Vikan


Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 15.09.1960, Blaðsíða 12
5 POSTULINN Á TORGINU Dr. Matthías Jónasson skrifar hér um prédikarann sem knúinn er áfram af innri fjörf og selur himnaríki við útsöluverði Postulinn á Lækjartorgi er ekki einstætt fyrirbæri. Flestar raeiri háttar borgir hafa sinn postula og sitt trúboðstorg, og eflaust þætti mörgum nokkur sjónarsviptir að því, ef torg- predikarinn hyrfi úr svipmynd borgarinnar. Postulinn á torginu gegnir margþættu hlut- verki og ekki ávallt þakklátu. Hann verður að sýnast vera innblásinn af heilögum anda og predika í krafti guðlegs valds. En þegar gázka- fullir unglingar hafa hópazt í kringum hann og henda gaman að illa leiknum eldmóði hans, þá er eins og úr honum dragi hinn guðlega innblástur og af honum rennur eldmóðurinn. Andvaraleysi og háð áheyrendanna er sá hreinsunareldur, sem postulinn á torginu verð- ur að þola. En þeir eru kannske fæstir, sem bera gæfu til að skírast í honum. Sannur predikari er knúinn áfram af sterkri þörf til þess að boða villuráfandi sálum fagn- aðarerindið. En boðunaraðferð hans er mis- jafnlega vænleg til árangurs. T. d. tryggir em- bættistitillinn honum ekki alvarlega hlustandi áheyrendur; hins vegar getur staða og titill lokkað út í predikarastarfið menn, sem ekki eru til þess fallnir né útvaldir af andanum. Það eru ekki hlunnindi né ytri ljómi em- bættisins, sem leiða postulann út á torgið. Hé- gómagirni hans gengst fyrir öðrum ginning- um. Hann styðst sjaldan við rækilega undir- búningsmenntun; skilningur hans á þvi fagn- aðarerindi, sem hann boðar, er því oftast grunn- fær og þröngur. Þess vegna rígheldur hann í nokkrar yfirboðslegar kennisetningar og álitur í einfeldni sinni, að jafn auðvelt muni vera að fanga aðra inn í þær. Þetta er hin sálræna ástæða fyrir því, að postulinn á torginu vekur miklu tíðar kátinu og háð en hrifningu og trúarvilja. SAUÐIR OG HAFRAR. Postulinn á torginu býður ávallt upp á auð- velda leið inn i sæluvist himnanna. Honum er léð sú list að þvo okkur í einni svipan hrein af allri synd. Áreynslulitið lætur hann okkur snúa baki við fornum breyzkleika eðlisins og frelsar okkur af allri synd. Með sama geiglausa örygginu og markaðssalinn býður okkur sápu, sem yngi okkur upp, eða rakvélarblað, sem aldrei sljóvgist, þannig býður postulinn á torg- inu frelsun, syndalausn og sáluheill við útsölu- verði. í þessari torgsölu paradisarsælunnar gleym- ir postulinn sér og verður broslegur. Nútíma- maðurinn veit, að engin verðmæti fást, nema eitthvað komi þar á móti. Jafnvel hinnar guð- legu náðar getur sá einn orðið aðnjótandi, sem þráir hana heitt og leitast við að gera sig henn- ar verðan. Skyndifrelsun og trúarjátning var- anna þokar okkur ekki feti nær hliði para- dísar. Þessi hindrun verður postulanum á torginu aðeins að litlu leyti Ijós. Þvi grípur hann í van- mætti sínu til gamalkunnrar aðferðar til þess að þrýsta óheyrendum sínum að jötunni. Hann lýsir örlögum hinna óguðlegu, hinni seinvirku slátrun hafranna. Þar sýnir hann tilþrif, sem Framald á bls. 24.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.