Vikan


Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 6
Klukkan hálffjögur að morgni fórum við að hugsa okkur til hreyfings. Ég kveikti á gassuðutækinu, bræddi snjó í sítrónu- bland og kaffi, og við fengum okkur bita af nestinu. Enn var lygnt. Þegar ég opnaði tjalddyrnar litíu síðar, var bjart veður og heiðskírt út að líta. Ég benti Hillary á lítinn, dökk- an dil 5000 metrum neðar í fjallshlíðinni. Þar var Thyangboche- klaustrið. „Guð föður míns og móður, vertu mér náðugur i dag,“ bað ég í hljóði. Fyrst í stað tókst þó ekki vel til. Stígvél Hillarys höfðu legið næturlangt fyrir utan Draumur orðinn að svefnpokann, en ég veruleika: Tenzing á hafði sofið með mín tindi Everests. á fótunum. Og nú voru stígvél hans gaddfrosin og hörð eins og stál; það tók okkur fulla klukkustund að Þíða Þau við gaslogann. Þetta fékk mjög á Hillary, bæði töfin og að hann óttaðist, að Þetta gæti orðið til þess, að hann kæli á fótum. Loks voru stígvélin þó orðin svo mjúk, að hann gat komizt í Þau, og bjuggumst við nú til ferðar. Klukkan hálfsjö skriðum við út úr tjaldinu, og var þá enn lygnt og bjart. Báðir höfðum við þrenna vettlinga á höndum, silkivettlinga innst, þá ullarvettlinga og yzt vettlinga saumaða úr vindheldum dúk. Við spenntum á okkur mann- broddana og öxluðum hina tuttugu kg þungu súrefnisgeyma, sem voru eina bakbyrði okkar þennan lokaáfanga. Fánarnir fjórir voru vafðir fast að skaftinu á íshaka mínum. Og í vasa mín- um lá blýantsstubbur með rauðu og bláu ritblýi. „Allt í lagi?“ „Ah chah. Allt í lagi!“ Af stað .. . Stígvél Hillarys voru enn óþjál, og honum var . kalt á fótum, svo að hann bað mig fara á undan, og þannig gengum við tengdir klifurlínu nokkra jtjríð frá tjaldstaðnum upp suðausturkambinn. Ekki höfðum við lengi farið, er við komum á stað, sem ég kannaðist við, þar sem við Lambert urðum að snúa við fyrir ári, og reyndi ég að gera Hillary það skiljanlegt geg;num súrefnisgrím- una. Og er við héldum áfram förinni, gat ég ekki annað en borið saman veðurafsann og frostið þá og lognið og sólskinið nú og lofað heppni okk- ar. Stígvél Hillarys voru nú orðin þjálli, og tók hann því forystuna. Höfðum við hana síðan til skiptis og þá um leið erfiðið við að haka og höggva okkur fótfestu. Þegar við áttum skamman spöl ófarinn efst á suðurkambinn, fundum við súrefnisgeymana, sem þeir Evans og Bourdillon höfðu skilið þar eftir handa okkur. Við skófum klakann af mælaglerinu og sáum okkur til mikill- ar ánægju, að geymarnir voru þvi sem næst fullir. Þar áttum við góðan varasjóð á niðurleiðinni og þurftum því ekki eins að spara súrefnið í geym- unum, sem við bárum. Við héldum áfram upp kambinn. Á vinstri hönd gein við hengiflug og svimdjúpt niður, en til hægri fól snjóhengja mikil þverhnípið, svo að ekki sá fram af. Síðasta spölinn upp á háhrygginn var því sem næst lóðrétta hjarnfönn upp að fara, og var hún nokkru breiðari en klettakamburinn. Lak- ast var, að hjarnið reyndist ekki fast undir fæti; það skreið og skreið — og við með, og við hvert spor hugsaði ég: „Nú fáum við ekki stöðvað okk- ur og skríðum flughratt niður öðruhvorum meg- in við klettakambinn niður snarbrattann." Þetta var, að mér fannst, erfiðasta og hættulegasta tor- færan á allri leiðinni, þvi að maður réð þar ekki sjálfur för sinni, heldur hjarnið, sem maður kleif og hafði ekkert vald yfir. Ég hef aldrei komizt í slíka hættu á fjallgöngu, og enn fer um mig ónotahrollur, þegar mér verður hugsað til þess. Loks höfðum við klifið þennan skríðandi hjarn- vegg að brún, og klukkan niu vorum við komnir upp á suðurhrygginn, þar sem þeir Bourdillon og Evans höfðu snúið við. Þar hvildum við okkur í fimm mínútur og virtum fyrir okkur síðasta áfangann. Hann var ekki svo ýkjalangur, — um hundrað metrar upp klettakamb, en sýnu mjórri og brattari þeim, sem við höfðum þegar klifið. Og þótt hann virtist ekki ógengur, var augljóst, að hann mundi ekki auðveldur viðfangs. Á vinstri hönd gein við hengiflug, 2—3000 metra hamra- veggur, því sem næst lóðréttur niður í vestur- lágina. Til hægri huldi snjóhengja brúnina, og yrði manni að stiga of langt til þeirrar handar, beið manns 3000 metra hrap niður á Kangshung- skriðjökul. Ætti okkur að takast aö ná upp á tindinn, yrðum við að þræða þennan örmjóa, snar- bratta klettakamb, milli ógnandi þverhnípisins og Tjaldbúð á norðurhlið Everests 1938. Það var hið hæsta, sem Tenzing hafði komizt, þar til--------

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.