Vikan


Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 2

Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 2
• Kynning laga i útvarpinu 0 Léttari morguntónlist # Illt í efni % Bréfasamband við blóð- heita Kynning laga í útvarpinu. Kæra Vika. Þakka þér fyrir allt gott. Viltu nú koma því á framfæri fyrir inig við þá í útvarpinu, að oft kæmi sér vei, að þulurinn segði nafn lagsins líka þegar það hefur verið leikið, ekki hvað sízt þegar um dægurlög, að minnsta kosti ný eða nýleg, er að ræða. Það kemur nefnilega oft fyrir, þegar maður hlustar á útvarpið með öðru e-yranu, að lag, sem verið er að leika, vekur allt i einu athygli manns, og mann langar til að vita hvað það heitir, en þá er það um seinan, ef lögin eru kynnt bara áður en þau eru leikin. Þetta kem- ur síður að sök við klassisk- lög, annaðhvort lilustar maður á þau eða ekki, og mörg þeirra kannast maður við, því að þau eru oft leikin. Dægurlög koma hins vegar og fara, og aldrei að vita hvenær eitthvert slíkt lag er leikið næst, þvl að það eru ekki alltaf þessi svoköll- uðu vinsælu lög, sem „grípa mann“. Með fyrirfram þakklæti. Irma. Þessari beiðni er hér með komið á fram- færi við hlutaðeigendur, og auk þess styð ég hana, því að mér hefur oft komið einmitt sama í hug. Það var til dæmis um daginn, að ég sat við ritvélina og hlustaði á dægur- lagaflutning útvarpsins „með öðru eyranu“, eins og Irma kemst að orði; heyrði þar þá allt í einu hressilegt dægurlag, franskt, ljóm- andi vel með farið, og vildi ég gjarna eign- ast þá plötu. En því rniður hafði ég ekki veitt kynningunni neina athygli — enda höfðu víst fjögur lög verið kynnt í einu — og ekki hef ég heldur heyrt þetta latr flutt síðan, enda er það ekki oft, sem ég hlusta á dægurlagaflutning, ekki einu sinni með öðru eyranu. Léttari morguntónlist. Kæra Vika. Að undanförnu hefur útvarpið fengið að heyra ýmislegt vegna morguntónlistarinnar, og með réttu, eða svo finnst mér að minnsta kosti, því ið lnin er allt of þunglamaleg, að minnsta kosti með köflum. Ég er þó ekki að biðja um jass eða dægurlög — þó mér finnist að.ýms klassisk jasslög ætlu þarna fullan rétt á sér — heldur skemmtileg þjóðlög frá ýmsum löndum, þjóð- dansalög, alþýðutónlist, kunn lög úr léttum söngleikjum, til dæmis bandarísku söngleikjun- um, og annað þessháttar. sem ég veit að útvarpið á mikið af á plötum. Get ég ekki skilið. að nein um þyki það ósanngjarnt eða óeðlilega beðið. Morgunsyfjaður. Einnig þessari tillögu er komið á fram- færi — og einnig hún er studd. Illt í efni. Kæra Vika. Ég sný hér til þín í öngum minum. Svo er

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.