Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 32

Veðrið - 01.04.1966, Blaðsíða 32
Á þriðja fundi var prófessor Erik Palmén frá Finnlandi í forsæti. Páll Berg- þórsson skýrði þá frá því, hvernig spákort eru gerð á Veðurstofunni um veðrið eftir tvo sólarhringa, og Markús Á. Einarsson ræddi nokkuð árangurinn af þessum spám. Henrik Voldborg frá Danmörku talaði um kortaspár í Danmörku. Fjórða fundi stýrði Oscar HerrJin, yfirmaður veðurstofu flugliersins sænska. Sagði þá Lennart Bengtsson, sænskur, frá því, livernig rafheilinn er þar í landi að taka að sér meira og meira af veðurstofustörfunum, og Ernest Hovmöller, sem er danskur, en starfar í Svíþjóð og er góðkunningi íslenzku veðurstofunnar, talaði um veðurlag fimbulvetra í Skandinavíu. Arne Sundberg, Svíi, flutti erindi um, ltversu dæma beri árangur af flugvallaspám. Petter Dannevig frá Noregi stjórnaði fimmta fundi. Þá flutti Kjartan Hjortnæs, Noregi, erindi um það, liversu misskipt er regni og snjó í héruðum Noregs, eftir því, hvaðan vindurinn stendur. Kristian Högh-Scbmidt, Danmörku, ræddi, livernig úrkoma einstakra mánaða og ára hópar sig kringum meðaltal langs tíma. Seppo Huovila, Finnlandi, sagði frá tæki, sem hann lrefur hugsað og smíðað hefur verið til að líkja eftir liitaskilyrðum þeim, sem gervitungl verður fyrir, svo að liægt sé að prófa mælitæki þau, sem tunglin eru látin bera. Antti Kulmala, finnskur, sagði frá fróðárundrum, ryklituðu regni, sem féll í Suður-Finnlandi á páskum 1965, og þótti tíðindum sæta á trúarhátíðinni, en uppruna þess mátti rekja til Krímskaga og nálægra héraða. Þá talaði Bragi Árna- son efnafræðingur um magnið af tvíþungu vetni í úrkontu og jarðvatni, og livernig nota mætti það sem leiðbeiningu um, ltvar lieitum og köldum linclum liefði rignt. T. d. ber lieita vatnið úr reykvískum I)orIiolum fangamark Þing- vallavatns, en Reyklioltsdalsliverir sverja sig í ætt við Langjökul. Per B. Storeliii, norskur, ræddi aftur á móti nokkuð Jiá spurningu, liversu hátt ofan að megnið af rigningunni er komið liverju sinni. Hallaðist liann að því, að oft ættu lægstu skýin Jiar mikinn Jiátt, með Jiví að safna utan á dropa af liærri stigum. Á siðasta fundi var Jón Fyjiórsson í forsæti. Sverre Hoppestad, Noregi, ræddi um Jiað gerningaveður, er menn leysa upp Jioku á flugvöllum með kolsýrusnjó, og tekst oft nokkuð vel. Edvard Karlsson, Svíjijóð, talaði um þokuspár, og svipað efni ræddi Eino Sopanen, finnskur. Bo Rydgren frá Svíþjóð gerði að umtalsefni skyggnið, og Petter Dannevig frá Norcgi talaði um áreiðanleikann í skýjaliæðar- athugunum í Noregi. Yfirvöld Reykjavíkur sýndu ráðstefnunni mikla rausn og vinsemd, buðu m. a. til skoðunarferðar um liöfuðborgina og til liinnar sérkennilegu móttöku í dælu- stöðinni á Reykjum, sem verður útlendingum jafnan minnisstæð. Veðurstofan bauð til dagsferðar um Suðurland, og samgöngumálaráðherra veitti indælan kvöldverð síðasta kvöldið. Meðan fundurinn stóð, var jafnan fremur stormasamt og votsamt,. en þetta kvöld brá svo við, að sól skcin í lieiði, og Tjörnin lá í logni framan við ráðlierrabústaðinn. Undirbúning fundarins annaðist Félag íslenzkra veðurfræðinga. P. B. 32 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.