Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 24
1. mynd. Línuritið sýnir, hvernig jjöldi mikilla úrkomudaga breytist ejtir tungl-
aldri í Bandarikjunum, reiknaður í þriggja daga keðjubundnum meðaltölum. Töl-
urnar til vinstri eiga við mragfeldi af mdlviki (slandard deviation). Efra linuritið
er byggt. á 7fthí dagsetningum aftaka úrkomu, en hið neðra á 8201.
og 1925/49. Svipuð niðurstaða fékkst einnig, þegar athugaðir voru þeir 185 sól-
arhringar, sem reyndust þeir úrkomusömustu liver í sínum mánuði á 10 eða
fleiri stöðvum (væntanlega í 10 eða fleiri fylkjum). Einnig var athugað, hvernig
1000 mestu regndagar í 91 árs athugunum frá einstökum stöðvum röðuðust eftir
tunglaldri, og varð þá hið sama uppi á teningnum, t. d. á stöðum eins og Wash-
ington, New York, Boston og Toronto.
l'essi bandaríska rannsókn er svo víðtæk, bæði í rúmi og tíma, að tilviljunum
verður varla kennt um það greinilega samband, sem þarna kemur frarn milli
rigningar og afstöðu tungls og sólar. En til gamans má skjóta þvi inn í, að það
er einkennilega nálægt seytjánda degi tunglmánaðarins, sem regnið er lausast
í loftinu í Bandaríkjunum eftir þessu, samanber tilraunina í upphali greinarinnar.
Þegar vísindamennirnir, Bradley, Woodbury og Brier, liöfðu uppgötvað þetta,
lék þeint forvitni á því, hvort samband þessu líkt fyndist einnig í fjarlægum
heimsálfum. Þeir skrifuðu því til starfsbróður síns, Bowens, í Ástralíu og báðu
24
VEÐRIÐ