Vikan


Vikan - 15.09.1960, Page 19

Vikan - 15.09.1960, Page 19
Abreíða eftir endiiöngu Austurstræti Dollararnir eru góbir - - - Fyrir nokkrum vikum talaði dr. Páll Isólfsson í útvarpið og sagði ferðasögu fró Þýzkalandi. Hann var á. siglingu niður eftir Rínarfljóti og rómaði hann mjög náttúru- fegurðina þar, sem raunar er heimsfræg. Farþegarnir stóðu og horfðu hugfangnir á gamla kastala á klettaborgum og hámarki náði fegurðin við Loreleiklettinn. Um leið og skipið sigldi þar framhjá, var leikið lagið, „Ég veit ekki af hverskonar völdum" og allir voru hugfangnir yfir stemningunni ut.an fámennur hópur irtanna, sem sat við borð og spiiaði og gerði ekki svn mikið sem að líta út undan sér á fegurðina. Þeár voru Ameríkanar. Þessi frásögn Páls Isólfssonar kemur heim við fjölmargar iýsingar á hátterni Ame- ríkumanna á ferðalögum í Evrópu. Svo virðist. sem þeir ferðist mest til þess að geta -agt, að þarna og þarna hafi þeir komið. Ameríkumenn þykja miklir aufúsugestir i Evrópu og mestmegnis fyrir eitt veiga- nikið atriði: Þeir eiga sand af doliurum — og þeir eru til í að eyða þeim. 1 verzlunar- borgum Evrópu er verð á varningi tilgreint í dollurum til þess að gera amerískum erðamönnum auðveldara að verða af með dollarana sína. Norræna flugfélagið SAS hefur byggt lúxushótel í Kaupmannahöfn, þar sem verðið yfirgengur allt, sem áður var þekkt. Á því hóteli gista nálega einvörðungu Ameríkanar. Enda þótt dollararnir þyki góðir, er almennt gert grín að þessu fólki, sem þykir fáfrótt, barnalegt og ákaflega „amerískt". Sænska blaðið Se birti nýlega greiW um ameríska túrista I Stokkhólmi. Þeir voru með geysistóru lúxusskipi, sem sigldi yfir Atlantshafið og hafði viðkomu í 23 höfnum. Farmiðinn kostaði hálfa milljón; það er að segja eina milljón fyrir hjón og svo þar að auki, sem með þarf til þess að gera ferðina ánægjulega á annan hátt. Leiðsögumönnum þessa fólks fannst það vita ærið lítið í kollinn á sér, hvar það væri statt. Sumir vissu, að þeir voru í Sviþjóð, öðrum kom það ékki við. Yfirleitt virtist fólkið hafa mestan áhuga fyrir ýerzlunum og það var iyrirfram sannfært um, að i Svíþjóð ætti maður að kaupa glervörur og ekkert annað en gler. Og þeir svikust ekki um það. Klyfjaðir af gleri héldu þeir til skips. Annars voru það einkum frúrnar, sem fóru í land Margir eiginmannanna sátu á barnum á meðan. Þeir sögðust þá fá frið á meðan. Sumir höfðu aldrei íarið i land; þá varðaði ekkert um þessi lönd. Sumir höfðu það fyrir reglu að fara í land í annarri hverri höfn. Þeir mundu þó ekkert, hvaða hafnir það höfðu verið. Meðfylgjandi mynd er af þessum hóp, sem heimsótti Stokkhólm. Sjálfsagt hafa Svíar verið fegnir. Þeir hafa fengið nokkur þúsund dollara og þeir hafa bukkað sig og beygt fyrir hinum amerísku E?n á eftir hafa beír hrosað af meðaumkun IX Elzti maður Súgandafjarðar var á ferðalagi um Suðurland í júní- og júlímánuði s.l. Hann heitir Guðmundur Ág. Halldórsson, er fæddur á IIóli í Ön- undarfirði árið 1871 og er nú kominn á 90. árið. Guð- mundur var á yngri árum i hákarlalegum og mun nú vera einn af fáum, sem uppi standa frá hákarlatíma- bilinu á skútunum. Síðar var hann lengi bóndi í Botni í Súgandafirði. Á síðari áruni hefur hann lengi átt heima' á Suðureyri. Hefur hann stundað ýmsa atvinnu, einkum smiðar. Hann er nú leikvallarvörð- ur á Suðureyri. Guðmundur leit inn í skrifstofu Vikúnnar og átti tilaðamaður þá tal við hann. — Hvernig hefur þú hagað ferðum þínum að þessu sinni, Guðmundur? Guðmundur er léttur i máli og gamansanmr og segir: — Við lögðum af stað tveir af eJztu kvnslóðinni á Suðureyri og fórum upp í bílinn við húsdyrnar hjá okkur og lögðum í nýju leiðina suður yfir Vest- fjarðakjálkann. Þeir sögðu, að við þessir tveir vær- um milli 170 til 180 ára til samans og var það satt. Við sátum í bílnum frá því klukkan 7 um morguninn, þar til klukkan 11 um kvöldið. Þetta var svo sem ekki mikið fyrir okkur öldungana. Þórður Stefánsson, fé- lagi minn, ætlaði síðan austur í sveitir á æskustöðv- ar sínar, en ég hef verið að flakka hér vestanfjalls milli vina og kunningja. Rád undir rifi hverju Þorsteinn Löve er einn okkar harðsnúnasti kringlu- kastari eins og alþjóð veit Svo harðsnúinn er hann, að stundum snýst hann í marga hringi eftir að kringl- an er horfin út í víðáttur himingeimsins. En hún kemur alltaf niður aftur — bara misjafnlega langt frá hringn- ijm. Einu sinni kom hún niður 54 metrum og þar að auki 28 cm frá hringnum. Ef þú, lesandi góður, kastar kringlunni einum cm lengra við löglegar aðstæður, þá befur þú sett Islandsmet. En það verður ekki auðhlaupið að því, þótt þú sért allur af vilja gerður. Þessi mynd er tekin af Þorsteini á nýja iþróttaleikvanginum í Laugar- dalnum. Þá var hellirigning — eins og yfirleitt á frjáls- íþróttamótum og hringurinn var sleipur. En þeir hafa ráð undir rifi hverju, sem kasta yfir 50 metra. Þeir helltu bara benzini i hringinn og kveiktu svo í honum. Að lítilli stund liðinni var hringurinn skraufþurr." Hér logar eldurinn ennþá, en Þorsteinn stendur með kringl- una og brosir eins og sá sem valdið hefur. „Mér er illa við orðið dægurlag“ —4 Það er mikill munur að ferðast nú eða í þínu ungdæmi. —-H9já, maður man eftir mörgum erfiðum ferðalögum yfir Vest- fjaijðaheiðarnar að vetrarlagi, gangandi með poka á baki. Það þótíi ekki nema hæfilegur baggi að bera fjóra fjórðunga, hvernig sem færðin var. GEKK TIL SPURNINGA ÚR VERINU. — bú stundaðir sjó á yngri árum? Framhald á bls. 33. kannski Þkir mega gjarnan hafa skegg Um daginn rákumst við á unga stúlku, Guðbjörgu Kristinsdóttur. Hún hvorki leikur, syngur né dansar eða neitt þvilíkt. Ilvað gerir hún þá? Ja, hún lifir lífinu og við skulum sjá hvernig hún fer að því. — í hvaða skóla varstu í vetur, Guð- björg?_ — Ég var í Menntaskólanum, 3. bekk. — Kunnirðu vel við þig þar? — Já, það var ágætt, en auðvitað mis- jafnt fólk og misjafnir kennarar eins og alls staðar. — Ætlarðu að hglda áfram? — Já, ef ég fell t-kki. — Hvað tekur svo við? — Það er óákveðið, Jþróttir. — Já, ertu mikið inni i þeim? __ Ég var það, en það hefur dott- ið upp fyrir, vegna skólans, nema þá leikfimi. — Hvernig ferðu að þvi að skemmta þér? — Ég skemmti mér ekki inikið núna. Annars er svo fábreytt skemmtanalifið hér. Það er ekkert hægt að gera nema að fara á ball eða í bíó eða flækjast um í hænum. Og þá er það skást til lengdar að fara á góðar biómyndir. En thaka bjargaði mér alveg í vetur, eða rétt- ara sagt meTintaskólnnemum. — Iþaka já, segðu okkur eitthvnð um hana. — Það er félagsheimili mennta- skólanema, hefurðu ekki séð kof- ann við hliðina á Menntó? Þnr er opið á hverju kvöldi. spilað. sung- ið, dansað og borðnð. Þar knnn maður vel við sig, innán um sina líka. — Hvað finnst þér, að eigi nð gera í þessu með skemmtanalífið? — Ja, reyna að skapa meiri fjöl- breytni, það er kannski nóg af böll- um, en þau eru öll cins. Svo eru lika partýin. ég gleymdi þeim, þau eru auðvitað bezt, þar skemmtir maður sér eins og maður vill. — Ertu annars nnægð með lifið? — Stundum og stundum ckki. allt undir skapinu komið. — Ertu trúlofuð? — Nei. — Ætlarðu ekki að gifta þig? — Ja, ætli það ekki. ( — Ætlarðu þá að hafa það gotl og stunda partý? — Nei, ég gæti alveg eins hugs- Framhald á bls. 33. Nú eru líklega um fiinm ár liðin síðan „Tólfti September“ heyrðist fyrst nefndur á nafn. En hins vegar er hálfur sjöundi tugur ára síðan eig- andi þessa títtnefnda dulnefnis var borinn i þennan heim norður i Eyjafirði. Þetta óvenju- lega lafn bar upphaflega fyrir eyru i sambandi við lög, seni verðlaun hlutu í „Danslagakeppni S.K.T.“, sem haldin hcfur verið i Reykjavik ár- lega siðan 1950. En lengi var mönnum dulið, hver liinn raunverulegi höfudur þessara laga var, sem mörg höfðu þegar öðlast vinsældir um land allt, en bráðlega varð þó hljóðbært hver þessi afkastamikli lagasmiður var — Freymóð- ur Jóliannsson, listmálari, en 12. semtember er ' einmitt afmælisdagur hans. í tilefni af sextíu og fimm ára afmælinu lit- um við inn hjá Freymóði á mánudaginn var og röbbuðum við hann um danslög og annað, sem ber á góma i sambandi við þau. — Þú hefur snemma farið að hlusta á tónlist, Freymóður? —Ég hef elskað tónlist frá því ég var krakki, 1 og fylgst allvel með þróun hennar siðan um 1920 — verzlaði allmikið með grammófónplöt- ur á Akureyri um skeið, eða til 1930 og hef lengi átt tirval ágætra tónsmiða flestra tegunda á plötum og útvegað öðrum tónlistarunnendum slikt úrval. — Hefurðu haft meiri -áhuga fyrir dægurlög- um en öðrum tegundum tónlistar? — Ekki get ég nú eiginlegi) sagt hað, en áhugi minn fyrir danslögum og tónlist skyldri beim, hefur farið vaxandi með nrnnum. — Mér er illa við orð- ið dægurlng, þó ég hafi sjálfur notað það nokkuð. Einhver hvzk-skólngengni áhugamað- urinn um tónlist hefur senni- leaa verið að reyna að koma þýzkn orðinu schliiger inn i meðvitund íslendinga með þessari þýðingu, *i1 óvírðing- ar hessum tónsmiðum. Ég gæti með sama rétti þýtt þetta með orðinu sigurlag. Nú er dægur- lag notað um flest danslög, einkum cr þau eru sungin, og er það rangt. Það er talaðv um að þessi lög fari eins og leiftur yfir löndin eða eldur í sinu, og deyi jafnsnögglega, þvi menn fái svo fljótt leið á þeim. Því sé þveröfugt farið með liina æðri tegund tónlist- ar. Rétt er það, að þegar sama lagið hefur verið leikið á sama hátt 30 til 50 sinnum með litlum hvíldum, fá flestir leiða á laginu, næstum því hve vel sem það er leikið og sungið. En þetta gildir um allar tónsmiðar, ef þeim er misboðið svo freklega. Ef þú borðar uppáhaldsrétti þína svo að segja i Öllum máltiðum, mun ekki líða á löngu þár til þú færð leiða á þeim og kastar þeim jafnvel upp, hversu vel og lystilega sem þeir eru framreiddir. Mér finnst réttmætt að dæma gæði og gildi hverrar tónsmíðar eftir þvi, hve oft verður þolað, án leiða, að hlusta á hana — með hæfilega stuttu millibili. Tökum gott dans- lag og annað hlutfallslega jafngott lag svokallaðrar æðri tónlistar, bæði iafn vel flutt, hvort á sinn hátt, ieikum bæði jafnoft um nokkurra vikna skeið og til skiptis hvort eft- ir annað, og sjáum svo til hvort endist lengur. Éigum við að stofna til slikrar keppni? — Þú hefur lengi barizt fyrir þvi Framhald á hls. 31. Olíumálið svonefnda, hefur verið á hvers manns vörum þetta ár og kannski eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Mörgum finnst, að aldrei hafi verið gengið jafnvel fram í því að grafast fyrir rætur meinsemdar af þessu tagi og sumum ef til vill komið á óvart, að málið skyldi tekið þeim tökum. Guð- múndur Ingvi Sigurðsson, rannsóknardómari, hefur vakið athygli fyrir ein- beitni og harðfylgi i rannsókp málsins. Hann er hér hægra megin á mynd- inni — og brosir ákaflega elskulega. Með honum á myndinni er Pétur Renediktsson. bankastjóri. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.