Veðrið - 01.04.1967, Blaðsíða 30
þann tíma gengu lægðir austur um góðan spöl suður at landinu, svo að austlæg
átt og fremur stöðugt veður hélzt í liálfa aðra viku.
Fyrri hluta janúar í ár hreyfðust lægðir hver af annarri norðaustur Græn-
landshaf. Hitasveiflur urðu nokkrar, en fengst af barst þó mjög hlýtt loft til
fandsins sunnan af hafi. Nægði það til, að hitinn varð nærri tveim stigum hærri
við jörð en meðaliagið er, rúmum þrem stigum hærri en það í eins kílómetra
hæð og nær háffri fimmtu gráðu liærri í tveggja kílómetra liæð. Það lijálpaði
auk þess til, að aldrei kom kuldakast seinni hluta mánaðarins. Lægðir héldu sig
jrá nokkuð langt suður og suðvestur af landinu, svo að vindur var alltaf austan-
stæður. Loftið, sem barst að landinu, var ættað austan frá Norðurlöndum og
suðaustan frá Norðursjó.
f febrúar var hitinn rétt við meðailag í eins kílómetra hæð og ofar, en við
jörð var rúmu stigi lilýrra en venjulega. Snjór var mcð minnsta móti og sjaldan
iogn í mánuðinum. Kæling loftsins næst jörðu liefur því verið minni en er
að jafnaði á þessum árstima, og af þeim sökum var tiltölulega hlýrra við jörð
en í meðallagi, jnátt fyrir að loftið ofar væri ekki hlýrra en venjulega. Fyrri
helming mánaðarins var vindur oftast á sunnan eða vestan, Jjví að læ-gðir gengu
norðáustur Grænlandshaf og þaðan til austurs fyrir norðan land. Um miðjan
mánuðinn breyttist tíðin. Lægðarsvæði myndaðist suður af landinu og austlæg
átt varð ríkjandi og hitinn héfzt litið breytlur. Þegar hálf vika var til loka mán-
aðarins, færðist lægðarsvæðið austur fyrir landið og olli norðanátt með kulda-
kasti.
Eftir mánaðamótin liéldu kuldarnir áfram. Varð marzmánuður fjórum til
fimm stigum kaldari en meðaltalið frá árunum J954—'63. Vindur var oftast á
norðan eða norðaustan, j>\í að liæð var jafnan yfir Grænlandi, en lægðir stað-
næmdust oftast suðaustur af landinu eða yfir hafinu milli Noregs og íslands,
eftir að liafa farið liratt til austurs yfir landið eða skammt fyrir sunnan það.
Þegar jrær nálguðust Reykjanes, snerist vindur um stund til suðausturs, og sjást
jiess glöggt merki á liitaritunum, þvi að þá hefur hlýnað snögglega en kólnað
jafnskjótt aftur. Kaldast varð páskahretið eins og sjá má, en páskadagur var
26. marz. Þetta Iiret stóð líka alllengi, nógu lengi til að bera jakahrafl og spangir
úr hafísjaðrinum upp að annesjum norðan lands. Þetta íshrafl hvarf úr augsýn
skömmu eftir lok mánaðarins, enda var norðanáttinni jrá lokið og hlýrra veður
í aðsigi. Hefði ísbreiðan austur af strönd Norðaustur-Grænlands náð jafnlangt
til hafs og húri gerði á útmánuðum 1965, er enginn vafi á, að hafís hefði orðið
hér landfastur nú eins og þá.
Árið 1966.
Þetta ár var kaldasta árið, sem komið liefur, síðan hitaathuganir þessar byrjuðu
með árinu 1954. Eru það vetrarmánuðirnir, sem því vakla, en þeir voru allir
kaldari en í meðallagi. Sumarmánuðirnir, júní til september, voru liins vegar
við meðallag eða rétt fyrir ofan það. Einkennishitinn var —1.15 stig, sem er 0.74
30
VEÐRIÐ