Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 16
8V*> forum við í prófið
Segðu ekkert um það við pabba þinj
ÉK að koma honum á
óvart.
r--------:----------------^
Er Rasmirra að fara í tima . ^
hún er alltaf að reyna að bæta við
þekkingu sína.
Hún hefur lært blómaniðurröðunX
og fugla skoðun — gaman að J
vita hvað hún er
Hljórnur landsins
Framhald af bls. 5.
Hljómleikunum var lokið, og þeir lieyrðu, að
fólkið var farið að ganga út.
— Það er bezt ég tali við svolann, sagði
bóndinn. Fagmennirnir reyndu ekki að hindra
bóndann, er hann gekk fram að svipast um
eftir hljómsveitarstjóranum.
Það var þröng af fólki i anddyrinu, og
liann var dálítið lengi að troða sér áfram,
þangað til hann sá hljómsveitarstjórann koma
út ur. einum þarfaklefanum. Bóndinn gekk til
hans.
— Hljómsveitarstjóri, sagði hann.
Hljómsveitarstjórinn leit snöggt til hans án
jjess að svara honum.
— Heyrðu, lagsi, sagði hóndinn og sló iétt
á öxlina á manninum.
— Hvenær höfum við sézt? sagði hljóm-
sveitarstjórinn.
•— Þú getur s])arað þér fleiri ferðir út um
sveitir með svona at.
— Það er gott. Þetta eru dýrar ferðir.
— Þú ættir að draga þig i hlé, áður en
þjóðin missir trúna á tilverurétt sinn.
— Ég flyt þjóð minni hljóm landsins.
— Hann var það kannski, cn er það ekki
lengur.
— Einmitt.
— Eftir að fólkið er hætt að finna sig í
honum, er hann ekki annað en skrækur handa
sportmönnum.
Hljómsveitarstjórinn sagði ekki neitt, en fór
að troða sér i gegnum mannþröngina í
anddyrinu. Bóndinn sá húsguðinn fara
fram hjá sér og halda áfram, unz hann náði
. ;• :
Idjómsveitarstjóranum. Það rýmkaðist, strax
og þeir fengu greiða leið út á tröppurnar. Bónd-
inn fylgdi þeim eftir, án þess að þeir yrðu
hans varir.
— Var Iiann héðan úr sveitinni þessi tón-
listaríræðingur? sagði hljómsveitarstjórinn.
— Nei, hann er einn af fagmönnunum, sem
hér hafa unnið að undanförnu, sagði húsguð-
inn, er þeir voru komnir niður á lóðina. Bónd-
inn staðnæmdist andartak á tröppunum. Hann
sá, að hljómsveitarstjórinn kvaddi húsguðinn
með löngu handabandi og steig siðan upp í
bifreiðina, sem þegar renndi af stað með þung-
um gný. Hann fylgdi henni með augunum,
þangað til hún hvarf i þykkan rykmökkinn og
gnýr hennar hafði að fullu samlagazt hröðum
og eirðarlausum hljóminum, er myndaði dyn
umferðarinnar úti á þjóðbrautinni.
í marz 1958.
Ítalía
hefur orðið
Framhald af bls. 13.
svona ermasniði eins og á mynd-
rnni t. h. eru mjög i tízku fyrir
sunnan Alpa, en galiinn er sá, að
það þarf sérstalcan vöxt ti! þess
að klæðast svona kjólum. T. v. er
fallegur dagklæðnaður i þessum
vinsæla dúett: kjóll/kápa, úr
svörtu tvíd með tóhakshrúnu
fóðri. Hún er úr svörtu persia-
skinni, en það liðkast mikið í
vetur að gcra töskur úr loðskinn-
um og taui.
Hjákona lögmannsins
Framhald af bls. 9.
— Þetta er ekki þér að kenna.
— Heldur þú, að ég sé öðru vísi en aðrar
!:onur?
— Nei.
Á þessum stundum, þegar kjánaskapurinn nær
vissu marki, er ég vanur að snúa baki í hana,
Þegar hér var komið, vissi ég, að hún var að
ijúga, eða skreytti að minnsta kosti frásögnina
talsvert.
— Jafnvel þótt það væri satt, er það ekki næg
ástæða til að taka hann fastan. Myndir þú vilja
að hann færi i fangelsi?
—■ Ég vil ekki að neitt slæmt hendi þig. Þú ert
allt, sem ég á — þú veizt það.
llún heldur þetta, og það er alvarlegra en hún
imyndar sér. Hún mundi verða algerlega yfir-
geíin og óhamingjusöm, ef ég skildi hana eftir
■ na síns liðs aftur. Það myndi ekki taka hana
iangan tíma að verða fyrir einhverju óláni.
— Fg er veik, Lucien.
Ég sé það. Hún hefir drukkið of mikið, og
það liður ekki á löngu þar til hún kastar upp.
— Ég hafði ekki minnstu hugmynd um, að það
myndi íara svona. Ég hélt, að þetta væri þægi-
legt fyrirkomulag. Ég vissi, að þú varst á-
nægður . . .
Hún gerir sér ljóst, að þetta var einum of djúpt
tekið í árinni.
- Fyrirgefðu. Skilur þú ekki? Það fer alltaf
oins fyrir mér. Ég reyni eins og ég get, að gera
það, sem rétt er, en allt snýst við í höndunum
á mér. Ég sver þér, að ég skal ekki hitta hann
aftur. Aðgættu hvort hann er fyrir utan.
Ég dró gluggatjöldin örlítið frá, en sá engan
í ljósinu frá götuljóskerinu.
— Ég er svo hrædd um, að hann sé að drekka
sig fullan. Hann verður svo illur með vini — eins
r.g hann er rólegur og auðveldlegur viðureignar
annars. En þegar hann er búinn að drekka of
mikið . . .
Framhald í næsta blaði.
16
V I K A N