Vikan


Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 15
 '”'3 ♦♦♦ #♦ GLAPPASKOT — Heyrið þér mig, lögregluforingi. Eins og ég hef þegar sagt lögregl- unni í Skotlanfi', var ég staddur þar, þegar frænka mín dó, og það er tals- verður spölur þaðan heim til frænku minnar í Hampstead. — Ef dæma má af orðum yðar, já, svaraði Blake. Engin svipbrigði sáust á andliti hans. — Ég er hræddur um. að ég skil.ii ekki, við hvað þér eigið, svaraði Elsom. — Ekki það? Lögregluforinginn brosti háðslega. — í>ér getið ef til vill skýrt þetta nánar. Við fundum erfða- skrá, þar sem þér eruð eini erfinginn. — Það táknar ekki annað en að frænku minni þótti vænt um mig, sagði Elsom. — Já, einmitt, sagði Blake til sam- þykkis. — En þótt einkennilegt megi virðast, kom ykkur frænku yðar alls ekkl vel saman, er Það ekki rétt? Elsom yppti öxlum. — Ojæja, okkur varð stundum sundurorða. — Erfðaskráin var örstutt, sagði Blake. — Frænka yðar hafði aug- sýnilega keypt venjulegt eyðublað og Lögregluforinginn hall- aði sér fram á borðið. — Sjáið þér til, þegar þér keyptuð eyðublaðið og skráðuð yður sjálfan sem erfingja, sást yður yfir eitt smáatriði. skrifað erfðaskrána sjálf. Hún fékk tvær gamlar konur, sem áttu heima við hliðina á henni — Simms-systurn- ar — til þess að vera vottar að undir- skriftinni. Hendur Elsoms skulfu litils háttar, þegar hann kveikti sér I sigarettunni. Hann dró að sér reýkinn, áður en hann sagði; — Eigið þér við, eð erfða- skráin sé ekki lögleg? — Þegar manni verður hugsað til þess, hvernig yður og frænku yðar kom saman . . . byrjaði Blake. Elsom greip fram í fyrir honum. — Hvers vegna talið þér ekki við þess- ar Simms-svstur? — Það er ekki hlaupið að þvi, svar- aði lögregluforlnginn. — Erfðaskráin er dagsett i iúlí 1958. önnur Simms- svstranna dó i desember 1958. og systir hennar lézt sex vikum siðar. Þess vegn getum við ekki spurt þær um, hvort þær viti, hvað stóð I erfða- skránni. — En þér vitið, hvað í henni stend- ur er það ekki? spurði Elsom bros- and'. Við vitum, hvað stendur i erfða- skráni, sem við fundum, leiðrétti Blake hann. — Eruð þér að gefa í skyn, að hún sé fölsuð? — Við verðum að munn. að betta er afrit af hmni upprunalegu erfða- skré svaraði Blake. — Það væri ekki mikill vandi að falsa undirskriftir frænku yðar og systranna tveggja, og siðan hefur verið hægur vandi að skrá nafn yðar sem eina erfingjans. — Er yður ljóst, lögregluforingi, að þér eruð að ásaka mig um morð? — Vilduð þér ekki heldur gefa okkur nánari skýringu, Elsom? Elsom sló öskuna af sigarettunni óþolinmóður. — Ég hélt, að þið notuð- uð rithandarsérfræðinga til þessa? Lögregluforinginn hallaði sér íram á boröíð. — Þess gerist eiginlega ekki þörf í þetta sinn, Elsom, sagði hann. — Siáið þér til, þegar þér keyptuð eyðublaðið og skráðuð yður sjálfan sem erfingja, sást yður yfir eitt smá- atriði. þér skráðuð nefnilega sömu dagsetningu og frænka yðar hafði skráð i frumritið af erfðaskránni, sem þér eyðilögðuð síðan. Af tilviljun var dagsetningin júlí 1958. Þetta var óþarfa glapoaskot. Elsom starði á hann. Sigarettan var að brenna upp, en hann virtist ekki taka eftir því. — Eyðublöð undir erfðaskrár eru alltaf prentað. hélt Blake áfram. — Og i einu horni evðublaðsins. sem þér keyptuð, standa einkennisstafir prent- arans, sem s'vna, hvenær evðublaðið var prentað. Finnst yður ekki furðu- legt, Elsom, að hægt sé að skrifa erfðaskrá i júli 1958 á eyðublað. sem er ekki prentað fyrr en þremur mánuðum siðar? < >< ooo< ooorf ooo< ..... < > < ..< H 0004 <><«<►♦ o ......< <►♦< .«♦ <>♦♦< oo4< <.<><►< < .< ►< ><►♦<; n oooon VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.