Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 16
Líkur eru til, að vegna olurlítið ntismunandi aðferða við útreikning á sólar- hringshitanum á þessum tveimur tímabilum ælti hitabreytingin að sumri og vori að vera heldur meiri en hér kemur fram. Þó skeikar þar varla um meira en 0.2—0.3 stig. Tuðufall ug hitastig. I búnaðarskýrslum Hagstofunnar árin 1931 — 1960 er tilgreind túnastærð og töðufall á öllu landinu fyrir hvert ár. Vissulega eru þessar tölur að ýmsu leyti vafasamar, eins og þar er líka bent á, en til þess að af þeim ntegi ráða áraskipti sprettunnar er aðalskilyrðið, að skekkjurnar séu ekki beinlínis háðar árferðinu. Ekki er ástæða til að ætla, að þær séu það. Deplarnir eru einn fyrir livert dr 1931—1960 og sýna samband hita og töðufúlls. Skálinan sýnir, hvernig sennilegast er, að heyfengur fari eftir hita, ef áburður ug önnur atriði liefðu engurn áraskiptum valdið. Töðuíall af hverjum hektara á landinu hef ég svo borið saman við hitaskil- yrðin á hverju ári, meðaltal á landinu, eins og ráða má, að |>að hafi verið skv. skýrslum Veðráttunnar. Kemur þá í Ijós, að jrað er ekki einungis sumarhitinn, sem ræður sprettunni, heldur einnig, og jafnvel ekki síður, veturinn og vorið á undan. Það verður Jn'í meðalhitinn frá desember og allt fram í september, sem bezt skýrir áraskiptin í töðulallinu. Munu margir undrast, að veturinn skuli vera svo örlagaríkur fyrir heyfeng næsta suntars á eftir, en þó er Jretta í samræmi við trú og reynslu margra bænda. Sennilegast Jjykir mér, að hér valdi mestu lrost- kal í túnum, og svo að nokkru, hvað klaki er niikill í jörðu að vorinu. Það dylur nokkuð álirif hitans á töðufallið, að á tímabilinu 1931—1960 fer töðufall af hektara mjög vaxandi vegna aukinnar notkunar á tilbúnum áburði, enda Jjótt hitinn fari lítið eitt minnkandi, Jjegar á allt er litið. Með sérstakri sam- anburðaraðferð (margjjættum samsvörunarreikningi, multiple correlation) má Jjó aðgreina áhrif áburðar og liitastigs. Þá sýnir sig, að við hitaskilyrði eins og 1873— 1922 hefði töðufengurinn á hektara árin 1931—1960 orðið aðeins 31.5 hestburðir í 1 6 -■— VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.