Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 23
PÁLL BERGÞÓRSSON:
Tunglið og veðrið
„Á sexhundraðasta aklursari Nóa, í öðrum mánuðinum, á seytjánda degi mán-
aðarins, á þeim degi opnuðust allar uppsprettur hins mikla undirdjúps og flóð-
gáttir himinsins lukust upp. Og steypiregn dundi yfir jörðina fjörutíu daga og
fjörutíu nætur.“
í þúsundir ára hafa menn talið, að tunglið orkaði á veðrið, og enn er fjöldi
fólks, bæði hér á landi og annars staðar, sem spáir veðrabrigðum eftir kvartila-
skijjtum. Þessi kenning hefur þó ldotið heldur daufar undirtektir veðurfræð-
inga, svo ekki sé rneira sagt. Flestir rithöfundar veðurfræðinnar forðast að minn-
ast á þessa gömlu þjóðtrú, en þá sjaldan þeir gera jrað, er það venjulega til að
afneita henni. Sir Napier Shaw, sem var einn vitrasti veðurfræðingur á fyrri
hluta þessarar aldar, segir í hinni miklu veðurfræðihandbók sinni (Manual of
Meteorology) árið 1926:
„Síðan veðurkortin komu til sögunnar, hafa menn látið lönd og leið liið beina
samband milli tunglaldurs og veðurs og talið það eiga að vera utangarðs í vís-
indalegum umræðum."
Víst er auðvelt að sýna fram á, að flestir spádómar í tunglið bregðist. En það
er langur vegur frá jjví og til þess að sanna, að veðrið sé ekki að einhverju leyti
tengt kvartilaskiptum. Og nú er svo að sjá, að dómurinn hafi helzt til snemma
verið kveðinn upp.
1 bandaríska tímaritinu Science komu tvær greinar í september 1962 um sam-
bandið milli rigningar og tunglaldurs. Byggist hin fyrri á athugun á veðurskrám
1544 bandarískra veðurstöðva, sem voru starfræktar samfleytt í 50 ár, 1900—1949,
en hin síðari á veðurskýrslum frá 50 stöðvum í Nýja-Sjálandi árin 1901 — 1925.
Koma helztu niðurstöður jreirra lram á teikningunum, sem hér fylgja, fyrstu
og annarri.
Rannsóknaraðferðin var jiessi. Hverjum tunglmánuði, sem er að jafnaði 29.53
dagar, var skijJt í 100 tímabil, livert um sig 7.09 klukkustundir. Eftir jressum
mælikvarða var svo tunglaldurinn skráður í hvert sinn jregar mesta sólarhrings-
úrkoma hvers mánaðar féll á hverri stöð. Munu að jafnaði innan við 30 stöðvar
hafa komið á livern mánuð í Bandaríkjunum, úr þeirn fylkjum, sem liggja ekki
að sjó. Má ætla, að valdar hafi verið í hvert sinn jrær stöðvar, sem liöfðu mesta
sólarhringsúrkomu í hverju fylki yfir mánuðinn, en jretta er Jjó ekki nægilega
skýrt fram tekið í skýrslunni. Síðan var talið saman, hversu oft þessi mánaða-
met úrkomunnar féllu á hvert af þeim 100 tímabilum, sem líða milli þess að
tungl er fullt. Kom þá í ljós, að jressi aftaka úrkoma var miklu algengust á
fyrsta og jjriðja kvartili, en að sama skapi sjaldgæfari á öðru og fjórða. Það
styður mjög þessa niðurstöðu, að svipuð mynd kemur fram á fyrri og seinni
helmingi þessa 50 ára tímabils, sem bandaríska rannsóknin nær yfir, 1900/24
VEÐRIÐ --- 23