Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 5

Veðrið - 01.09.1970, Blaðsíða 5
A[ þessu tilefni hafa aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) ákveðið að láta fara fram víðtæka rannsókn á súrnun úrkomunnar og brennisteinssamböndum 1 úrkomu og andrúmslofti. Er annars vegar ráðgert að kortleggja helztu mengunarlindir, en hins vegar verður komið upp um 100 mælistöðvum á jörðu niðri, þar sem daglegum sýnishornum lofts, úrkomu og ryk- agna loftsins verður safnað til efnagreiningar. Verða stöðvarnar starfræktar á árunum 1972—1974, og þá er einnig á tilteknum tímabilum áformuð nokkur sýn- ishornataka úr flugvélum allt upp í þriggja kílómetra hæð. Niðurstöður þessara rannsókna verða tengdar sérstakri könnun á vindum og veðurlagi, og verður Jrannig reynt að komast að raun um áhrif fjarlægra sem nálægra mengunarlinda. Er Jtað að sjálfsögðu meginatriði 1 sambandi við skilning á fyrirbærinu og hugsanlegar varnaraðgerðir. Norðurlönd hafa á ýmsan hátt haft forustu um Jressar rannsóknir, og Jreim hefur af OECD verið falið að annast undirbúning þeirra. Er nú unnið að Jrví verkefni á vegum Nordforsk, sambands rannsóknaráða Norðurlanda á sviði tækni og raunvísinda. Þá hefur og nýrri norskri stofnun, Norsk institutt for luftforskning, verið falið að annast alla sameiginlega úrvinnslu rannsóknarverk- efnisins. Rétt er að geta þess hér, að Veðurstofa íslands hefur frá árinu 1958 safnað mánaðarsýnum úrkomu á Rjúpnahæð við Reykjavík og frá árinu 1960 einnig í Vegatungu í Uiskupstungum. Hafa sýnin verið efnagreind og sýrustig úrkom- unnar mælt. Sýrustigið getur sveiflast talsvert frá mánuði til mánaðar, en árs- meðaltöl sýna ótvírætt, að súrnandi úrkoma er ekki vandamál á íslandi sem stendur. En Jtar með er ekki sagt, að ekki sé hugsanlegt, að áhrifa frá mengunar- lindum nálægra landa geti gætt hér i umtalsverðum mæli einstaka daga eða vikur, þegar veðurskilyrði eru hagtæð flutningi mengaðs lofts hingað frá Jjéttbýlis- svæðum og iðnaðarhéruðum Vestur-Evrópu. Kennslubók i veðurfrœði. Nýlega er komin út ný kennslubók í veðurfræði fyrir menntaskóla og aðra framhaldsskóla, þar sem veðurfræði er kennd. Er það Veðurfrœ&i eftir Markús Á. Einarsson, fjölrituð 87 síðna bók, gefin út sem handrit. Markús hefur fengizt nokkuð við kennslu í hjáverkum, og að sjálfsögðu hefur hann stuðzt við Jjá reynslu sína við samningu bókarinnar. Virðist mjög vel hafa tekizt til í öllum aðalatriðum. Bókin er ágætlega skýr og greinargóð, námsefnið eðlilega valið og að því er virðist hæfilega ítarlegt fyrir Jjá skóla, sem bókin er ætluð. Væri því æskilegt, að bókin yrði fljótlega gefin út prentuð. Flosi Hrafn Sigurðsson. VEÐRIÐ --- 41

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.