Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 15
PÁLL BERGÞÓRSSON: r Hitafar og búsæld á Isiandi Saga íslands einkennist a£ harðri baráttu þjóðarinnar fyrir tilverunni. Á árun- um 1600—1800 og jafnvel lengur komu hvað eftir annað harðæri, sem ollu veru- legu mannfalli, svo sem um 1690—1700, og um 1750. Yfirleitt stafa harðærin af hafís og kulda, nema þá móðuharðindin, svo sem alkunna er. Líf íslenzku þjóð- arinnar hefur því verið afar næmt fyrir hitabreytingum, enda eru þær meiri hér en í flestum löndum, að minnsta kosti ef bornar eru saman aldir, og ennfremur er ekki hægt að neita því, að hitasdgið er hér með því lægsta, sem nauðsynlegt má teljast til landbúnaðar. í þessari grein er ætlunin að leita að einhverju tölulegu sambandi hitastigs og búsældar á fslandi. Aðferðin, sem notuð verður, er þessi. Fyrst er athugað, hvort greina megi tengsl lofthita við gróður- og beitarskilyrði á landinu síðustu ára- tugi, eftir fáanlegum heimildum. Þegar þessi tengsl eru fundin, er reynt að gera sér grein fyrir, hverju það hefði valdið um afurðir landbúnaðarins árin 1931 — 1960, ef þá hefði verið eins kalt og var á öðru mun kaldara tímabili, 1873—1922 Niðurstaðan verður sú, að annar eins kuldi og var 1873—1922 hefði rýrt afurðir landbúnaðarins árin 1931—1960 um h. u. b. 22% að verðmæti. En vegna þess að hér er átt við brúttóafurðir, en ekki jtann arð, sem í hlut bændanna kemur, verð- ur þessi skerðing í rauninni enn tilfinnanlegri en þessi tala segir. Má segja, að af hverjum þrem krónum, sem bændur liafa fengið milli handanna á þessum síðustu árum, hafi ein verið beinn ávöxtur af loftlagsbreytingunni, sem varð frá 1873— 1922 til 1931-1960. Hitafarið 1873-1922 og 1931-1960. í Veðráttunni, mánaðarriti Veðurstofunnar, hafa verið birtar meðtaltölur hita einstakra mánaða ársins á þessum tveimur tímabilum. Hér fer á eftir meðaltalið í hverjum mánuði á 53 stöðvum árin 1931—1960, en þessar stöðvar eru dreifðar víðsvegar um byggðir landsins. Ennfremur er hér sýnt, hversu mikið liiti hvers mánaðar hefur liækkað frá 1873—1922 til 1931—1960, samkvæmt samanburði á 34 stöðvum, sem hafa meðaltöl á báðum tímabilum: J F M A M J J Á S O N D Ár 1931-60 - 1.1 -1.2 0.2 1.7 5.6 8.5 10.2 9.7 7.6 4.0 1.7 0.0 3.9 Hlýnun 1.4 1.4 2.4 1.0 1.4 0.4 0.5 1.0 1.1 1.2 1.9 2.1 1.3 Það kemur í ljós, að allir mánuðir ársins hafa hlýnað, veturinn þó meira en suntarið. Sé árinu skipt í fjórar árstíðir, eins og Veðurstofan gerir, vetur (desem- ber—marz), vor (apríl—maí), sumar (júní—september) og haust (október—nóvem- ber), verður liitabreytingin frá 1873—1922 til 1931—1960 þessi: Vetur 1.8, vor 1.2, sumar 0.8, haust 1.6. VEÐRIÐ 15

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.