Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 28
HRÆDD VIÐ
HJÓNABAND.
Lífeyristryggingar
Lífeyristryggingar
Lífeyristryggingar
Athygli skal rakin á, að við getum boðið mjög hagkvæmar LÍFEYRISTRYGGINGAR,
eru þær jafn hentugar einstaklingum, sem vilja tryggja sér lífeyri á efri árum og
fyrirtækjum eða atofnunum, er tryggja vilja starfsmönnum sinum eftirlaun frá
ákveðnum aldrL
Skattalögin leyfa frádrátt á iðgjöldum af slíkum Iífeyristryggingum allt að 10%
af lánum, þó ekki hærri upphæð en 7.000,00 kr. á ári, og 2.000,00 kr. árlegan frá-
drátt fyrir renjulega líftryggingu.
Þeir sem á þessu ári ætla að notfæra aór þesaar fvilnanlr löggjafans verða að
ganga frá tryggingunum fyrir áramóL
Sfmi 11700.
Framhald af bls. 7.
Og hann mælti enn: — Allt Það, sem ég hef
þegar sagt þér, er harmleikur í sjálfu sér. Ég
tala nú ekki um, ef það ætti eftir að- koma á
daginn, að ég hafi einnig eitrað hugarfar þitt . . .
Taktu orð mín trúanleg, Gerða. Það fyrirfinnst
ekki neitt, sem komið getur í stað ástar og hjóna-
bands, ef Þú á annað borð elskar maka þinn. Ef
þú slærð hendinni gegn hamingju þinni nú, þá
gerir þú sjálfa þig jafnvel fátækari og óhamingju-
samari en foreldrar þínir hafa orðið.
— Ertu þá óhamingjusamur, pabbi minn?
Hann laut höfði. — Já, svaraði hann lágum
rómi, — bæði óhamingjusamur og fátækur. Þegar
ég missti ykkur, hugði ég, að ég ætti að öðru að
hverfa. En svo komst ég að raun um, að úr því
gat ekki orðið heldur. Því er nú einu sinni þann
veg farið, að maður getur ekki hlaupizt á brott
frá sjálfum sér . . . En, greip hann skyndilega
fram í fyrir sjálfum sér, —- nú er ekki um mig að
ræða, heldur Þig. Og þegar þú sérð nú, hve
foreldrar þínir sameinast aftur í baráttunni fyrir
hamingju þinni . . .
Já, það voru einmitt þessi orð, sem urðu til
þess, að ég fann að endingu sjálfa mig og þorði
að treysta og trúa þeirri tilfinningu, sem Tage
hafði vakið hjá mér, — því að faðir minn hafði 1
rauninni, og skildi ég það þó betur seinna, fært
mér heim sanninn um það, að þrátt fyrir allt vœri
ástin þó eilífs eðlis, að hún gæti aldrei glatazt að
fullu — þrátt fyrir allt mótlæti og örðugleika.
Og það var einmitt þess vegna, að ég áræddi
að segja við hann: — Hvers vegna liturðu aldrel
heim til okkar mömmu?
— Heldurðu, að hún mundi taka á móti mér?
spurði hann varfærnislega.
— Ég held ekkert um það. Ég veit, að það er
hið eina, sem hún vill og þráir, svaraði ég. —
Þegar þú fórst að heiman og hún gat loks setið
að mér ein, var það um seinan. Ég átti ekkl
neina ást til að auðsýna henni.
ÞAÐ, sem nú er orðið i lifi okkar, gerðist að
vísu ekki á einum degi, heldur smám saman og
leiddi hvað af öðru. En ég heid, að upphaf þess
alls megi eiginlega rekja til þess, að þegar ég
kvaddi pabba og hélt heim á ieið þennan dag,
varð mér það eins og ósjálfrátt, að ég nam staðar
úti fyrir gluggum hverrar einustu kjólaverzlunar,
sem varð á vegi mínum. Ég vildi ekki eiga það á
hættu að sjá oltar það sama í augnatilliti Tage og
ég þóttist sjá kvöldið, sem við hlýddum á hljóm-
leikana. Og mig skorti ekki reiðuíé. Ég hal'ði til
umráða alit það, sem ég hafði sparað saman til
Bandarikjaferðarinnar. Bandarikjaferðarinnar?
Eftir að ég haíði rætt við pabba, var mér það
ljóst, að úr þeirri ferð mundi aldrei neitt verða.
Og ég harmaði það ekki; ég endurtók með sjálfri
mér hvað eftir annað það, sem pabbi hafði sagt:
Það fyrirfinnst ekki neitt, sem komið getur i stað
ástar og hjónabands, ef þú á annað borð eiskar
maka þinn.
Og það er hverju orði sannara. Það hef ég
komizt sífellt betur að raun um að undanförnu.
Við höfum ákveðið að ganga í hjónabandið í vor,
Tage og ég. Og þegar við förum út saman, bý ég
mig eins vel og snyrtilega og mér er frekast unnt,
því að mér er mjög i mun, að mér takist að sann-
færa hann um, að ég sé glæsileg og kvenleg stúlka
Nú, þegar ég hef látið mér vaxa sítt hár, kemur
í ljós, að það er fagurlega liðað. Já, það ber vist
öllum saman um, að ég hafi fallegt hár. Það bar
við um daginn, að ég var eitthvað að taka til I
fataskáp, og þá rakst ég þar á gamlar og slitnar
kúrekabuxur. Ég gat satt að segja ekki að mér
gert að brosa. Það mætti sannarlega bjóða mér
mikið fé til þess, að ég reyndist fáanleg að bregða
mér í slíka spjör nú . . .
Já, það er sannarlega margt, sem hefur breytzt
að undanförnu, — meðal annars hún mamma.
Andlit hennar er orðið allt anað, — mýkra í öllum
dráttum og fegurra. Pabbi heimsækir okkur alltaf
öðru hverju. Og hann og mamma . . . Jæja, mér
kemur það i rauninni ekki við. Ég geri i raun-
inni ekki ráð fyrir, að þau gifti sig aftur, en hverju
skiptir það i rauninni? Aðalatriðið er það, að
þau hafa fundið hvort annað aftur og bæði nú
unnið sigur í baráttunni um einkabarn sitt i stað
þess að biða þar bæði ósigur áður. 4r
38
VIKAN