Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 30
Hlákur á árinu voru rúmlega í meðallagi eins og einkennishitinn og hæð frostmarks frá sjó. Fylgir hér tafla um þær í liverjum mánuði í mismunandi hæð. Eru þær mestar í júlí og minnstar í desember, og er það í góðu sam- ræmi við línuritið yfir árssveiflu hitans. J F M A M J J A S O N D Við jörð 60 140 59 119 234 270 339 319 224 221 81 26 500 m 36 81 30 56 133 160 248 215 138 162 53 14 1000 m 13 33 14 17 54 59 180 125 55 92 21 2 1500 m 4 17 8 6 20 24 107 58 15 50 12 1 2000 m 1 8 5 I 6 5 56 13 6 18 5 0 Veðurspeki Fimmti kafli. UM LOFTIÐ 1. Nær loftið á vetur tekur til að frjósa eftir það austan og norðan vindar gengið liafa og fylgir með smáfallandi kornsúgur eða él, þá verður lang- varandi kuldi. 2. Sé loftið mjög rautt í sólarupprás, merkir storm og úrkomu. 3. Rautt loft að kvöldi sýnir þurran, hvassan vind að morgni. 4. Þá loftið tekur til að klára sig [þ. e. heiða af sér] og gjörast hreint í suð- austri, merkir veðurskipti og úrkomu. 5. Nær loftið gerist klárt á Ijöllum og jöklum, merkir þurrt veður. fi. Rautt Ioft í sólarniðurgöngu, merkir þurrt veður að morgni. 7. Þá það loftsins ltérað, sem sumir kalla Jakobsveg í norðaustri, nær sá Jakobsvegur er hvítur, skír og klár og fagur á kvöldtíma eftir sólarlag, er víst merki upp á klárt og gott veður. 8. Nær loftið í úrkomu tekur að klárast í norðri, merkir að úrkoman minnki, þó í suðri séu ský. 9. Nær loft er fullt með ryk og svælu, svo sem mórautt sé eftir náttúru tempran á vortíma, er merki til regns. 10. Þegar loftið sýnist rautt, hvort sem það er nótt eður dag, þá vill rcgn á eftir koma. 11. Sá rauði roði á loftinu á kvöldin, nær heiðríkt er og engin ský draga sig saman, merkir sterkan storm. 12. En lofts roði mikill á morgni merkir oft úrkomu, snjó og regn eftir ársins tímum. 13. Allt loftið klárt, en standi lítill skýja bakki I austri kyrr, merkir þerri. 14. Heiðríkt loft og vindur á norðan, og standi þá skýjabakkar nokkrir í austri og vestri, merkir þráviðri og þurrk. 15. Svo lengi sem skýjabakkar hvorki niður ganga né lieldur upp á loftið sveigja, merkir ætíð kulda. 30 VEÐRIt?

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.