Vikan - 03.12.1959, Blaðsíða 31
FÓRNIN.
Framli. af bls. lt
varðandi arúsma. Poim hjfCu veriO
gefnar upp Fiat-verks..iiSJurnar sem
skotmark. Loftvarnaskothríðin gerði
bað að verkum, að ekki var auðveit
að komast í rétta stöðu fyrir árásina.
Middleton lækkaöi því enn flugiö
þrátt fyrir sívaxandi skothríð. I-Iún
var að visu ekki eins áköf og áhöfnin
hafði fengið að kynnast i öðrum lönd-
um Evrópu, en hún var nógu slæm
íyrir því. Middleton var ekki ánægð-
ur með árangurinn af fyrstu og ann-
arri árásinni og bjó sig undir þá
þriðju. Hann flaug í beinni línu yf-
ir skotmarkið, til þess að sprengjurn-
ar hittu sem bezt. Sprengjukúlubrot
höfðu rifið skrokkinn hér og þar, en
mest óttuðust þeir um benzingeym-
ana, sem voru eina von þeirra til
að komast heilu og höldnu heim.
1 sama mund og síöustu sprengj-
unum hafði verið kastað var eins og
loftvarnabyssurnar hefðu fundið
skotmark sitt. Sprengikúla hitti
skrokkinn, og brotin þeyttust alla
leið inn í vélina. Flugvélin hallaðist,
og Middleton kallaði á Hyder sér til
hjálpar, þvi að hann gat ekki lengur
haldið henni í horfinu einsamall. —
Hyder hlýddi eins og af eðlisávísun,
bótt hann væri alvarlega særður og
hálfmeðvitundarlaus. Þegar hann
kom til Middletons, sá hann sér til
skeiíingar, að hann var með stórt sár
á enni og hægra auga hans var horf-
ið. Einhvern veginn tókst þeim í sam-
einingu að rétta vélina við og koma
henni úr skotfæri. Síðan tóku þeir
stefnuna heim á leið með fjöllin fyr-
ir frarnan sig að nýju.
Alvarlega særðir menn á
heimleið.
Með því auganu, sem eftir var, sá
Middleton, að Hyder var alvarlega
særður. „Farðu inn fyrir, og láttu
binda um sárin,“ sagði hann ákveð-
inni röddu. „Þeir hafa eitthvert dót
þar í sjúkrakassa.'1 Hyder ætlaði að
fara að hlýðnast þessu, þegar hann
tók eftir þvi, að Middleton hafði
næstum misst meðvitund og hneig
fram yfir stjórntæki sín. Um leið tók
flugvéiin mikla dýfu, og það var ekki
fyrr en i tvö hundruð og fimmtíu
metra hæð, að honum tókst að koma
vélinni í lárétta stefnu og síðan upp
á við. Hyder hélt áfram að stjórna og
bað á rneðan um skýrslu frá áhöfn-
inni. Hann sá um að koma vélinni í
sem mesta hæð, því að ógnandi Alpa-
tindarnir voru skammt fram undan.
Skýrsla áhafnarinnar sýndi, að
flestir mennirnir voru meira eða
minna særðir. Hyder var í fullkomn-
um vafa um, hve lengi honum tæk-
!st'að halda meðvitund. Hann skip-
aði hinum að fleygja fyrir borð öllu
því, sem nokkur leið var að vera án,
til þess að létta vélina eins og unnt
væri, áður en þeir legðu í Alpana.
Þótt það væri ekki auðvelt, fram-
kvæmdu mennirnir skipun hans, svo
eð brátt tókst að komast í meiri hæð.
Á meðan hafði Middleton raknað
aft.ur við. Hyder taldi sig hafa séð,
að fiugstjórinn hefði verið alvarlega
srorður á maga, hægri handlegg og
hægri fótlegg auk sáranna á höfði
og augans, sem hann hafði misst.
Þrútt fyrir það krafðist Middleton
þess að taka við af Hyder, á meðan
hann léti hina gera að sárum sínum,
hvársu eríitt sem það var.
Frá þeirri stundu sá Middleton um
stjórn vélarinnar. Þessar löngu kvala-
fullu klukkustundir á heimleiðinni
hélt hann vélinni í réttri stefnu og
neitaði að hleypa hinum i flugmanns-
sætið. Eftir að sprengjufarminum og
öllum þungum hlutum hafði verið
fieygt útbyrðis, reyndist auðvelt að
komast vel upp fyrir fjögur þúsund
og: Þrjú hundruð metrana, sem þurfti
til að komast örugglega yfir alla
Alpatinda. Tunglið var komið upp,
og við venjulegar aðstæður hefði á-
VIKAN
höfnin haft hið fegursta útsýni yfir
Alpalandslagið. En aðstæður voru sizt
þesslegar. aö mennirnir kynnu að
meta slíkt. þvert á móti minnti sér-
hver tindur þá á, að enn þá ættu þeir
langa ferð eftir yfir Frakkland, áður
en þeir næðu t:l Englands.
Benzínskortur,
Ein var sú spurning, sem var þeim
öllum efst í huga þrátt fyrir allar
persónulegar áhyggjur: benzínið.
Fyrir árásina á Torínó hafði þegar
komið í ljós, að þeir höfðu ekki nægi-
legt benzín til heimferðarinnar. Hin
mikla spurning var, hvort takast
mundi að ná Englandsströnd með því
benzíni, sem eftir var. Allir vissu
þeir, að vonlaust var að komast til
flugvallarins í Englandi. Nú var um
það eitt að ræða að komast burt frá
óvinasvæðinu og yfirgefa síðan flug-
vélina i fallhlíf. Möguleikar til þess
voru Bretlands megin við Ermarsund,
í Afríku og Sviss.
Sem betur fór, voru geymarnir ó-
skemmdir eftir skothríðina og sömu-
leiðis hreyflarnir, sem gengu ágæt-
lega. Vindáttin hafði breytt sér eitt-
hvað og var nú hagstæð fyrir hraða
heimferð. en þrátt fyrir það gat
Jeffery ekki komizt lengra með út-
reikninga sína en nákvæmlega að
Englandsströnd — í bezta falli. Það
mátti því ekkert út af bera, ef þeir
áttu ekki að lenda í erfiðleikum yf-
ir Ermarsundi.
Middleton varð að hafa þetta
vandamál í huga jafnilla særður og
hann var. Benzínið, sem eftir var,
mundi gera þeim kleift að komast á
„þurrt land“ í Sviss eða Norður-Af-
ríku. Ef þeir héldu áfrapr stefnunni
heim, áttu þeir á hættu að hrapa í
Norðursjó eða verða fyrir fjand-
mannaárás yfir Frakklandi.
„Við höldum áfram, piltar," ákvað
Middleton. „Við verðum að reyna að
komast heim. 1 þessum meðvindi get-
um við haft það. Athugið, hvort ekki
er enn þá eitthvað, sem má setja
fyrir borð.“
Ekki heldur nú datt neinum í hug
að mótmæla. Þeir heyrðu háttbundið
hljóð hreyfianna, og þeir vissu, að
vindurinn hjálpaði til. Þeim óx kjark-
ur, og vonin um heppni, — hinn
tryggi bandamaður herflugmanna, —
óx með hverjum metra, sem þeir sáu
hverfa að baki. Þeir gerðu sér ljóst,
að þeir flugu yfir óvinasvæði og að
á hverri stundu gæti þýzk orustuflug-
vél komið æðandi út úr skýi til að
ráðast á þá. Samt voru þetta smámun-
ir samanborið við tilhugsunina um
benzínskortinn.
Skyndilega var ljóskastara beint
upp á jörðu niðri, og síðan bættust
fleiri við. Ljósgeislarnir þreifuðu um
loftið eins og griparmar hvítrar ó-
freskju og strukust fram hjá hinni
einmana flugvél án þess að finna
hana Þetta gerðist 'hvað eftir annað.
„Stökkvið út“.
Þol Middletons og þrautseigja var
Hyder hulin ráðgáta. Það var ótrú-
legt, hvernig honum tókst að haida
stórskemmdri vélinni í réttri stefnu.
Framrúðan i stjórnklefanum hægra
megin hafði verið skotin sundur yfir
Torinó, og Middleton sat særður og
eins og hann var á sig kominn í nist-
andi kulda síðan þá. Þeir gerðu sér
aliir grein fyrir því, að það var hug-
rekki og kröftum Middletons að
þalcka, að þeir höfðu sloppið úr dauð-
ans greipum og voru nú óhultir, svo
langt sem það náði. Hann hafði forð-
að þeim úr dansi ljóskastaranna, og
rneð alls konar bugðum og sveiflum
hafði hann gabbað óvinina. um leið
og hann notfærði sér hvert einasta
ský, sem til staðar var.
Loks rann upp hin mikla stund, er
silfurflötur hafsins kom i ljós i
tunglsljósi úti við sjóndeildarhring.
Þegar þeir fóru yfir ströndina, bað
Middleton Jeffery um siðustu skýrsl-
una um benzínmagnið. „Við höfum
Framhald á bls. 33.
Koiiai köldu búðingarn-
1 ir eru ljúffengasti
eftirmatur, sem völ er á. Svo /
auðvelt er að matreiða þá, að M
ekkiþarfannaðenhrærainni-
hald pakkans saman við kalda / L
mjólk og er búðingurinn þá
tilbúinn til framreiðslu. V-
, Bragðtegundir: \|
jf^ Súkkulaði . Vanillu
'tH/L.x Karamollu og Hindberja
ivt
1929 1. desembre 1959
Seljum og útvegum:
Rafmagnsheimilistæki
Raflagnaefni
Rafgeyma — Rafhlöður
Ljósaperur og Bifreiðaperur
Bifreiðakerti og Bifreiðaþráð
Rafsuðuþráð og Rafsuðutæki
Hárgreiðsluvélar og Hárgreiðsluefni
Rafmagnsrakvélar
Miðstöðvadælur
Rafiækjaverzlun íslands h.f.
Skólavörðustíg 3 - Símar 1 79 75—1 79 76
leysir upp
óhreinindin
Ég elti og finn hvern
óhreinindablett
og hreinsa allt, sem er
mér fyrir sett.
31