Vikan


Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 17

Vikan - 31.12.1959, Blaðsíða 17
1000 stunda LJÓSAPFm fyrirliggjandi 15-25-40-60-82-109 wa Nú standa hátíðarn- ar yfir. Athugið því að byrgja heimilið upp af OREOL raf- magnsperum. Sendum gegn póstkrofu hvert á land sem er. M4RS IRADING (OMPANY H.F Látið töfrabliki slá á hár yðar þvoið það úr hinu undraverða White Itain, hárfegrandi shampoo ... hið undraverða shampoo, sem veitir liári yðar silkimýkt og ljóma. White Rain, hið ilmandi shampoo ... sem gerir hár yðar angandi og svo auðvelt viðfangs, að bér getið lagt það eftir vild. White Rain, hið dásamlega shampoo ... sem vekur sindrandi geislablik á hári yðar, sveipar það draumagliti ljósra sumarnótta. Pearly-white lotion fyrir venjulegt hár. Palest blue fyrir þurrt hár. Shell-pink fyrir feitt hár. White Rain hárfegrunar shampoo — á við hvaða hárgerð sem er. i USTURBÆJARBÍÓ sýnir á næstunni hina frægu mynd ' * SAYONARA með þeim Marlon Brando og Miiko Taka í aðalhlut- verkum. Stjórnandi myndarinnar er Joshua Logan, en hann hefir haft áhuga á Japan allt frá barnæsku, enda þótt atvikin höguðu því þann- ig, að hann stigi fyrst fæti á japanska grund árið 1951, meðan á Kóreu- styrjöldinni stóð. I Japan hitti Logan gamlan kunningja, rithöfundinn Jam- es A. Michener, sem hann hafði áður starfað með i Hollywood. Logan stakk upp á því, að Michener skrif- aði nútímasögu frá Japan, og útkom- an varð ástarsagan SAYONARA, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin. Warner kvikmyndafélagið keypti réttinn til að kvikmynda söguna, og auðvitað var Logan ráðinn stjórn- andi. Hann undirbjó töku myndar- innar í tvö ár og myndatökumenn hans fóru víða um Japan til að ná i þær senur, sem hann óskaði eftir, og tóku myndir af hinum miklu hofum, risastyttum af Búddha, hin- um frægu geishu-skólum og Kabuki- Aðal hlut verk — kvikmyndin um ástir ame- ríska hermannsins og japönsku dansmærinnar. • leikhúsinu, svo eitthvað sé nefnt. I fyrsta sinn, var leyft að taka kvik- myndir í hinum undursamlegu görð- um keisarans, og einnig fékkst leyfi til að mynda ýmis japönsk hátíða- höld. Marlon Brando hafði dvalið nokk- urn tíma í Japan, meðan taka mynd- arinnar „Tehús Ágústmánans" fór farm, en eftir að þeirri mynd var lokið. vildi Brando gjarna vera leng- ur þar austurfrá til að kynna sér bet- ur þetta land, þjóðina og menningu hennar. Logan gaf honum tækifæri til þess með því að ráða hann aðal- leikara í SAYONARA. Mótleikari Marlons Brando í myndinni er hin unga japanska kvikmyndastjarna Miiko Taka, sem fyrr segir. Útsend- ari kvik-wndafélagsins sá Miiko á hmni miklu, japönsku Nisei-hátið í Los Angeles, og þóttist þegar hafa fundið h'na réttu í hlutverkið. En Miiko síarfaði á forðaskrifstofu, og henni féll prýðilcga við bað st.arf. svo að það tók nokkurn tima að fá hr.na til að segja upp starfi sínu og gerast kvikmyndaleikkona. Kvikmyndin fjallar um ameríska botuflugmanninn Gruver (Marlon Brando) og ást hans á frægustu dans mær Jaoans. Hana-Ogi (Miiko Taka). Hún skýrir frá þvi, hvernig ameríska herstjórnin berst gegn því með oddi og egg að hermennirnir hafi sam- neyti við japanskar stúlkur. Hún seg- ir einnig frá öðru ungu pari, ameríska hermanninum Kelly og japönsku stúlkunni Katsumi, sem ganga í hjónaband, en eru ofsótt á alla lund af herstjórninni, þar til þau sjá enga aðra útleið er að ganga í dauðann. til þess að geta verið saman. Svo sorgleg verða þó ekki örlög þeirra Gruver og Hana-Ogi, en rétt er að skýra ekk’ nánar frá þeim hér. Fyrir jólin kom út hjá bókaútgáf- unni Loga í Kópavogi sagan SAYON- ARA eftir Michener í fallegri útgáfu, prvddri myndum úr kvikmyndinni. Þeir, sem kæra sig um, geta þvi les- ið söguna áður en þeir sjá kvik- mjmdina, og haft á þann hátt meira gagn af hvoru tveggja. Þess ná að lokum geta, að kvik- myndinni og leikurum hennar voru veitt ekki færri en 4 Oscar-verðlaun við afhendinguna árið 1958, og ætti það að vera næg trygging fyrir gæð- um hennar. Marlohí Mmmwbo og japanska leikkonan MIKO TAKA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.