Vikan


Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 12.05.1960, Blaðsíða 4
• • LOBITEl ER FERMINGARGJOHK Fæst hjá: Focus Gevafot* Týli h.f. Hans Petersen og hjá 60 verzlunum um land allt. Einkaumboð á Islandi fyrir Rússneskar Ijósmyndavörur: EIRIKUR KETILSSON Vesturveri 6. h. Sími: 19155. BOX 1816. RÚSSNESKAR LJÓSMYNDAVÉ LAR ERU SPÚTNIKAR I LJÓS- MYNDAHEIMINUM. Vændiskona á rónastig Innfiutningur á óþverra Ljós punktur i dagsskránni HEIMILISFANG SÖNGVARA. Kæra Vika. Okkur langar til að Liðja þig um heimilis- fang þessara söngvara: Louis Armstrong, Fats Domino, Ricky Nelson, Paul Anka, Frankie Avalon, Peter Kraus og Conny — og leikkon- unnar, Pascall Petit. MeS fyrirfram þakklæti. Dægurlagaunnendur. Vikan snýr sér enn sem fyrr til lesenda sinna. Mér er það ánægja að geta veitt þeim, sem spurði um heimilisfang Karlson stýri- manns fullar upplýsingar, því að skömmu eftir að bréfið með þeirri beiðni birtist, hringdi ung stúlka til mín og bauð aðstoð sína. Utanáskrift Karlson stýrimanns — þegar hann er í höfn — er sem sagt þessi: Fritz Helmuth — Saga Studio — Annettevej 19 — Charlottenlund — Danmark. SVAVAR GESTS AFBRAGÐ. Kæra Vika. Hann Svavar Gests er afbragð. Síðasti þátt- urinn hans, grínið með skóna og Harald Á., er sennilega það allra bezta í léttum tón, sem komið hefur i islenzka útvarpinu, og Svavar er búinn að ná til fullnustu þessum elskulega og fjöruga sjarma, sem beztu þáttastjórar ná í útlandinu, en enginn hefur náð hér á landi nema hann. Og svo er enn eitt — það var ein- hver fýlupúkinn að hnýta í hann fyrir gaman- þátt hans i revíunni „Eitt lauf“. Ég er búin að sjá hana, og ég verð að segja, að mér fannst einmitt þessi þáttur eini ljósi punkturinn i henni, með allri virðingu fyrir hinum höfund- unum. Sá þáttur er einmitt bráðsnjall fyrir alla, sem kunna að meta létt gaman, og það má segja, að þeir hafa verið meira en litlir snillingar, reviuhöfundarnir í gamla daga, ef þeir hafa gert betur, edns og þessi náungi gaf i skyn. Hann Svavar er afbragð, og alveg sama að hverju hann leggur hendurnar. Virðingarfyllst. Ein af aðdáendum hans. Ég samfagna Svavari Gests. Það er alltaf gaman þegar eitthvað gott nær góðum til- gangi sfnum — og fólk kann að meta það. Svavari virðist hafa tekist að finna hinn rétta streng og slá hann eins og bezt verður á kosið, því að sffellt berast hrósbréf um þátt hans og sjálfan hann. EN EKKI FÁ ALLIR HRÓS ... Kæri póstur. Ein kvörtunin enn — og i öllum guðanna bænum komdu henni á framfæri. í þetta sinn er hún um texta — islenzkan — við bráðfallegt, italskt dægurlag, þ. e. a. s. „Marina“. Lag þetta er sungið inn á plötu, með þessum texta, af Sigrúnu Jónsdóttur, og finnst mér það — væg- VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.