Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 4
AS þessu eru áraskipti og þess vegna líka árferðismunur. Nú má játa það, að
frumorsökin til þess, að lægðirnar og þá líka hitatakmörkin liggja að meðaltali
iengra norður sum árin heldur en önnur er ekki nægilega ljós, — og þess vegna
er ekki heldur hægt að segja fyrir, hvernig muni vetra, en það liggur nærri að
setja það í samband við mismunandi mikinn hita frá sólinni á undanförnu sumri.
Lofthjúp jarðarinnar má líkja við geysimikla vél, sem er sífellt að verki. Hún
dælir hlýju lofti norður eftir en dregur kalt loft í staðinn suður á bóginn og
vermir það. Þessi vél er knúin af afli sólarinnar. Ef vel er kynt, getum við látið
okkur skiljast, að afköst vélarinnar verði meiri, þ. e. meiru hlýju lofti verður
dælt norður á bóginn og veðrátta verður niild og umhleypingasöm í norðlægum
löndum.
Hér kemur svo líka mjög til greina landslag og skipting láðs og lagar.
Hugsum okkur t. d. að landbrú væri frá Vestfjörðum til Grænlands. Af því myndi
leiða hvorki nieira né minna en það, að allt miðbik Islands yrði jökli hulið og
sízt byggilegra heldur en suðurhluti Grænlands. Þá kæmist engin kvísl af hlýjum
sjó norður fyrir landið. Austur-Grænlandsstraumurinn myndi skella á land-
brúnni og leggjast sem köld straumröst austur með landinu að norðan. Krikinn
milli íslands og Grænlands myndi fyllast liafís, og þaðan myndu ísflök og íjall-
jakar sigla suður með landinu að austan og gera siglingaleiðir liættulegar eða
ófærar milli Islands og Bretlandseyja.
Nú er hins vegar opið sund milli Vestfjarða og Grænlands. Ishafsstraumurinn
kemst þar óhindraður suður úr og spinnur ísband úr jakatoga íshafsins fram
með Austurströnd Grænlands. Að eins I miklum ísárum fyllist sundið milli
Vestfjarða og Grænlands af hafx's, og þá leggst hann að noiðurströnd íslands
og siglir stundum austur og suður fyrir landið.
Til þess að geta sliklað á hinum helztu kjaravetxum, sem 1 annála liafa verið
færðir, verð ég vitanlega að fara fljótt yfir sögu. Heimildir frá fyrri öldum eru
allar sóttar I Arferði á íslandi i 1000 ár eftir Þ. Tli.
Árferðisannálar frá 13. öld og þar áður eru svo stopulir að ekki þýðir að
byggja neitt á þeim. Frásagnir eru þá helzt um aftakaharðindi og einstök illviðri
sem grípa eitthvað inn í sögulega viðburði eða ollu hungri og manndauða.
Á 14. öldinni fara annálar að verða fyllri.
1330 er nefndur liinn góði vetur, en grasleysusuiuar fylgdi eftir.
1340 er „vetur svo góður fyrir sunnan land, að menn mundu trautt þvílíkan.
Fundust egg undan fuglum í Flóa nær miðri góu á öskudag og oftlega síðan.
1352 er vetur talinn lilær (hlýr) og ofanfallasamur.
1356 er vetur snjólítill en ekki nánar greint frá.
1361 er vetur hlær og mjög regnsamur frá jólum, en frost mikil um hvíta-
sunnuskeið og í annan tíma, er sól gekk sem Iiæst.
1366 og 1388 er sagður vetur góður.
1391 Vetur góður, sumar gott og haust svo gott fram um miðjan des. að nálega
fraus hvorki né snjóaði, en ofanföll mikil fyrir sunnan land, svo að ónýtt-
ust hey manna.
4
VEÐRIÐ