Veðrið - 01.04.1967, Síða 11
2. mynd. Tvivetnismagn úrkomu A RjiípnahœÖ. 3. mynd. Tvivetnis-
magn úrkomu í
Vegatungu.
Urkoma.
Friedman mældi mánaðarleg úrkomusýnishorn frá Rjúpnahæð, svo sem áður
er getið. Ná mælingar lians yfir tímabilið janúar 1958 til apríl 1961. Eðlisfræði-
stofnun Háskólans tók síðan við þessum mælingum og hefur mælt mánaðarleg
úrkomusýnishorn frá september 1960 til desember 1965. Auk þess hafa mánaðar-
leg úrkomusýnishorn frá Vegatungu verið mæld fyrir tímabilið janúar 1963 til
desember 1964.
Úrkomusýnishornum er safnað þannig, að allri úrkomu, sem fellur í viðkom-
andi regnmæli á einum mánuði, er safnað saman á flösku. Af þessu meðalsýnis-
horni er síðan tekinn einliver hluti til mælingar.
Mynd 2 sýnir tvívetnisinnihald mánaðarlegra úrkomusýnishorna frá Rjúpna-
hæð og auk þess mánaðarlegt úrkomumagn. Gildin ná yfir allt átta ára tíma-
bilið, sem mælingar taka til, og er ]rá slitrótta línan mælingar framkvæmdar af
Friedman, en heildregna línan mælingar framkvæmdar við Eðlisfræðistofnun
Háskólans. Mánaðarlegar sveiflur í tvívetnisinnihaldi eru mjög stórar eða allt
að 40%o frá meðaltali, og meðalfrávik er um það bil 13%e. Að öðru leyti er
mjög erfitt að sjá nokkuð reglubundið, só lilið á myndina í heild. í einstaka
tilfellum gæti svo virzt sem mikið úrkomumagn svaraði til lægra tvívetnisinni-
halds í vatninu og auk þess, að tvívetnisinnihaldið sé lægst í desember, en hækki
síðan ört fyrstu mánuði ársins. Þetta er þó hvergi nærri ljóst.
Mynd 3 sýnir svo samsvarandi gildi fyrir tveggja ára úrkomu frá Vegatungu.
Beint samhengi er ekki sýnilegt milli þessara tveggja staða, en mánaðarlegar
sveiflur virðast þó vera nokkurn veginn svipaðar að stærð.
Mynd 4 sýnir meðal tvívetnisinnihald hvers mánaðar að Rjúpnahæð. Allt
söfnunartímabilið er átta ár, svo að hvert gildi, sýnt sem hringur á myndinni,
er meðaltal átta mánaða. Meðalfrávik er táknað með lóðréttum strikum. Neðri
hluti myndarinnar sýnir svo meðalúrkomumagn mánaðanna, sem nnn á dag.
Línan, sem dregin er í gegnum tvívetnisgildin og er meðaltal liverra þriggja
punkta, sýnir, að þarna er um smávegis árssveiflu að ræða með háu tvívetnis-
innihaldi seinni hluta vetrar og á vorin, en lágu tvívetnisinnihaldi í árslok.
— 1 1
VEÐRIÐ