Veðrið - 01.04.1967, Qupperneq 3
VEÐRIÐ
TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI
KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 75.00
1. HEFTI 1967 12. ÁRGANGUR
RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON
FLOSI H. SIGURÐSSON
PÁLL BERGÞÓRSSON
HLYNUR SIGTRYGGSSON
AFGREIÐSLUSTJÓRI:
GEIR ÓLAFSSON
DRÁPUHLÍÐ 27 . SÍMI 15131
Ur ýmsum áttum
„Veðrið“ og Jón Eyþórsson.
l>cu;i tímarit er nú komið á tólfta árið, og
hefur í mörg ár haft nokkuð tryggan lesendahóp,
þótt ekki sé hann sérlega stór. Þetta er sæmilegur
aldur miðað við ævi margra íslenzkra tímarita,
sem farið hafa af stað á síðustu áratugum. Rit-
nefnd frá Félagi íslenzkra veðurfræðinga hefur
annazt um útgáfuna, en Geir Ólafsson deildar-
stjóri hefur séð um útbreiðslu og innheimtu af
mestu prýði. Ritstjóri hefur enginn verið skráður,
en óhætt mun þó að ljóstra því upp, að Jón Ey-
þórsson hefur vcrið lifið og sálin í útgáfu þcssa
rits og er það enn, þó að hann hafi nú beðizt
undan að vera í ritnefnd.
En af þessari sömu ástæðu er það, að við höf-
um eiginlega ekki lengið færi á að birta hér mynd
af Jóni fyrr en núna. Um leið skal eftir venju um
höfunda í Veðrinu sagt lítið eitt frá uppruna hans og störfum, því enda þótt
maðurinn sé þjóðkunnur, væri illa samandi að gera honum hér lægra undir
höfði en öðrum, að þessu leyti.
Fæddur er Jón að Þingeyrum, því gamla höfuðbóli, 27. janúar 1895. Fullu
nafni lieitir hann Jón Pétur, þó að postulanafninu ltinu síðara flíki hann ekki
hversdagslega. Foreldrar hans voru Eyþór Árni Benediktsson bóndi að Hamri
á Bakásum í Austur-Húnavatnssýslu, og kona hans Björg Jósefína Sigurðardóttir.
Gagnfræðaprófi lauk hann frá Akureyri 1914, en varð stúdent frá Menntaskóla
Reykjavíkur 1917. Árið 1919 lauk hann fyrsta hluta náttúruftæðaprófs í Kaup-
mannahöfn, en varð cand. mag. við Oslóarháskóla 1923. Á þessum árum var
Noregur forystuland í veðurfræði, og merkustu tíðindin í jteim fræðum voru
VEÐRIÐ --- 3