Vikan - 15.09.1960, Page 25
Slysið
Framhald af bls. 7.
— Nei, er það mögulegt, var það
í Indlandi.
— Nei, á Italíu.
— Það var einkennilegt. Ég hef
aldrei vitað að það væri stunduð
villisvínaveiði á Italíu. Var faðir yðar
þekktur pololeikari?
Á sínum tíma trúlofaðist Jerome.
Það var hvorki of seint né of snemma,
það vissi hann sjálfur, því sem lög-
giltur endurskoðandi hafði hann
kynnt sér allt um meðalaldur og ann-
að í hagskýrslunum. Hún var lagleg
og heilbrigð stúlka, tuttugu og fimm
ára gömul, og faðir hennar var lækn-
ir í Pinner. Hún hét Sally, og eftir-
lætisrithöfundur hennar var Dorn-
ford Yiates og hún hafði alltaf elsk-
að börn, síðan að hún, fimm ára göm-
ul, hafði fengið fyrstu dúkkuna, sem
gat bæði sofið og vætt buxurnar. Eins
og vænta mátti af löggiltum endur-
skoðanda, bar samband þeirra blæ
af rólegri hamingju, laust við ólgandi
ástríður. Enda hefði ekki annað sam-
rýmst hagfræðiskýrslunum.
En það var dálítið, sem Jeome hafði
áhyggjur af. Þegar hann nú sjálfur,
eftir meðaltali allra yfirlitsskýrslna,
gat orðið faðir innan eins árs, óx ást
hans til hins látna föðurs. Hann sá
nú, hve mikil ást var falin í hinum
litríku póstkortum. Hann fann hjá
sér þörf til að standa vörð um minn-
ingu föðurins, og hann vissi ekki
hvort ást hans á Sally mundi þola þá
raun, að sjá hana hlæja, þegar hún
heyrði um það, hvernig faðir hans
hafði dáið. E'n það var ekki hægt að
komast hjá því að hún heyrði það,
þegar hann faíri með hana I mið-
degisverð til föðursysturinnar. Hann
gerði margar tilraunir til þess að
segja henni sjálfur frá þvi og hún
hafði auðvitað mikinn áhuga fyrir
öllu, sem viðkom honum.
— Þú varst mjög ungur, þegar
faðir þinn dó, var það ekki?
— Eg var rétt níu ára.
— Vesalings litli strákurinn, sagði
hún.
— Mér var sagt það, þegar ég var
í skólanum.
— Tókstu það mjög nærri þér?
— Ég man ekki eftir því.
— Þú hefur aldrei sagt mér,
hvernig þetta vildi til.
— Það kom mjög óvænt. Það var
umferðaslys.
— Þú ekur vonandi aldrei svo
hratt, Jemmy? (Hún var farin að
kalla hann Jemmy).
— Þegar hann hafði gengið þetta
langt, var of seint fyrir hann að nota
hina aðferðina, þá, sem hann kallaði
villisvinaaðferðina.
Brúðkaupið átti að standa án allrar
viðhafnar og síðan ætluðu þau til
Tyrklands í brúðkaupsferð. Hann dró
það þar til viku fyrir brúðkaupið, að
fara með hana til frænku sinnar. En
svo kom kvöldið, þegar ekki var hægt
að draga það lengur. Hann vissi varla
sjálfur, við hvort hann væri hræddari,
það, að minning föðurins yrði lítils-
virt, eða að ást hans biði skipbrot.
Svo skeði þetta allt I einu vetfangi.
— Er þetta faðir Jemmýs? spurði
Sallý og tók myndina af manninum
með regnhlífina.
— Já, vina mín, sagði föðursystir-
in. — Hvernig gaztu getið þér þess
til?
— Hann hefur sömu augu og enni
og Jemmý, er það ekki?
— Hefur Jerome lánað þér bæk-
urnar hans?
— Nei.
— Þú skalt fá öll verk hans í
brúðargjöf. Hann skrifaði svo fallega
um ferðalög sín. Bezta bókin finnst
mér „Völundarhúsið". Hann átti mikla
framtið fyrir sér. Þess vegna var
þetta hræðilega slys svo sorglegt.
— Já?
Jerome langaði mest til að fara út
úr herberginu ,til þess að þurfa ekki
að sjá andlit unnustu sinnar afskræm-
ast af niðurbældum hlátri.
— Ég fékk svo mörg bréf frá les-
endum hans, eftir að svínið datt ofan
á hann.
1 svona stuttu máli hafði hún
aldrei skýrt frá þessu fyrr.
En þá skeði kraftaverkið. Sallý hló
ekki. Sally sat með galopin augu,
full af angist, meðan föðursystirin
sagði frá öllu saman, og Þegar því
var lokið sagði hún:
— Þetta var alveg hræðilegt. Það
eru svona atburðir, sem vekja mann
til umhugsunar um lífið. Ekki sízt,
þegar þetta kemur svona eins og
þruma úr heiðskíru lofti.
Hjarta Jeromes dansaði af gleði.
Það var eins og hún með þessu hefði
rekið burt ótta hans að fullu og öllu.
Þegar þau fóru heim í bílnum, kyssti
hann hana af meiri ástríðuhita en
nokkurn tíma áður og hún svaraði
í sömu mynt. Það voru ungbörn í
augum hennar, bláeygð börn, sem
opnuðu og lokuðu augunum og vættu
buxurnar.
— Eftir eina viku, sagði Jerome,
og hún þrýsti hönd hans. — Um hvað
ertu að hugsa, ástin mín?
— É^ er að hugsa um, sagði Sallý,
hvernig fór fyrir vesalings svíninu.
— Það hefur sjálfsagt orðið ágætis
miðdegismatur, sagði Jerome ham-
ingjusamur og, kyssti unnustu sína.
-- ★
— Allt í lagi — hlauptu nú!
Skíðaskálinn
Framhald :;f hls. 11.
Gerðum við samning við Kristján
Jónsson frá Hveragerði um að sjá
okkur fyrir góðum hestum handa
þeim, sem áhuga hafa fyrir því að
setjast upp á hest og sjá sig um hér
í kring. Höfum við séð fólki fyrir
hentugum nestiskassa i ferðina, en
öllum er heimil þátttaka, hvort sem
þeir eru gestir hér eða ekki. Hefur
oftast verið farið hér upp í Marardal
og upp á Hengil. Eru þetta ef til vill
ekki stór skref til úrbóta, en við von-
um, að þau verði ekki minni i fram-
tíðinni og ekki langt á milli þeirra.
— Eruð þið með eitthvað nýtt á
döfinni núna?
— Það er svo ótalmargt, sem hér
má gera til þæginda og skemmtunar,
að nógu er af að taka. Líklega liggur
næst fyrir að laga hér til í kring um
skálann, og höfum við hugsað okkur
að steypa stétt hér fyrir framan, svo
hægt sé að bera veitingarnar á borð
úti undir beru lofti, þegar veður leyf-
ir. Slíkt yrði mjög vel þegið af Þeim,
sem vilja njóta sólarinnar um leið og
kafisopinn er drukkinn,
— Hefur aðsóknin ekki verið ágæt?
— Jú, en þó langbezt um helgar,
auðvitað. Þetta hefur allt gengið mun
betur en við þorðum að vona, og við
viljum biðja ykkur að færa öllum
þeim, sem heimsótt hafa okkur hingað
i Skíðaskálann, þakklæti og okkar
beztu kveðjur.
JOHNSON'S BÓN
BEZTA HÚSHJÁLPIN
MÁLARINN H.F.
Sími H496
V I Ií A N
25