Vikan


Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 15
BRÉF Kæra Vika! Ástarþakkir fyrir allar á- nægjustundir i þátíð, nútið og framtíð. Upp á síðkastið hef ég tekið eftir því, að það er komin síða, sérstaklega ætluð fyrir táningana. Það er mikil framför og ég er viss um að þið eruð búin að fá gommu af iistaverkum frá ungum og ó- þekktum listamönnum. — Um daginn var ég að prófa nýjar hárgreiðslur og datt þá ofan á eina, sem mér íannst alveg olræt. Og af einhverri ræini fór ég að krota hana upp og með þessum snepli fylgir árangurinn. Ég er 16 ára og mér þykir mjög gam- an að teikna, en þar fyrir hef ég ekki snefil af hæfileikum. En skoðaðu blaðið — það fer þá bara i ruslakörfuna, ef ykkur geðjast ekki að því. Viö þökkum S. A. fyrir bréfiö og þó einkum teikningarnar, sem viö birtum \hér meö, svo les- endurnir geti dæmt um hvort hún hafi ekki „snefil af hæfileikum". Kæra Vika. Ég leita til þín í vandræðum minum. Ég er 14 ára og hef verið með 18 ára strák í 3 mánuði en nú hef ég komizt að því, að hann hefur verið með hinum og þessum stelpum samtímis mér. Ég varð voðalega reið og til að hefna mín á honum, fór ég að vera með bróður hans, sem er 16 ára. Þegar hann vissi það, æddi hann heim til mín og skammaði mig, svo rifumst við í heilan Idukku- tíma en sættumst síðan. Kæra Vika, á ég að hætta við hann eða ekki. Hann er hrifinn af mér á vissan hátt, en ég er honum ekki nóg. Ég er afskaplega hrifin af honum og ég þoli ekki að hann sé með fleirum en mér einni. Kæra Vika, gefðu mér nú góð svör — á ég að vera með honum eða ekki? Inga. / svona málum er varla \hcegt aö gefa nokkrar ráöleggingar. Þetta er vandamál, sem hver og einn veröur sjálfur aö leysa. Og hrædd erum viö um, aö þú munir fara þínar eigin leiöir, þó viö reyndum aö gefa þér einhver góö ráö, SKAK ________Að tefla við sér betri mann. ____________ 1 eftirfarandi skák sjáum við greinilega hversu Davíð litli verður miður sín þegar hann teflir við hinn mikla Golíat. 1 5. leik hyggst hvítur tefla hvasst og ákveðið og 7. leik skákar hann óhræddur, en í þeim 8. bregzt honum bogalistin. Það er leikur, sem me'Staraflokksmanni í skák mundi ekki detta í hug. ekki einu sinni í hrað- skák hvað þá í rólegri skák sem þessari. En hér er það sem og oft hefur skeð, að hin heilbrigða dómgreind þess veikari sljóvgast vegna þess að hann ofmetur og hræðist mátt þess sterkari. Um þetta merkiloga sálfræðilega atriði í skák mætti rita langt mál, en við skulum heldur líta á skákina. Skákin var tefld þegar þáverandi Rússlands- meistari í skák, stórrreistarinn Taimanov og Ilivitsky voru hér á ferð. Hvítt: Jón Þorsteinsson, fyrrverandi skákmeist- ari (Norðurlands). Svart: Taimanov. 1. dJf, Rf6, 2. cJ, e.6 3. Rf3 d5 Jh Rc3 BbJ, 5. Bg5. . Algengara og betra er 5. e3. 5. — h6 6. BhJ, dxcJ, 7. DaJ,i Rc6 S. Re5 ?? DxdJ, 9. RxRc6 BxRc3 10. bxcS Dxc3 11. Kdl Dxllal 12. Kc2 Bd7. 13. GefiÖ. Eftirfarandi staða getur oft komið upp í skák, og hér á hvítur færi á skemmtilegri fórn, sem i þessu tilfelli verður banabiti svarts, en hvernig? Hvítur leikur og vinnur. ;;u>ipsuui3a lauueu umpuasai aniaj uuianitpcj 'Bduj qv u 3o uapA ipuECSæunnj buiou iipie b ‘as go 9axy ioiu a uuuia qb ju'iol; £3q ‘V SI ík§a S *(ipuB 3AO aa jelu 3o pqa S ‘8§H — Z JU.) 9Sh I UPGI ;Uúxa ‘X :usnua BRÉFAVÍÐSKIPTI Sigrún Gústafsdóttir, Laugateig 37, Reykjavík, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur 15—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfinu. —- Maria Jónsdóttir, Hvallátrum, Breiðafirði, A.- Barð., við pilta £3—29 ára. — Viðir Hólrn Kristjánsson, Merkjasteini, Unnar Mikaelsson, Aðalstræti 82A og Sævar Mikaelsson, Aðalstræti 82A, allir á Patreksfirði, við stúlkur 17—19 ára. Æskilegt að mynd fylgi. — Þetta eru einu skórnir, sem þér hafið ekki mátað, frú. — Eru þeir kannski Iíka of þröngir? Hér eru myndir af nokkrum söngvurum, sem eru á toppinum sem stendur. Bobby ,Darin, einna frægastur hér fyrir „Mack the Knife". Sagt er að hann stæli Frank Sinatra. Frankie Avalon, náði fyrst verulegum vinsældum með laginu „Ven'us". Cliff Richard, yngsti rokksöngvarinn í Englandi, náði heimsfrægð með laginu „Living Doll“. Um hann er sagt að hann hafi rödd eins og Presley. Duane Eddy, ættaður frá Arizona, hann bæði syngur og spilar, en er þó sérstaklega frægur fyrir gítarspil sitt. Jimmy Rodgers, fræg- ur enskur söngvari, sem syngur bæði rock og VIK A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.