Vikan


Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 13
hefur orðið ítalir hafa unnið sér veglegan sess í tízkuheiminum, og ítölsk föt þykja mjög falleg. Glæsilegir litir, mjúkar linur og langhærS efni, svo sem ullarvelour og mohair, einkenna ítölsku vetrartizkuna í ár. Þar sem annars staðar er þröngi kjóll- inn með 7/8 langri kápu úr sama efni vinsælasti klæðnaðurinn i vetur. Iíjóllinn er aðeins nokkrum sin síðari en kápan. Pilssíddinni er mjög stillt í hóf. Ekki er unnt að tala um italska tízku án þess að minnast á skóna, því að ítalir eru meist- arar i skósmiði og framleiða vönduðustu skó, sem hægt er að fá. Skómakaralist þeirra stendur á gömlum merg og byggist á æva- gömlum og margreyndum aðferðum. Bæjanöfn eins og Perugia og Ferragamo gnæfa upp úr, þsgar minnzt er á staði, þar sem finir skór eru framleiddir. Þegar rætt er um góðan klæða- burð er auðvitað fyrsta boðorðið hjá ítöi- um að vera vel skóaðir, siðan eiga fötin að vera vel pressuð og hrein, næst á eftir kemur svo litaval, efni og snið. Þar kemur til greina að þekkja eigin persónueinkenni sin og láta fötin vekja athygli á þeim. Það er kúnst, sem þetta latncska fólk kvað vera sérlega vel heima í og taka öðrum þjóðum fram um. Iiins og meðfylgjandi myndir sýna, hentar hún vel þessi italska tízka hér norður á hjara veraldar, t. d. mohair-kápurnar hér að neðan. Þær eru tvíhnepptar með stórum krögum. He’ztu mohair- litirnir eru mosagrænt, tóbaks- brú’nt og sinncpsgult. Kjálar me? Framhald á bls. 16. húslö og horft stundarkorn á aðfarir Halldórs, nú færði hann sig alveg aö presti, smeygði sér í skyndi úr jakkanum og varpaði honum frá sér, I-Ialldór vék þegjandi frá og lét Úlfar koma í sinn staö. Áslaug mælti heldur ekki orö frá vör- um, hún kraup alltaf viö hliöina á manni sínum og gaf honum nánar gætur, jafnframt því sem hún strauk fætur hans og reyndi að mýkja þá og hlýja, hann virtist ekki kalinn, enda haföi hann sennilega brotist áfram og haldið frá sér kulda og dofa fram undir það að Diltar hans fundu hann. Það var auðséð á handtökum og öllum hreyf- ingum Úlfars, aö hann kunni vel til þess, sem hann var nú að gera og það var sem þungu fargi væri létt af öllum, líkt og þegar næst 1 lækni, er síðustu forvöð eru til að bjarga sjúklingnum. Öllum var eins farið, þó að þaö tæki ekki á sig mót skýrrar hugsunar, að þeim var sem horfinn væri gesturinn með hinn framandlega heims- mannssvip og hið ti-".:otta hefðarsnið, en I hans • að væri þar kominn félaginn, vinurinn, sem allir treystu að gerði sitt ýtrasta til þess aö bjarga mannslífinu, sem lék á þræði í höndum hans. „Hann andar, hann Iifir,“ sagði Áslaug. En and- ardráttur prests var veikur og enn um stund varð að halda öndunaræfingunum áfram unz ör- uggt þótti að prestur væri að fullu vaknaður af dauðadáinu. Hann mátti heita ókalinn og var eft- ir atvikum furðu hress og drakk heitan drykk, sem Áslaug hélt að vörum hans. Hún lét bera hann upp í svefnherbergið, en Þar haföi áÖur verið hitaö vel upp. „Þú getur verið áhyggjulaus, frú Áslaug, hann ætti aö verða jafngóður eftir þetta vos, jafn vel og þú munt hlúa að honum.“ Áslaugu duldist ekki, aö föðurleg áminning var í rómnum, en hún fékk sér það ekki til, Halldóri leyfðist að tala við hana eins og hún væri barnið hans. I | Alllangt var liðið á nóttu, en Áslaug bað þó Framhald á bls. 15. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.