi óhamingju, þá einu, sem hann óttaðist, þó að hann mundi á einhvern hátt missa Áslaugu, og í kröm sinni bað hann í hálfum hljóðum: „Guð miskunna mér.“ III. Úlfar Bergsson kom um nónbil á aðfangadaginn. Frú Áslaug virtist taka honum með meiri kurteisi en auðsærri gamalli vináttu og baðst afsökunar á því, hve lítið hún gæti sinnt gesti sínum sakir þess annríkis, sem jafnan fylgir stórhátíðum. Úlfar tók þessu að vísu vel, en sagði þá: „Er búskapur- inn orðinn þér slikt keppikefli, Áslaug mín, að þú gefir þér ekki tima til að líta upp úr, þó að gamla vini beri að garði, sem farið hafa um langan veg til að sjá þig.“ Frú Áslaug virtist engar aumur sjá á gestinum, hversu langan veg, sem hann hafði lagt að baki sér til að ná fundum hennar, hún hvarf til frammi- verka en lét bera þeim Úlfari og presti kaffi inn. Lítil skemmtun varð þeim að viðræðum, því að Úlfar var líkt og ókvæða við fjarveru Áslaugar, en presti var þungt um mál, og stundum þagnaði hann í miðri setningu, likt og því væri skyndi- lega úr hug hans stolið, sem hann ætlaði að ræða um. Þegar heilagt var orðið um kvöldið safnaðist heimilisfólkið saman, prestur las jólaguðsspjallið og spilaði nokkra jólasálma á orgel. Flest af Heimilisfólkinu söng með, en sjálfur var prestur ekki söngmaður. Úlfar geispaði í laumi meðan á helgiathöfninni stóð. hann gaf Áslaugu nánar gætur og vonaðist eftir að sjá bregða fyrir háðs- glampa I svip hennar. en þar var ekkert að sjá nema djúpa alvöru. Skyldi henni þá virkilega ekki finnast þessi geistlegheit og guðsorðaglamur kát- broslegt? Kannski var hún strax farin að venjast þessu, vesalingurinn. Eða þá kunni hún svona vel að fara með hlutverk sitt. Bara hann vissi hvernig henni var innan rif.ia Það var ekki beinlinis á- rennilegt að hefja við hana v'ðræður um viðkvæm einkamál, meðan hún var með þennan harðlokaða alvörusvip, sem ekkert skyldi gefa til kynna um hið raunverulega hugarfar hennar og hjartaþel, þvi að það taldi Úlfar víst. að hún mundi vera á verði gagnvart sér og forðaðist sig af ásettu ráði, og þóttl honum raunar betra að telja sér trú um að hún teldi þess þörf. Þó að Úlfar væri að upplagi og margþjálfaðri íþrótt heimsmaður, og gleðimaður, sem hvarvetna kunni þann hátt, sem hæfði bezt, brást honum þó bogalistin í þetta sinn. Nærvera hans, hinn fin! bragur borgarbúans lagði hemil á frjálslega sam- veru heimilisfólksins á Hrauni á þessu hátíða- kvöldi, sem það hafði þó allt beðið með talsverðri eftirvæntingu, því að ýmiskonar nýbreytni í jóla- haldi hafði verið í undirbúningi hina síðustu daga, og allir vissu að unga frúin mundi veita vel, og bæði hjónin voru sem kjörin til að laða fólk sitt að sér með ljúfmennsku og látleysi, sem kom því til að gleyma mismun á menntun og mannfélags- stöðu. En þá þurfti hann endilega að rekast að Hrauni þessi hnakkakerti höfðingi úr Reykjavík, sem auðvitað varð að sinna alveg sérstaklega og velja umræðuefni við hans hæfi og vinnufólkið líkt og hopaði inn í feimnislega þögn og vakti yfir því með mikilli árvekni að þvl yrði engin skyssa á. svo að gesturinn fengi ekki átyllu til að skopast að því eftir á, ef hann var svo gerður. Sumir höfðu jafnvel beðizt undan því að snæða mat sinn við sjálft jólaborðið fyrst svo fínan gest hafði að garði borið. en frú Áslaug tók engar afsakanir gild- ar í því efni. Úlfar kvaðst ekki geta með orðum lýst, hversu vel honum hefði bragðazt hinn ágæti jólaverður, sem var svo óvenju fagurlega framborinn. „Það er furðulegt. hvað þér hefur tekizt að verða mikil snilldarhúsmóðir á jafn skömmum tíma, frú Áslaug. það má nú segja að þér eru allir hlutir vel gefnir.“ „Já, Áslaug er frábær,“ sagði prestur, en bros hans var dapurlegra en vænta mfitti og Áslaugu virtist heldur ekki jafn létt um glaðlegt viðmót að þessu sinni, sem endranær. Svo fljótt. sem það með nokkru móú gat talizt hæfilegt. reis hún úr sæti og sle't borðhaldinu. Þó að engin þörf ræki á eft'r gekk hún að Þvi með stúlkum sfnum að bera fram af borðinu og Þvo upp, og henni sýnd'st ekkert liggja á inn aftur. heldur sat d’-iúga stund frammi í rúmgóðu eldhúsinu og rabbaði v'ð fólk sitt. sem einn'g und' sér betur frammi og gladd'st yfir bvl og likt og óx i e'p'n vitund við það. að hús-^óð'rin kvs' heldur að evða sjálfu ió'akvöld'nu í e’dhús'nu með vinnufólki s'nu. en sitja í hæg'ndi og hlusta á þennan hefðargest, sem kunni hó svo yol að Framliald á bls. 23. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.