Vikan


Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 22
MALLI MOLDVARPA Sólin var að ganga nndir, þegar Malli moldvarpa opnaði dyrnar á húsinn sínu. Maili moldvarpa býr niðri í jörðinni, eins og allar mold- vörpur gera, og þess vegna eru dyrn- ar á þakinu á húsinu hans. Malla er ekkert vel við sólskinið, hann vill heldur hafa myrkur. Sólin fer nefni- lega í augun á honum, og hann er alltaf með sóigleraugu. „Hum-hum,“ sagði Malli, settist á stein og kveikti í pfpunni sinni. „Ég vildi, að ég hefði einhvern til að tala við,“ sagði hann við sjálfan sig. — Rétt í þessu kom Kalli kisa gangandi. „Sæll, Malli moidvarpa,“ sagði Kalli og settist við hliðina á Maila. „Það var svei mér gaman að tetlav \ beimsókn BARNAGAMAN sjá þig,“ sagði Malli. „Nú skuium við tala saman svolitla stnnd. Hef- urðu haft mikið að gera í dag?“ spurði Malli moldvarpa. „Mjá,“ — sagði Kalli kisa, „ég hef mikið að gera. Ég var að elta rottur, spila kúluspil, leika mér á hjóli og auð- vitað að fljúgast á við köttinn ná- grannans. Nú ætla ég heim til þess að borða miðdagsmat." „Ojá,‘ sagði Malli moldvarpa, „þú hefur haft mikið að gera eða hitt þó heldur. Ekki hef ég tíma til að leika mér á hjóli, og svo kann ég það ekki heldur.“ „Hvað hefur þú gert í dag, Malli moldvarpa?" spurði Kalli. „Það er heldur lítið,“ svaraði Malli, „ég hafði það rólegt í dag.“ „Eitt- hvað hefur þú gert,“ sagði Kalli kisa, „því að þú ert í vinnugallan- um þínum, og það er mold á hon- um.“ „Ég var að grafa svlolítið,‘ sagði Molli moldvarpa. „Hvar varstu að grafa?“ spurði Kalli kisa. „Nú skal ég segja þér frá því,“ sagði Malli moldvarpa. „Ég fór snemma á fætur f morgun og ætlaði í heim- sókn til frænku minnar. Hún heitir Salla moldvarpa og býr í garðinum á bak við múrinn." „Það er nú að- ‘ eins nokkra metra frá húsinu þínu,“ • sagði Kalli kisa. 1 „Já, já,“ sagði Malli moldvarpa. •i»„Þess vegna fór ég í vinnugallann ®minn og tók með mér rekuna og hakann." „En hvers vegna tókstu með þér rekuna og hakann?“ spurði Kalli kisa. „Ég ætlaði að grafa mér Eins og þið sjáið, er fiskur 1 neðra liorninu til vinstri á myndinni, en efst til hægri eru fjórar stengur, auðvitað með önglum á. Einn af önglunum er kominn upp í fiskinn, og nú er að finna, hvort það er fiskur nr. 1, 2, 3 eða 4. Það á að rekja þræðina frá önglunum í áttina að fiskunum. göng heim til Söllu moldvörpu," sagði Malli. „Ja, Malli moldvarpa,“ sagði Kalli kisa, „það er aðeins nokkurra mínútna gangur, og svo hefðirðu getað klifrað yfir múrinn.“ „Nei, ég kemst ekki yfir múrinn,“ sagði Malli moldvarpa, „ég verð að grafa mér göng, og svo þori ég ekki heldur að láta sjá mig ofan jarðar á daginn. Ég þoli ekki sólarljósið, mér verður illt í augunum, og svo er ég hræddur við hundinn hérna í húsinu.“ „Aumingja Malli mold- varpa,“ sagði Kalli kisa, „mikið þarftu að hafa fyrir þvf að komast í heimsókn til hennar frænku þinn- ar.“ „O, það gerir ekkert til,‘ sagði Malli moldvarpa, „ég er vanur að grafa, og mér finnst það gaman. Það er ekki til ein einasta moldvarpa f öllum heiminum, sem ekki þarf að grafa.“ Nú fór Kalli kisa heim til 8Ín til þess að borða miðdagsmat- inn, en Malli moldvarpa sat eftir og reykti pípuna sína. Ef hann hefur ekki farið uð grafa göng heim til hennar Söllu moldvörpu, þá situr hann þarna enn. ★ 54. MMAUNAKROKtíTJI VIKUNNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir og er þá dregið úr réttum lausnum. Sá sem vinninglnn hefur hlotið, fær veíð- launin, sem eru: 100 KRÓNUK Veittur er þriggja vikna frestur til að sklla lausnum. Skulu lausnir sendar i pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 52. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. .Tóhanna María Sigurgeirsdóttir, Turner 11, Keflavíkurflugvelli. hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 52. krossgátu er hér að neðan: ° HAUSTUPPSKERAN0 GULRÓFUR°ÁNINGE° RL°MN°ME T R A R E N O G Ó D A UNN0>It0SLLI°NÖ ÐA°L°ESTERLYNG°T U ° SLATTI ° LEG °OAU RÓT°UTAR°ÝTIN°LL °JARÐAR°ÁTT°ÁSTÝ SÓLA°RIM°TAPIаS ÁN°UM°REKKA°RÓNI RÁSFÁK°TAUTA°GEN °SKILNINGSTRÉ°DG °TENGÁRÓRA°KLSEF °ADAM°OG°EVA°1°0 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.