Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 26

Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 26
• C O 3 • 3. mynd. Þriggja daga keðjubundin meðaltöl mánaðameta úrkomunnar A sunn- lenzkum stöðvum, jrá Reykjavik að Dalatanga, raðað eftir tunglaldri. er eftir, sem sennilega reynist erfiðara, að finna það orsakasamband, sem þarna leynist. Bein þyngdarálirif tunglsins á rigningu á sama hátt og á flóð og fjöru eru tæplega talin koma til greina. Sumir hafa getið sér þess til, að tunglið hefði áhrif á fall loftsteina (stjörnuhröp), en rykið frá þeim orki aftur á úrkomu. Hér er þó sá hængur á, að stjörnuhröpin virðast ná aðeins einu liámarki á hverju tungli, en úrkoman tveimur. Auk þcss efast margir um, að ryk frá loft- steinum eigi nokkurn verulegan þátt í úrkomumyndum. Og að síðustu er rétt að láta þau varnaðarorð fylgja, þótt sanna mætti með tölfræði, að samband sé milli tunglaldurs og rigningar, er það áreiðanlega ekki nógu skýrt til þess að það megi nota í veðurspám frá degi til dags. Hitt er annað mál, að af þessari rannsókn kann að leiða nýjar uppgötvanir og ný og betri veðurmerki. í því liggja hinir miklu verðleikar rannsókna, sem Jiafa oft enga fyrirsjáanlega þýðingu, að þær leiða menn stundum eftir undarlegum og krókóttum götum til mikilvægra uppfinninga. 26 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.