Vikan - 15.09.1960, Side 5
maðurinn eldist mun hægar
að hraða ljóssins.
Þetta er aðeins byrjunin. Áður en við gætum
farið að koma næstu vetrarbraut, Andromedaþok-
unni, fyrir á likani okkar, yrðum við að ganga
30000 km. i eina áttina. Og þannig áfram, eftir
liverja 30000 km. kæmi ný vetrarbraut. Þegar við
svo værum búin að koma hinum 75 milljónum
vetrarbrautum fyrir, sem þegar eru þekktar, hvað
gizkið þið þá á að líkanið sé orðið stórt? Hvorki
meira né minna en 20 milljónir kílómetra í hverja
átt, með jörðina eins og títuprjónshaus í miðju.
Frá þessum órafjarlægðum berst ljósið til okkar
og sést í stærstu stjörnusjónaukum.
En nú skutuð þið ekki halda að líkanið sé full-
gert. Ef að það á að sýna gjörvallan alhe'iminn,
verðum við að stækka það og stækka, en þó ekki
óendanlega. Eftir að við höfum ferðast yfir nokkr-
ar milljónir kílómetra á likani okkar, komum við
aftur að staðnum sem lagt var upp frá. Heimurinn
er ef til vill óendanlegur, en við hugsum okkur
hann sem risavaxinn hnött.
Til þess að gefa þó svolitla hugmydn um fjar-
lægðina til næstu nábúa jarðarinnar, gætum við
hugsað okkur að Ingólfur Arnarson hefði stigið
upp í fljúgandi disk og siðan farið ineð slíkum
ofsahraða sem 4,3 milljón kílómetrum á klukku-
tíma til Alfa Centauri, sem er næsta sól. Það
hljómar ótrúlega, en þó er það svo, að fyrst um
þessar mundir kæmi diskurinn á áfangastað.
Svo er það Andromedaþokan, næsta vetrarbraut.
Hana getum við rétt séð sem lítinn Ijósan blett
á norðanverðum himni. Útvarpsbylgjurnar eru
fljótasta leiðin til að hafa samband við fjarlæga
staði. Þær fara, eins og ljósið, með 300.000 km hraða
á sekúndu. Ef loftskip kæmist þangað væri ekki
Framhald á bls. 29.
Gervihnettir þeir sem nú eru á brautum umhverfis
jörðu eru barnaleikföng miðað við þá farkosti, sem
menn hafa til geimferða eftir nokkur ár. En það verða
áhættusamar ferðir.